Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1919, Page 9

Freyr - 01.01.1919, Page 9
FREYR. 3 Með þessu skipulagi er ætlast til að íá samræmi í allan fjelagsskap, lög ijelaganna, regl- ur og störf, svo að úr því verði ein samfeld skipulagsheild eða kerfi, og hefir það sína kosti. Eins og sjá má af þessum útdrætti úr tillögum stjórnar Búnaðarsambands Austurlands er aðaliherzlan lögð á skipulagið. JÞungamiðj- an í tillögunum þetta, að koma öllum fjelags- ekap i sveitunum, hverju nafni sem nefnist í eitt, þannig, að allar hinar óliku starfsgreinar hinna ýmsu fjelaga hverfi undir ein og sömu Jög i hverri sveit, og sömu stjórn. Og þessi fjelög sem ætlast er til, að verði, — á pappírn- um — steypt sem mest i sama mótinu, nefn- ast búnaðarfjelög. Tilgangurinn með þessu skipulagi mun eiga að vera helst sá, að auka áhugann í fje- lagslifinu, örf'a framtakssemi og gera meira en nú er gert til umbóta landbúnaðinum. Ætlast mun og til þess, að þetta íýrirkomulag tryggi það, að hægra verði að útvega hæfa menn i stjórnarnefndir fjelaganna. Það sje að sjálf- sögðu auðveldara að fá valda raenn til þess að stjórna einu fjelagi innan sveitar en mörguro — Og þetta virðist i fljótu bragði all-sennilegt. „Tillögurnar11 virðast yfirleitt áferðarfallegar, en hvernig þær mundu reynast í framkvæmd inni er annað mál. III. Þar sem nú að þetta mál er komið á dag- skrá, virðist nokkur ástæða til, að á það sje litið frá fieiri hliðum. Enda hygg eg það þurfi at- hugunar við, áður en þvi er ráðið til lykta á þeim grnndvelli, sem að íraman greinir. Það er óneitanlega þarft og gott verk, að samræma svo sem ástæður og staðhættir leyfa, lög og reglur sjerfjelaganna. Um það geta senni- lega allir orðið á eitt mál sáttir. Búnaðarfé- lögin ættu að hafa samhljóða ákvæði f lögum sínum, bæði um stjórn, árstillög og annað fleira er máli skiftir. Þannig er því og varið um nautgripajfelögin. Lög þeirra eru eins i öllum aðalatriðura. Og svo á það að veia um fjelög sem eru í eðli sinu samstæð og vinna að sama hlutverki. — Um smjörbúin er hið sama að segja. Lög þeirra flestra eru samhljóða, og á sömu bókina lærð. Svipað er að segja um flest kaupfjelögin. Þetta er nauðsynlegt og sjálfsagt til þess að samræmið geti orðið sem mest í skipun og starfi þessara fjelagsflokka, hvers fýrir sig. Kaupljelögin hafa einnig komið á sambandi sín í milli, þó að öll kauptjelög hafi enn ekki gengið í sambandið. Og smjörbúin á Suður- landi hafa stofnað til sambands, er nefnist „Smjörbúsamband Suðurlands11. En um hitt, að sameina öll fjelög innan hverrar sveitar, — búnsðartjelagið, fóðurtrygg- rngarfjelagið, nautgripafjelagið, hrossaræktarfje- lagið, smjöibúið, o. s. frv.. — í eitt og undir eina og sömu stjórn, það er að mínu áliti ógern- iogur, enda mundi það ekki leiða til neinnrar blessunar eða aukinna framkvæmda. Slíkur fjelagsskapur yrði sennilega óviðráðanlegt bákn, og ditti þar af feiðandi í mola þá minnst von- um varði, Auk þessa yrði lítt kleyft vlða að koma þessari samsteypu við, vegna mismunandi stað- arhátta i sveitunum, og ýmsra aunara atvika, er hlytu að hafa sín áhrit á þetta mál. Aður er minst á það, að auðveldara muni að fá hæfa menn til þess að stjórna einu fje- lagi en mörgum. En það er all-vafasamt, hvort svo er í raun og veru. — Eg tel, að það sje að minnsta kosti jafnauðvelt og auðveldara að fá skipaða hæfa menn í stjórn hvers fjelags, þar sem fjelagsskapurinn er greindur í sundur eítir viðfangsefnum. — Þessi maður hefir áhuga á jarðrækt, og vill beita sjer fyrir þeim mál- um, er að henni lúta. En hann hefir litinn áhuga á kynbótum, og lætur þau mál lítt til

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.