Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Side 32

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Side 32
72 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ samsvarandi áhrifum 10 mg morfíns. Skammtar gefnir í fæðingu geta bæði virkað hamlandi á framgang fæðingarinnar svo og að breyta rythmatiskum samdráttum legsins. Petidin hefur áhrif á fóstrið með því að fara yfir fylgju til fóstursins og hafa rannsóknir sýnt fram á aukna hættu á lélegri öndun, minni súrefnismettun og þ.a.l. meiri lík- ur á öndunaraðstoð eftir fæðingu hjá börnum þeirra mæðra sem feng- ið hafa petidin í fæðingu. (Heimild nr. 2 bls. 178). En þess má geta að auk þessara atriða koma margir aðrir þættir inn í og má þar t.d. nefna heilsufar móður á meðgöngu, þroska fóstursins og fylgikvilla fæðingarinnar. Aukaverkanir: Svimi, ógleði, uppköst, sljóleiki, munnþurrkur, sviti. Slæving á öndunarstöðvar, víma og vellíðan. Hægðatregða og þvagtregða. Blóðþrýstingsfall hraður hjartsláttur og samdráttur pupilla. Ábendingar: Miklir verkir-fæðing. Frábendingar: Slævð öndun. Aukinn þrýstingur í heila (intracranial pressure). Lost. Lifrar eða nýrnabilun. Milliverkanir: Áhrif Petidins aukast til muna ef samtímis er notað áfengi eða önn- ur lyf sem slæva miðtaugakerfið. Varúö: Ávanahætta er mjög mikil og ef meðferð er löng eykst fljótlega þörf íyrir aukna skammta. Hver skammtur, hversu lítill sem hann er minnkar hæfni til aksturs og hvers konar stjórnunar tækja. Fráhvarfs- einkenni geta komið fram jafnvel eftir skammtíma notkun lyfsins. Eiturverkanir — ofskammtanir: Banvænn skammtur íyrir fullorðinn einstakling er um 1. gr. gefið per. os.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.