Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Side 36

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Side 36
36 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ hjá samanburðarhópnum. Hjá baðhópnum gekk kollur niður um 1,39 einingar á klst. en hjá samanburðarhópnum um 0,45 einingar. Sársaukamat baðhópsins var að meðaltali 64 stig við byrjun athugana en samanburðarhópsins 50 stig (af 100 stigum). Hjá bað- hópnum dró úr sársauka að mati kvennanna um 7,2 stig á meðan útvíkkun stóð en hjá samanburðarhópnum óx sársauki um 8,5 stig. Vegna mismunar á sársaukamati í byrjun var talið að um svipaðan sársauka væri að ræða á böðunartíma hjá báðum hópunum. Á næstu 90 mínútum breyttist sársaukamat hjá báðum hópunum með sama hætti og var vaxandi sársauki þann tíma. Hlutfall sogklukku, klipp- inga og keisaraskurðar var það sama í báðum hópum. Þörf fyrir örvun og pethidín var næstum tvöföld í samanburðarhópnum, en þessi munur var ekki talinn marktækur. Notkun annarra kvalastillandi lyíja var eins í báðum hópum. Ástand nýbura var eins fyrir báða hópana táknað með Apgar Score og meðal þyngdartap eftir fæðingu var það sama. Marktækur munur var á hversu miklu færri börn úr baðhópnum fengu pelaábót fyrstu ævidagana. Að því er varðar fylgikvilla hjá mæðrunum kom enginn marktækur munur fram hjá hópunum tveim. Bæði fyrir og eftir bað voru 10.000 venjulegar vatnsbakteríur í baðvatninu í hverjum ml. Eftir böðun hafði bæst við óverulegt magn af ósmitnænum húð- og þarmabakteríum. Sýni tekin af botni og hliðum baðkarsins eftir sótthreinsun með sápuvatni og spritti sýndu að þessi hreinsun var fullnægjandi. Flestar kvennanna voru ánægðar með dvölina í kerlauginni (80 af 88) en átta þeirra kvörtuðu undan minni háttar óþægindum svo sem svima, kvíða og háu rakastigi í herberginu. Konurnar í baðhópnum voru spurðar hvort þær mundu kjósa að far í kerlaug í næstu fæðingu, og allar að átta undanskildum sögðu svo mundi verða ef þær ættu þess kost. Umsögn Árið 1983 greindi Odent frá 100 vatnsfæðingum. Hann mælti með þeim fyrir konur sem væru með sársaukafulla samdrætti og ófull- nægjandi útvíkkun legháls. Böðun fór fram á víkkunarskeiðinu en langflestar kvennanna æsktu að koma úr kerlauginni fyrir sjálf fæðinguna. Meiðingar voru fáar hjá konunum, þ.e. 29 minni háttar rifur en engar klippingar. Ástand nýbura var talið gott en Apgar Score var ekki tilgreint. Eitt barn sem bar að í flókinni hnakkastöðu í 37.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.