Freyr - 01.01.1919, Side 18
12
i'REYR
Skálm og Hólmsá leiddi það, að ógurlegur
vöxtur hljóp í Kúðafljót. Elæddi það yfir
bakka sina og nærliggjandi löud, og skemdi
eða eyðilagði nokkrar jarðir, Sanda í Meðal-
landi, Sandasel og Melhól. Eióðið reyf með
sjer hvað sem fyrir var, og fórust i því bæði
hross og sauðfje frá þessum bæjum.
Eins gerði vatnsflóðið mikið tjón í Álfta-
verinu, eyðilagði þar miklar engjar tiiheyrandi
Jórvíkurhryggjura, Holti og fleiri bæjum.
Aska fjell mikil, og hennar varð vart nálega
um land alt. En mest tjón varð af öskufall-
inu i Skaftártungunni, Álftaverinu, Meðalland-
inu, Út-Síðunni, Austur-Mýrdalnum og i upp-
sveitum Rangárvallasýslu. Lítur helst úc íyr-
ir, að næstum hálf Skaftártungan fari af, og
leggist i eyði. Og allar jarðirnar í þeirri sveit
eru meira og minna stórskemdar.
Að öðru leyti skal hjer ekki rætt frekar
um þetta stórfelda gos úr Kötlu, en vísa hjer
til stórfróðlegra ritgerða um það i blaðinu
„Fiónu (I. árg. 1918, tölubl. 44—46) eftir Gísla
hreppstjóra Magnússon, i Norður-Hjáleigu í
Álftaveri, og í “ísafoldu (XLY. árg. 1918,
tölubl. 56) eftir Kjartan Magnússon i Hjörleifs-
höfða.
í nóvember og desembermánuðunum gekk
skæð kvefpest (,.influensa“) um alt Suðurland
að Jökulsá á Sólheimasandi, ogVestfirði. Einna
skæðust var veikin i Reykjavík, um Árnes-
sýslu, einkum í Elóanum, utanveðri Rangár-
vallasýslu og sumstaðar á Vestfjörðum. Dóu
margir úr henni, og flest fólk á besta aldri.
Áttu margir um sárt að binda. í Reykjavík
munu hafa dáið úr veikinni um 260 manns, í
Árnessýslu um 50, i Rangárvallasýslu um 20,
o. s. frv. — Að veikin barst ekki út meira en
þetta, var að þakka sóttvarnarráðstöfunum, er
gerðar voru á síðustu stund. Gísli sýslumað-
ur Sveinsson í Vík, reið þar fyrstur á vaðið,
og bannaði allar samgöngur við sitt hjerað, og
tókst að verja það. Ýms önnur hjeruð, þar
sem veikin enn var ekki komin, fylgdu dæmi
hans, og tókst þannig að hindra útbreiðalu
hennar.
Um verslunina er svipað að segja og árið
næsta á undan. — Dýrtíðin enn þá meiri og
tilfinnanlegri, og verð á útlendri vöru fór sí-
felt hækkandi.
Útsöluverö á halstu vörutegundum í Reykja-
vik i snmar er leið var þetta:
Rúgmjöl (100) kg..................63 kr.
Haframjöl — 45 —
Hveiti — (besta teguud) 80 —
Hrísgrjón — 106 —
Maismjöl — 74 —
Bankabygg — 72 —
Kol smálest .................... 325 —
Sykur 35 kg.......................51 —
— í smásölu .............kr. 1,50
Kaffi 1 kg....................— 2,20
Salt — ..........— 0,35
Út um land í kauptúnum var útsöluverð-
ið víðasthvar hærra. Sem dæmi má nefna, að
það átti sjer stað víðar en á einum stað, að
rúgmjöl kostaði 80 kr. 100 kg.. haframjöl 116
kr., hveiti 120 kr., sykur kr. 1,80 kg., o. s. frv.
Verðhækkunin á ýmsum vörum frá því ár-
ið 1914 nam, samkvæmt þvi sem Hagtíðindin
segja, miðað við smásölu i Reykjavík 1918, því
sem hjer segir:
Rúgmjöl ......................... 253 °/0
Hveiti........................... 268 —
Bankabyggsmjöl ...................231 —
Hrisgrjón.........................281 —
Haframjöl........................ 209 —
Baunir um ....................... 400 —
Kartöflur........................ 325 —
Hvítasykur .......................181 —
Kaffi ............................ 58 —
Smjörlíki........................ 283 —
Matarsalt........................ 306 —