Freyr - 01.01.1919, Blaðsíða 10
4
FREYR.
SÍd taka. En svo er það annar, sem vill offra
sjer og vinnu sinni í það að koraa á umbótum,
t. d. í sauðfjárrækt eða hrossarækt en lætur
sig minna skifta önnur framfaramál sveitar-
innar. Og svona mætti halda áfram að telja.
Ef öllum fjelagsskap í sveitunum ætti að
steypa saman í eitt, þá yrði miklu erfiðara en
ella að fá góða menn til að stjórna þeim fje-
lagsskap. Ef nokkur mynd ætti að vera á
stjórn íslíku fjelagi þá tæki það mikinn tíira.
£>eir menn er skipuðu stjórnina, yrðu að verja
mörgum stundum og dögum til ferðalaga og
annara starfa, sem sýslunin hefði óumflyjan-
lega í íör með sjer. Og mjer er nær að ætla,
að enginn maður mundi fást til þess, tiJ lengd-
ar, að vera i stjórn sliks fjelags, nema þá fyr-
ir ærna borgun. — En lendi þeir menn í stjórn,
sem skortir áhuga og hæfileika eða er þving-
að til þess nauðugum, þá er úti um fjelags-
skapinn. Þetta gildir vitanlega gagnvart öll-
um fjelagsskap, hvort sem hann er stór og viða-
mikill eða lítill og einfaldur. En áhættan er
margfalt meiri þegar um umfangsmikinn fjelags-
skap er að ræða. Vandi fylgir vegsemd hverri.
Með þvi að greinaí sundur fjelagsskapinn
eftir viðfangsefnum og tilgangi, þá er hægra
að velja menn í stjórnir eftir hæfileikum hvers
eins, áhuga þeirra og starfsþoli. Er þá feng-
in um leið meiri trygging fyrir því, að stjórn-
semin fari vel úr hendi. Ef fjelagsskapur er
geiður um hverja aðalstarfsgrein landbúnaðar-
ins, þá skiftast stjórnarstörfin niður á fleiri
menn. iÞað á sjer þá stað einskonar verka-
skifting, sem er meira og minna við hæfi hvers
eins. Við þetta, að stjórnarstörfunum er dreift,
komast fleiri í stjórnarnefndir en ella. En það
hefir aftur þau áhrif, að fleiri og færri menn
innan hverrar sveitar eru á þennan hátt gerð-
ir leint iduitakandi í fjelagsstörfunum. Og það
eykur áhugann og glæðir starfshvötina.
Margháttaður félagsskapur hefir það í för
með sjer vanalega, aðfleiri fundir eru haldnir
meun koma oftar saman. Vitanlega geta hin
ýmsu félög innan sveitar sameinað sig um
fund eða fundi og gera það stundum, einkum
þar sem langt er á milli bæja og erfitt um
samgöngur, og gefst það oft vel.
Biskupstungnamenn gera það t. d. stund-
um, að sameina fundi allra eða flestra félags-
stofnananna í sveitinni að haustinu eða fyrri
part vetrar i eimn fund, til þess að spara mönn-
um margar og langar ferðir. Sveitin er með
erfiðustu sveitum landsins til samgangna, langt
á milli bæja og stórt vatnsfall — Tungufljót
klífur hana eftir endilöngu. - - Eorstjórar hinna
ýmsu fjelaga komu sjer saman um stað og stund
til funda-haldsins, og er staðurinn vanalega
þingstaður hreppsins.
Eyrsti fjelagsfundurinn hefst tíðast að nóni
Svo er funduuum haldið áfram daginn út, og
næstu nótt og fram á næsta dag. Og þeir
sem eiga langt til sóknar, komast oft ekki
heim að kveldi þess dags er fundunum lauk,
einkum ef eitthvað er að veðri. Ferðin tekur
þá minst 2 sólarhringa.
Þetta hefir reynst vel. Menn sitja fund-
ina rólegir, og flestir eru á öllum funduDum,
enda eru margir fjelagar í fleiru en einu fjelagi.
Þó að langur tími fari í alla tundina, þá
eru menn við því búnir. En athyglin helst
vakandi, þvi sífelt eru „aktaskifti11 og tilbreyt-
ing. Þegar þessum fundinum lýkur, þá hefst
hinn, og einlægt er eitthvað nýtt á ferðinni.
IV.
Hjer að framan hefir nú verið vikið að stjórn-
arskipuninni í fjelögunum, oghver áhrif það mundi
hafa í þessu efni, að fjelögunum yrði steypt
saman í eitt. — En hjer er á fleira að líta.
Þegar ætti að fara að framkvæma eða
starfrækja þennan samsteypufjelagsskap, jafn-
mörg viðfaDgsefni sem þar hlytu að koma til