Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Síða 37

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Síða 37
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 37 viku fékk heilahimnublæðingu. Odent dró þá ályktun að engin áhætta væri samfara vatnsfæðingu. Við þessa könnun var enginn saman- burðarhópur. I tilraun þeirri sem þessi grein fjallar um voru bornir saman tveir hópar kvenna sem höfðu gengið í alla stað eðlilega með. Röskur helmingur kvennanna óskaði að dvelja í kerlaug fyrir fæðinguna meðan hinn hlutinn óskaði þess ekki. Með þessum hætti voru bornir saman tveir hópar kvenna sem fengu óskir sínar uppfylltar hvað þetta atriði varðaði. Almennt er talið æskilegt að velja af handahófi í hópa þegar bera skal saman tvær aðferðir. Mat rannsóknaraðila í þessu tilfelli var þó að val eftir handahófi mundi leiða til að konur sem æsktu að ganga í kerlaug lentu í samanburðarhópnum og öfugt og að slíkt hefði neikvæð áhrif á konurnar og þar með rannsóknina með ófyrirséðum túlkunar- vandamálum. Rannsóknin leiddi ekki í ljós neinn marktækan mun milli hinna tveggja hópa hvað varðar tíðni á þörf fyrir læknisaðgerðir, lyfja- notkun og ástand og fylgikvilla hjá konum og nýburum. Það dró úr sársauka hjá baðhópnum fyrst í stað meðan böðun stóð yfir. En sársaukamat þessa hóps var verulega hærra í upphafi. Þessi munur er óútskýrður en gæti stafað af því að konurnar í baðhópnum hafi ofmetið sársauka sinn í von um að úr honum drægi við böðunina. Það styður þessa skýringu að eftir hálftíma bað var sársaukamat beggja hópa orðið það sama. Baðið virðist flýta fyrir víkkun legops og framrás höfuðs fósturs, en heildarlengd fæðingar frá byrjun hríða talin var sú sama hjá báðum hópum. Ályktun Dvöl í kerlaug meðan leghálsvíkkun fer fram getur örvað þessa víkkun og dregur e.t.v. eitthvað úr sársauka. Baðið styttir þó ekki samanlagðan þann tíma sem fæðingin tekur né fækkar læknisað- gerðum eða dregur úr lyfjanotkun. Það eykur ekki áhættu móður eða barns hvað varðar fylgikvilla og mengun baðvatns af bakteríum er óveruleg og án sýkingarhættu. Það verður því að teljast sanngjarnt að bjóða þeim konum sem þess óska að ganga í kerlaug fyrir fæðingu, þar sem meðferðin er skaðlaus og sumar konur kunna að geta notið hennar. Með þessari rannsókn var engin afstaða tekin til þess, hvort fæðing í vatni eigi rétt á sér sem ein aðferð í nútíma fæðingarhjálp.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.