Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 36
76 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Glaðloftið má nota allt frá 3—4 á útvíkkun legháls og þar til remb- ingstímabilinu líkur. Best er að láta konuna um það að stjórna maskanum hún finnur þá þegar hríðin er að byrja heldur þá maskanum þétt upp að vitum sér og andar rólega en djúpt, inn og út. Það að konan haldi maskanum að vitum sér hindrar það að hún fái of mikið af glaðloftinu og líði illa vegna þess. Glaðloftið er lyktarlaust og ertir ekki slímhúð öndunarvega. Deyf- andi verkun glaðlofts á konur er mjög misjöfn sumum finnst þær ekk- ert gagn hafa af því en aðrar eru ánægðar. Algengast er að nota blönduna 50% glaðloft á móti 50% súrefni þó svo bæði sé hægt að auka og minnka þann skammt. Glaðloft hefur áhrif á önnur lyf sem gefin hafa verið s.s. petidin með þvi að auka verkun þeirra. En al- gengt er að kona sem fengið hefur petidin og phenergan reyni að notfæra sér glaðloftið. Einnig hefur gefið góða raun í sumum tilfellum að gefa eingöngu glaðloft og phenergan. Staðdeyfingar Carl Coller frá Vienna var fyrstur til að nota staðdeyfingar þegar hann skýrði frá deyfingaráhrifum cocains á auga árið 1884. Síðar það sama ár framkvæmdi William Stuart Halsted fyrstu „taugablockina” (mandibular) einnig með cocaine. Eftir þessar uppgötvanir ásamt staðdeyfiathugunum Schleich 1892, byrjuðu staðdeyfmgar að þróast. Staðdeyfingar eru allmikið notaðar, og hafa þær þann kost að um leið og þær hindra að boð fari um sársaukataugar, er hægt að nota þau til að gefa stöðuga verkjadeyfingu (epidural) í fæðingu. Staðdeyfilyf eru toxisk, sem fer eftir magni og concentration lyfs- ins, alvarlegastar eru verkanir á miðtaugakerfið. Þau lyf sem oftast TAFLA Öruggir skammtar af anaesthetics Lyf Án adrenalíns Með adrenalíni 1:200.000 Lignocaine 200 mg (20 ml af 1 %) Prilocaine 400 mg (40 ml af 1 %) Bupivacaine 125 mg (25 ml af 0,5%) 500 mg (50 ml af 1 %) 600 ing (60 ml af 1%) 125 mg (25 ml af 0,5%)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.