Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1919, Qupperneq 20

Freyr - 01.01.1919, Qupperneq 20
14 FRE ¥ít. Skal hjer dú staðar numið, enda er þetta yfirlit yfir 1918 orðið lengra en til var ætlast. — Óskar svo Freyr lesendum sínum árs og friðar. SigurSur Sigurðsson. m Kýrnar og síldin. Allmargir hafa dú upp á síðkastið spurt mig á þessa leið: 1. Hvernig stendur á því að mjólkin er fituminni síðan farið var að gefa kúnum síld? 2. Hvernig stendur á því að mjólkin skilst ver, og strokkast ver síðan farið var að gefa kúnum sild? l'yrri spurningunni get jeg ekki svarað. Eía jafnvel að það sje rjett, að mjólkin sje magrari af síldargjöfinni, því það stríðir alveg móti öllum erlendum tilraunum, um áhrif fóð- ursins á feitimagnið. Hitt er aftur eðlilegt, að feitin í rajólkinni sje önnur nú en venju- lega (öðruvisi samsett) og gæti jeg hugsað að það vilti mönnum sýn. En innlenda reynslan í vetur fullyrðir mjólkina magrari, og skýrslur eftirlitsfjelaganna henda á það sama undanfar- iu ár, þar sem lýsi var gefið. Þetta mál þyrfti þvi nákvæma rannsókn, og er það auðvitað Búnaðarfjelag Islands sera ætti að rannsaka það. En er nokkur von um að það fjelag geri það, eftir því sem lifsmörk þesa eru nú? Með „teoríum“ má útskýra þetta nokkuð, en þær eru ekki einhlýtar, enda skal jeg alveg sleppa þeim hjer að þessu sinni. Við seinni spurningunDÍ mátti altaf búast. Eins og fóðrið er nú alment, er eðlilegt að feitin í mjólkinni sje þannig að hún náist illa úr, og kemur það af því, að nú eru í smjör- feitinni efnasambönd, sem ekki eru í henni venjulega, því að hlutfóllin milli feitisalta feit• innar eru önnur nú en venjulega. Til þess samt að ná feitinni nokkurn veg- inn úr mjólkinni, ættu menn að skilja. mjólkina vel heita eða 35—45°. Kólní hún efdr að mjólkað er, verður að hita hana aftur áður en skilið er, til þess að hún skiljist vel. að hafa kalt í strokkinn, ekki heitara en en 12°, jafnvel 10° G. Með þessu má takast, sje ekki gefið því meira af síld, að ná feitinni nokkurn veginn úr mjólkinni, þó það nú sje verra en venju- ^ega. — Þó það sje ekki skilt þessu, þá vil jeg hjer geta þess, að eftir reynslu ýmsra, er óhætt að ætla síldina töluvert betri en hægt var að reikna út eftir efnasamsetning hennar, eða alt að þvi helmÍDgi betri en töðu. Þessi niður- staða þykir mjer undarleg og næsta útrúleg, en hún er fullyrt af mörgum. Sjálfum reynist mjer sild vart svona góð, en betri en jeg bjóst við og hafði reiknað út. Hjer er eitt af þvi marga sem býður úr- lausnar, eitt af því marga sem óljóst er en þarf skýringar og henDar góðrar, eitt af því marga sem bíður þess að Búnaöarfjelag ís- lands vakni af svefni sínum, og taki til að rannsaka innlenda búfræði. 10/1 1919. Páll Zóphómasson.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.