Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 45

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 45
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 85 Psychoprophylaxis Breski læknirinn dr. Grantly Dick Read opinberaði rannsóknir sín- ar og kenningar á árunum 1935—44 og voru þær grundvallaðar á því að verki eða sársauka í fæðingu væri fyrst og fremst að rekja til kvíða og spennu móður. Hann hélt því fram, að konur sem væru vel upp- lýstar um lífeðlisfræðilegar breytingar samfara meðgöngu og kynnu slökun og öndunartækni yrðu fullkomlega afslappaðar í fæðingunni og myndu finna lítinn eða engan sársauka. Hann fylgdist með frum- byggjakonum og uppgötvaði að margar af þeim virtust ekki upplifa fæðinguna sem sársaukafulla. Þetta kallaði hann „eðlilega fæðingu” (natural childbirth) og trúði því að þessar konur finndu ekki til ótta í fæðingunni öfugt við kynsystur þeirra í þróuðu löndunum. Niður- staða hans var því sú að rólegri konu í jafnvægi og óhræddri gekk bet- ur að fæða en konu sem var óttaslegin einhverra hluta vegna. Síðar eða um 1956 kynnir maður að nafni Lamarze sína aðferð eða kenningar við fæðingu barns, sem lúta að því að fæðing sé eðlilegt, náttúrulegt, lífeðlisfræðilegt ferli og að sársauka megi minnka með viðeigandi þjálfun í öndun og andlegum stuðningi. Þessi aðferð bygg- ir á skilyrtum viðbrögðum og kom hún fyrst fram í Rússlandi og er kennd við lífeðlisfræðinginn Ivan Pavlo (4. bls. 364 og 6. bls. 73). I Ameríku hafa verið settar upp sérstakar ,,Lamarze stöðvar” (Am- erican Society for Psychoprophylaxis in Obstetrics, Inc. = ASPO/Lamarze), sem þjálfa verðandi foreldra fyrir væntanlegt for- eldrahlutverk, þ.e. undirbúningur í meðgöngu fyrir fæðinguna sam- kvæmt kenningum Lamarze. Þessi samtök/stöðvar hófu útgáfu tímarits fyrir verðandi foreldra 1983 og er þessi samantekt aðallega byggð á greinum úr einu slíku blaði. Meðganga er spennandi tími uppgötvana og lærdóms. Meðganga er tími breytinga í líkama konunnar, tilfmninga, lífsvenja, sjálfs- ímyndar og tengsla við annað fólk. Að vænta barns getur einnig verið tími kvíða og ótta, kvíða fyrir fæðingunni sjálfri og ótta við að ekki sé allt í lagi með barnið. Flestir foreldrar bregðast við væntanlegu for- eldrahlutverki þannig að þeir viða að sér eins miklum upplýsingum og þeir geta um meðgönguna og fæðinguna. Heilsugæslustöðvar hér á landi og Kvennadeild Landspítalans halda námskeið þ.e. foreldra- fræðslunámskeið, sem uppbyggð eru að nokkru leyti í anda Lamarze, þ.e. þar er kennd öndunartækni og slökun ásamt fræðslu um allt er lít- ur að meðgöngu og fæðingu. Þekking á því hvernig fæðing fer fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.