Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Síða 37

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Síða 37
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 77 eru notuð við staðdeyfingar hér eru: lignocaine (xyolcaine, lidocaine) og dupivacaine (marcain). Pnocaine (novocaine) er nú minna notað en oft áður, vegna þess að það virkar skemur og veldur minni verkja- stillandi áhrifum en t.d. lidocaine. Lidocaine er það staðdeyfilyf sem hvað mest er notað hérlendis nú til að staðdeyfa spöngina í fæðingu vegna þess að sé það notað í réttu magni (sjá töflu) er það bæði öruggt og áhrifarík lyf. Lidocaine er notað í styrkleikanum 1 % sé það notað sem staðdeyfmg í spöng í pudental eða paracervical block en hærri styrkleika má aldrei nota nema í t.d. epidural deyfingar. Lidocaine er bæði til með eða án adrenalins, þö svo að í fæðingum sé vanalega not- uð sú lausn sem er án þess. Adrenalin er æðaherpandi (vasoconstic- tor) og minnkar það blóðflæðið um þann stað sem stungið er í. Þetta hefur tvær mikilvægar afleiðingar, í fyrsta lagi er virkni lyfsins lengri vegna þess að staðdeyfingar frásogast hægar frá vefjunum og í öðru lagi eru líkindin fyrir því að fá fram eituráhrif hverfandi, því vegna þess hve hægt frásogið er eru gildi verkjalyfjanna í hringrás blóðsins ekki svo há. Adrenalinið hefur aftur á móti þann ókost að það dregur úr hríðunum og minnkar blóðstreymið um fylgju. Vegna samdrátt- anna sem verða í æðunum er því öruggast að nota sem minnst af adr- enalini. Aðurnefndar deyfingaraðferðir hafa líka sína ókosti og þarf því að hafa vakandi auga fyrir aukaverkunum þeirra sem koma helst í ljós eftir meiri háttar lyfjaskammta og eru þær helstu: 1. Almenn eitureinkenni frá miðtaugakerfi s.s. blóðþrýstingshækk- un, aukin spenna, óróleiki, skjálfti, krampar. 2. Einkenni frá blóðrásarkerfi s.s. blóðþrýstingsfall, sjokk, blæðing- ar, mar, sýking. 3. Fóstrið getur farið í bradycardi. Þessar aukaverkanir geta stafað af t.d. of stórum lyfjaskammti, lyf- inu sprautað i.f., lyfjaofnæmi, adrenalínverkun. Þar sem þessum deyfmgum er beitt er nauðsynlegt að hafa til staðar nauðsynlegan tækjabúnað og lyf, verði vart við fyrrnefndar aukaverkanir. (Heimild nr. 12. bls. 71-72). Pudental block Á II stigi fæðingarinnar stafar sársaukinn helst af þrýstingi í neðri hluta fæðingavegar. Taugaþræðir þaðan safnast í nervus pu- dendus, sem liggur um spina os ischii. Þessa taug (nervus pudendus)

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.