Freyr - 01.01.1919, Síða 14
8
FREYE.
Jan.: Eebr.: Marz:
Stykkishólmur 26.0° C. 22,6° C. 25,0° C.
Siglufjrður 29h ~ 26,4 — 36,, —
Valþjófsstaður 28,, - 23,, - 29,4 -
Eyrarbakki 20,4 - 17,. - 24,B -
Reykjavík 20„ - 17,o - 22u -
Heyrt hefi jeg kunnuga menn segja, að upp-
lýsingarnar um írosthæðina í Reykjavík muni
ekki vera svo ábyggilegar sem skyldi, vegna
þess, að írostmælirinn hafi verið á þeim stað,
er hann gat orðið fyrir hitaáhrifum. Prostið
muni hafa verið með öðrum orðum meira en
skýrslan greinir. Að öðru leyti hefi jeg gam-
an af að tilfæra hjer það, sem segir í „Frjett-
um frá íslandi11 frá árununi 1880 —1881, um
„frostaveturinn mikla“ til samanburðar við tið-
arfarið veturinn 1917 —18. Munu menn sjá
af því, að sá vetur (1880-81) var harður í
horn að taka, og enn harðari en síðastliðinn
vetur.
„Um jólin voru frost mikil á Norðurlandi,
stundum um 24 stig á R. (30° C), en á Suð-
urlandi 12—15 stig (15—19° C.). Milli jóla
og nýárs voru einlægir norðanstormar og hríð-
ar, og rak þá inn hafþök af ís fyrir öllu Norð-
urlandi. Á gamlárskveld gerði blota lítinn, en
gekk upp í frost og hríð um nóttina, svo hin-
ar litlu snapir, er voru á einstöku stöðum til,
huldust alveg óvinnandi gaddbrynju, sem engin
skepna gat á unnið.
Á nýársdag var komin snjóhrið . . .
og gekk á því fram á þrettánda. Þá gerði
hláku með ofsaveðri miklu, en litlum hlýind-
um, og stóð hún til hins 9. og voru menn þá
farnir að vona góðs bata. En með kvedi hins
9. sneri við blaðinu og kom ofsaleg norðan-
hríð um alt Norðurland og Yestfjörðu, en
minna varð af því syðra og eystra. Með hrið-
um þessum fylti hafísinn hverja vik og hvern
vog, og fraus allur saman i eina hellu, því að
frostin voru áköf. Nú gekk eigi á öðru lang-
an tima en rotalausum byljum og stórhriðum
á norðan 3 og 4 daga i einu, og birti jafnan
upp svo sem einn eða tvo daga i milli. Erost-
ið var að jafnaði 18—24 stig R. (21 ‘/2—30° C.)
nyrðra, en 12—18 (15—221/,,0 C.) syðra. Eann-
kyngja kom afarmikil nyrðra en á Suðurlandi
var hún minni, en stormarnir og gaddviðrin
litlu betri. Um miðjan janúarmánuð var Eaxa-
flói orðinn lagður langt út fyrir eyjar, var þá
gengið yfir Hvammsijörð og af Akranesi til
Reykjavikar, og á land úr Elatey á Breiðafirði.
Stóð svo til 15. febrúar. Mest og voðalegast
var aftakaveður það, er gerði á norðvestan að
kveldi hins 29. janúarmánaðar og hjelst alt til
hins 31. Varð þá víða nyrðra eigi farið í fjár-
hús eða beitarhús, þar sem þau voru nokkuð
langt frá bæjuin, enda var þá eigi öllum fært
að fara út, fyrir harðneskju sakir, því að þá
var 27—30 st. frost á R. (33„ -37,5° C.) um
alt Norðurland. Veður þetta gerði viða hinn
mesta skaoa . . . og sem dæmi þess, hve
snöggbyljað veður þetta hefir verið, má nefna,
að veðrið tók miðbik úr gaddfreðnu heyi á
bæ einum á Barðaströnd, og stóðu endarnir
óskertir. . . Svotókuppnýbygðatimburkirkju
á Núpi í Dýrafirði, hóf hana í háa loft, og
mölbraut alla er niður kom, svo að varla mátti
finna eina fjöl óbrotna. . . Þá varð og slikt
grjótflugí Arnarfirði, að jarðir biðu stór skaða
af. í veðri þessu fórst og póstskipið Eönix.
. . . 15. dag febrúarmánaðar hlánaði og
stóð góð hláka i 2 daga og leysti þá Faxa-
flóa og grynti nokkuð á mestu fannfergjunni
nyðra, en óðara var aftur snúið í norðanösku-
byl með 20 st. frosti R. (25° C.). Var nú lik-
ast þvi, sem veturinn væri fyrst að byrja nyðra,
því að nú linti aldrei sífeldum dimmviðrum
með áköfum fannkomum, og frostið jafnan yfir
20 st. R. Var í mars komin slík fannkyngji,
að elstu menn mundu eigi aðra slika í vestur-
sýslum Norðanlands. — Eftir því sem áleið