Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Síða 53

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1988, Síða 53
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 93 ast konunni og förunaut hennar, segir Gabriella Bering-Liisberg. Lin- un sársaukans kemur greinilega fram innan þriggja stundarQórðunga. Konan er látin merkja sársaukastigið inn á skala fyrir aðgerðina og aftur eftir 45 mínútur. Ekki má draga íjöður yfir hin sálrænu áhrif svæðisuddsins sem eru í því fólgin að einstaklingur veitir konunni mikla athygli og umönn- un, og almennt líkar konunum svæðisnuddið vel. Ef engar hríðir eru byrjaðar tveim tímum eftir að fósturvatn er far- ið er tekið til við svæðisnudd. Ef engum árangri er náð eftir íjóra tíma er sett upp syntocinon-dreypilyf. Gabriella Bering-Liisberg veit einnig um dæmi konu sem var að fæða í annað sinn. í fyrra sinnið var barnið tekið með keisaraskurði vegna hríðakrampa. I fyrstu virtist seinni fæðingin ætla að ganga eins fyrir sig, byrjaði með tíðum og ofsafengnum hríðum. Konan bað um að svæðisnudd yrði prófað og 45 mínútum síðar voru hríðir orðnar eðlilegar og fæðingin gekk eðlilega fyrir sig úr því. Engin eiginleg tilraun til gangsetningar hefur enn verið gerð þar sem það heyrir til undantekninga á bæjarsjúkrahúsinu að fæðingum sé komið af stað. í þeim tilvikum þar sem svæðisnuddi er beitt fylla ljósmæðurnar út sérstakt eyðublað með upplýsingum um gang fæðingarinnar svo sem

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.