Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1919, Qupperneq 19

Freyr - 01.01.1919, Qupperneq 19
PEEYE. 13 Sódi........................... 1000 % Steinolía ...................... 233 — Kol............................ 1030 — Af inolendum vörum hefir smjör hækkaÖ í verði, kjöt lítið eitt, en ullin alls ekkert. Verð á smjöri, sem bændur hafa selt í Keykja- vík þetta ár, hefir verið kringum 6 kr. kílóið. Mjólk sem seld eríbæjum og kauptúnum, hef- ur hækkað mjög. Verðið á henní hefur verið í Reykjavík nú um skeið 80 aura lítirinn. Það, hvað ulliu er í lágu verði móts við aðrar vörur, og yfirhöfuð, hvað verðið á land- búnaðarafurðam hefir lítið hækkað, stafar af „ ensku samninguuum“ sem aldrei hafa verið jafn böivaðir og þetta ár. Telst fróðum mönn. um svo til, að landið í heild sinni liafi skaðast á þeirn um 25 — 30 miljónir króna, miðao við það, að landsmenu hefðu getað eða mátt selja Vörurnar — fisk, kjöt, ull, gærur o. fl. — JÞang- að sem best mundi hafa verið gefið fyrrir þær eða á frjálsan hátt. Þuð munar um minna. Hinsvegar hefir verð á skepnum verið hátt manna á milli. Kýr kostuðu í vor er leið 400—500 kr. og brúkunarhestar svipað. Einn- ig var hátt verð á ám á uppboðum, um 60 kr. ærin og sumstaðar enn hærra. Álitlegir stóðhestar kostuðu800—1200 kr. og reiðhestar 1000—1500 kr. — Um 1000 hross voru seld til Danmerkur þetta ár. Kaup vinnutólks og verkafólks hækkar stöðugt. Kaupamönnum var goldið í sumar 40—60 kr. og kaupakonum 18—25 kr. um vikuna. Um kynbotafjdögin er það að segja, að í byrjun ársins voru 35 starfandi nautgripafje- lög með um 3000 kýr fullmjólkandi, en ná- lægt 3300 kúm alls. — Hrossarœktarfjelögin eru 11, sauðfjárkynbótabúin 6 og fjárræktar- fjelög 3. Hjeraðssúningar á hrossum voru haldnar fjórar, að Deildartngu í Borgarfjarðarsýslu 15. júni, að Skildi i Snæfellsnessýslu 25. s. m., að Skerðingsstaðarjett i Dalasýslu 29. s. m., og að Þjórsártúni fyrir Ámessýslu og Rangárvalla 8. júlí. — Sýningarnar voru fremur vel sóttar, og hrossin, einkum sumir hestarnir, gjörfuleg- ir og góðir gripir. Hrútasýningar voru haldnar í haust um Húnavatnssýslu og innan Búnaðarsambands Borgarfjarðar og Búnaðarsambands Kjalarness- þings. Smjörbúin sem störfuðu í sumar, voru að- eins 12, og flest stuttan tíma. Smjörið eða mestur hluti þess var seldur í Reykjavík. Búnaðarskólinn á Eiðum, sem stofnaður var 1883, og hefur þannig starfað í 35 ár, hætti starfsemi sinni í vor. Verður þar nú sú breyting á, að búnaðarskólinn leggst niður, en Dæsta haust tekur til starfa á Eiðum alþýðu- skóli, samkvæmt lögum frá Alþingi 1917. Metúsalem Stefánsson, sem var þar búnað- arskólastjóri, er nú ráðunautur Búnaðarsam- bands Austurh, því að Benedikt búfræðiskand. Blöndal sagði þeim starfa lausum í sumar. Af bókum um landbúnað komu út, eins og að undanfömu, Ársrit Ræktunarfjelags Norð- urlands, 14.—15. árg., Búnaðarxitið 32. árg., Dýraverndarinn 4. árg., Freyr 15. árg., og Tbna- rit íslenskra samvinnufjelaga, 12. árg. — Auk þessara rita kom út Arsrit Búnaðarsambands Austurlands 1916—1917, Mjólkurfrœði eftir Gísla Guðmundsson deildarstjóra á rannsóknarstofu Islands, Skýrsla um Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal 1916—1917, og annað hefti þriðja bindis af Lýsing íslands eftir dr. Þorv. Thor- oddsen. Ræðir þetta hefti um jarðabætur, framræslu og áveitu, selfarir o. fi. Loks má nefna rit „ Um fiskiklaku eftir Guðm. Davíðsson skógræktarmaun og kennara. Er þar lýst aðferð að búa til fiskitjarnir og ala upp fiska, einkum urriða og lax.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.