Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1919, Qupperneq 15

Freyr - 01.01.1919, Qupperneq 15
PREYR 9 hörnuðu hörkurnar siíelt meira og meira og voru daglega síðustu dagana í marz um 30 at. R. (37.6° C.) og einn daginn voru 37 st. E.. (full 46° C.) á Siglufirði, en 30—33 st. R. (37,5— 40° C.) inn i sveitunum. Þá var mældur lag- isinn á Akureyrarhöfn og mældist hann nærri 3. álna þykkur. I aprílbyrjun tók að svía til og koma hæg hlýviðri með 7- 11 st. hita, og hjels það allan þann mánuð út og mestallan maímánuð. Haíísinn fór i miðjum maí . . . Um sumarmál gerði góða tíð. Mátti svo að orði kveða, að sumar kæmi með sumri. Uór þá lagísinn að leysa af fjörðum og vogum smátt og smátt. Þá var Hvammsfjörður enn fullur af lagís út undir Staðarfell og Gilsíjörð- ur út eftir öllu. Sama var að segja um flesta firðina þar vestur eítir, alla leið að Vatnsfirði á Barðaströnd. Þá var is einnig á Eyjafirði, út lyrir Hjalteyri, og út undir Laufás að sunn- anverðu. Þessi góða tið hjelst fram að hvítasunnu, i 5. viku sumars, eða þar til seint í mai. Kom á þessum tíma nokkur gróður og bjargaði það fjenaði manna, því að flestir voru að verða heylitlir og heylausir, er tíðin batnaði um sum- armálin. — En upp úr hvítasunnunni eða eftir 20. maí kólnaði aftur og gerði þá kulda og frost um nætur. Hætti þá að spretta. Það litið sem hafði sprottið, visnaði, og jörðina kól. Hjelst þessi kuldaveðrátta, þurkar og stormar syðra og vestra en þokur og kuldasúld nyðra — fram eftir öllu eða fram yfir miðjan júli-mán- uð. — Afleiðingin af þessari kulda og þyrk- ingsveðráttu var voðalegur grasbrestur, álíka eða engu minni en sumarið 1881. — Túnin afskaplega kalin og víða svo að segja gras- laus. Svipað að segja um valllendi en mýr- lendi betra. Langverst var sprottið i þurka og harðlendissveitunum. Þar var jörðin bæði kalin, og hinsvegar ekkert upp úr því, sem áleist að vera ókalið. Einna stórkostlegastur varð grasbrestur- inn, meðal annars í Landmannahreppi i Rang- árvallasýslu og Eangárvöllum ofanverðum, Skaftártungunni í V.-Skaftafellssýslu, ofanverðri Árnessýslu og Borgarfirði, sjerstaklega þó i Norðurárdalnum og víðar. Einnig var afskap- legt grasleysi á öllum eða flestum eyjunum á Breiðafirði og víðar. — Á Vestfjörðum var og afarilla sprottið, og eins á Skagaströnd og flestum útnesjum. — Alt valllendi og barðlendi var eyðilagt. — Hinsvegar voru raklendar engjar víða þolanlegar, og áveitur sem höfðu legið uudir vatni að vetrinum, og höfðu nœgilegt vatn frameftir vorinu, spruttu scemilega. Vegna sneggju og grasleysis byrjaði slátt- ur seint. Báru samt flestir niður 18—28. júli eða í 13. og 14. viku sumars. Byrjuðu svo að segja allir fyrst að slá utantúns, þvi að túnin voru víða um það leyti sem byrjað var, tæp- ast Ijáberandi, og sumstaðar alls ekki það. — Þingeyingar byrjuðu á því að slá lauf á heið- um uppi, og fengu sumir 60—100 hesta af laufheyi. Viða nm Vesturland — N.-ísafjarð arsýslu og Strandasýslu — og eins í Húna vatnssýslu byrjuðu menn heyskap í brok- og forarflóum uppi á heiðum og hálsum, þar sem ella er aldrei ljáborið. í utanverðri Rangárvallasýslu sóttu menn heyskap í Safamýri. Um eitt skeið var þar við heyskap fólk frá rúmum 20 búendum öðr- um en þeim, sem þar eiga slægjur. Margir sóttu heyskap i Odda-flóð og Ölfusforir. Á Mikluvatnsmýri i Elóa — áveitu úr Þjórsá — var stundaður heyskapur frá 15 búendum í Gnúpverjahreppi. Voru þar að verki um mán- aðartíma 40—50 manns. Heyjuðu þeir um 2000 hesta. Heyið var flutt að Ragnheiðar- stöðum, þvi að ógerningur var að flytja það alla leið upp i Gnúpverjahrepp 1- 2 dagleiðir

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.