Freyr - 01.01.1919, Blaðsíða 12
6
FítEYR.
Árið igi8.
Ársins sem leið, 1918 verður lengi minst,
og ber margt til þess. Á því herrans ári
keimsóttu landið ýmsar þær „piágur“ sam fyr
og síðar hafa oft valdið þjóðinni þungra bú-
sifja, svo sem harðindi, hafís, grasleysi o. fl.
Dýrtíðin út af heimsófriðnum hjelt áfram og
magnaðist. Og undir lok ársins herjaði sum
hóruð landsins illkynjuð kvefpest, sem ýmist
var nefnd „Inflúensa" eða „Spanska veikin“
Hins vegar mun og þessa árs verða minst-
í sögunni sem merkisárs. Og það sem mestu
ræður, eða ollu um það, er þetta, að á árinu
tókust samningar milli Islendinga og Dana um
sambandsmálið, er leiddi til þess, að ísland
varð frjálst og fullvalda ríki í sambandi við
Danmörku um einn og sama konung. — Jafn-
framt þessu hefir landið einnig fengið sinn eig-
in siglingarfána o. s. frv.
Sambandslögin öðluðust gildi 1. des. 1918.
En þá er að víkja að árferðinu og ýmsu
öðru, er stendur í sambandi við landbúnaðinn.
Veturinn lagðist snemma að með harðind-
um, frosti og snjókomu, er hjeldust svo að segja
óslitið, fram yfir vetrarsólstöður. En þá kom
hláka er varaði fram yfir áramótin og leysti
þá nokkuð. En það varð skammgóður vermir,
því að 6. jan. eða 11. sunnudaginn í vetri rauk
upp með norðan garð og frosthörkur. Gerðu
þá ill harðindi og jarðbönn, er hjeldust hjer
sunnanlands rúmar 3 vikur, eða fram um miðj-
an vetur. Linuðu þá frostin hjer syðra og gerði
sæmilegt veður um tíma. En norðanlands,
austan og vestan stóðu látlaus harðindi, frost-
hörkur og hríðar fram að mið-þorra, eða fram
að miðjum febrúar. — Erostið var oft þennan
tíma meðan harðast var, íáO—30° C. Mest var
það sunnudaginn og mánudaginn 20—21. ja-
núar. í>á mun frostið í íteykjavík hafa orðið
25 stig á C. Dessa dagana var og frostið
mest á Akureyri 33 stig, ísafirði 28 stig, Sauð-
árkrók 34 stig, Borgarnesi 29 stig, Kolviðar-
hól 35 stig, Grímsstöðum á Pjöllum 36 3tig,
o. s. frv.
I þessu kasti lagði alla firði, vikur og
voga. Ytri höfnina í íteykjavík lagði þá alla
langt út fyrir eyjar og Kollafjörð upp að Kjal-
arnesi. Yfir höfuð lagði flesta firði og flóa
kringum alt land, manngengum og hestheldum
is. — Hafís rak þá einnig að landinu, og fraus
alt saman. Varð svo úr því ein íshella eða
ísbreiða fyrir öllu Norðurlandi og Austurlandi,
alla leið að Glet.tingsnesi, svo langt sem aug-
að eygði. Sá eigi út fyrir isinn af hæstu
fjöllum. — Skip frusu inni. Birnir gengu á
land í Núpasveit, Melrakkasljettu, Skagafirði og
Skagaströnd, og náðust nokkrir þeirra. Á
Látraströnd voru 90 höfrungar reknir í land
og drepnir. Hvalir sátu fastir í vökum í haf-
ísnum á Húnaflóa og víðar, og urðu mönnum
að bráð.
Innan fjarða og flóa ferðuðust menn um
ísinn þvert og endilangt. Þannig fóru inenn
með klifjaða hesta úr Flatey á Breiðafirði og
upp á Barðaströnd. Earið bæði gangandi og
ríðandí frá Arngerðareyri við ísafjarðardjúp
og alla leið út á Isafjörð. Allir Vestfirðir
gengir, langt út fyrir miðja firði. Eyjafjörður
lagður út fyrir Hrísey, o. s. frv.
I byrjun febrúar eða í annari vik'u Dorra
gerði hiáku hjer sunnanlands, og leysti þá mesta
snjóinn á láglendi. Anuarsstaðar varð lítið úr
hlákunni, en gerði gott veður um hríð. Erost-
laust var alveg um alt land, 9. og 10. febr.
og aftur 12—13. s. m. Tók þá hafísinn að
reka frá Austurlandinu.
lím miðjan febrúar eða í þriðju viku Dorra
gerði umhleypinga og verstu tið. Kingdi þá
niður miklum snjó og gerði jarðlaust. Voru