Freyr - 01.01.1919, Page 7
Um búnadarfjelagsskapinn
i.
Með búnaðarfjelag3skapnum er hjer sérstak-
lega átt við búnaðarfélögin i sveitunum eða
jarðabótafjelögin öðru nafni, og kynbótafjelögin
eða þann fjelagsskap, sem miðar að því, að
bæta búfjárræktina.
Búnaðarsamböndin eru verulegur þáttur í
búnaðarfjelagsstarfseminni. Búnaðarfjelögin i
sveitunum eru að nokkru leyti undirstaða sam-
bandanna. Samböndin eru með öðrum orðum
sambandsfjelög eins og nöfn þeirra flestra benda
til. En hitt er vitanlegt, að nokkur búnaðar-
fjelög eru utan sambandanna, sem þó ekki ætti
að eiga sjer stað, úr því að til sambandanna
hefir verið stofnað á annað borð.
Það er nú eigi tilgangur minn, að rekja hjer
til rótar búnaðarfjelagsskapinn í sveitunum, held-
ur hitt, að athuga nokkur fyrirkomulagsatriði
i þessum fjelagsskap og fjelagsstarfsemi.
Starfandi búnaðarfjelagsskapur í sveitunum
eru búnaðarfjelögin, ásamt Búnaðarsamböndun-
um, nautgripafjelögin, hrossaræktunarfjelögin
og fjárræktarfjelögin. — Svo má ennfremur
nefua þau fjelög eða þá fjelagsstarfsemi, sem í
ynsta eðli sínu er samvinnufjelagsskapur, en það
eru sláturfjelögin, smjörbúin og kaupfjelögin.
Um þennan fjelagsskap — hin eiginlegu
samvinnufjelög — verður ekki rætt hjer að þessu
sinni. Eg hafði hugsað mjer, að gera það við
annað tækifæri, ef llf og timi leyfa.
Búnaðar- og jarðræktarfjelögin, sem hafa
sett sjer lög og stjórn, munu vera um 170 alls.
Af þessum fjelögum sendu 159 stjórnarráðinu
1917, skýrslur um jarðarbætur sfnar unnar ár-
in 1915 og 1916. Hin fjelögin, er ekki sendu
skýrslu, munu annaðhvort ekki hafa unnið neitt
að jarðabótum þessi árin, eða þá svo lítið, að
ekki hefir þótt taka því, að mæla jarðarbæt-
urnar eða senda skýrslur um þær.
Nautgripafjelögin eru eða voru árið sem
leið, 35, hrossaræktarfjelögin 11 og fjárræktar-
fjelögin að eins þrjú.
Raddir hafa heyrst um það, að þessi bún-
aðarfjelagsskapur væri sundurleitur og í mol-
um, og að vinna ætti að þvi, að sameina þessi
fjelög i hverri sveit og gera úr þeim fjelag með
einni og sömu stjórn. Um þetta var meðal
annars rætt á búnaðarnámsskeiðinu á Hvann-
eyri 1916. Yirtust skoðanir manna þar mjög
skiftar um þetta atriði. Enda auðheyrt á um-
ræðunum, að margir hefðu ekki gert sjer grein
fyrir, hver áhrif þessi breyting eða þetta skipu-
lag mundi hafa í för með sjer. — En þeir sem
þessu halda fram telja, að þá verði fjelags-
skapnum betur borgið og meiri framkvæmdum
til leiðar komið. En það er mjög vafasöm á-
lyktun, og verður vikið að þvi síðar.
í Ársriti Búnaðarsambands Austurlands
1916—1917 er ritgerð um búnaðarfjelagsskap-
inn á íslandi eftir Benedikt G. Blóndal, fyrver-