Freyr - 01.01.1919, Blaðsíða 11
FREYR.
5
greina, þá er hætfc við, að eitthvert járnið
hrynni i eldinum. Mönuum sem færast mikið
í fang eða hafa margt í takinu í einu, er oft
hrugðið um það, að eitt og annað af því verði
utundan og fari í handaskolum. Sama mundi
°g verða raunin á um samsteypufjelagsskap
þann, er hjer hefir verið rætt nm. Jafnvel
hvað vitur og góð sem fjelagsstjórnin væri, þá
gæti naumast hjá því farið að eitthvað af þeim
mörgu og ósamkynja viðfangsefnum sæti á
hakanum og færu í vanrækslu. í sérfjelögum
er miklu síður hætt við þessu. — Það liggur
i augum uppi.
Ekki er mjer kunnugt um, að verið sé að
keppa eftir þvi annarsstaðar, að sameina allan
sjer-fjelagsskap í eitfc. Þvert á móti.
í Danmörku t. d. er fjelagsskapurinn mjög
greindur i sundur. Þar eru sjerfjelög á öllum
aviðum landbúuaðarins, jarðræktarfjelög, kyn-
hótafjelög fyrir hverja búfjártegund, tilrauna-
fjelög o. s. frv. Samvinnufjelagsskapurinn er
einnig greindur i ótal sjerfjelög.
Sem sjerstakt dæmi um greining fjelags-
ekaparins þar skal eg nefna það, að starfssvið
nautgripafjelaganna, svo sem þvi er fyrirkomið
hjer á landi, er í Danmörku skift í tvennskon-
ar fjelög. Annarsvegar kynbótastarfsemin og
hinsvegar skýrsluhaldið. Utan um það er al-
veg sjerstakur fjelagsskapur, sem eru hin svo
nefndu eftirlitsfjelög (Kontrolforeninger)1). Og
sama er að segja um þessa eftirlitsstarfsemi
annarsstaðar, hæði á Norðurlöndum, í Þýska-
landi, Yesturheimi og víðar.
í Noregi er húnaðarfjelagsskapurinn að-
1) Ástœðan til þess, að nautgripafjelagastarf-
seminni er í Danmörku skift í tvent á þennan
hátt, er að öðru leyti meðal annars sú, að kyn-
bótafjelögin voru þar til löngu óður en eftirlitsfje-
lögin komu til sögunnar Kynbótafjelagsstarfsem-
in á kúpeningi hefst þar um 1850 1860, en fyrsta
eftirlitsfjleagið var stofnað þar 1895.
greindur i ótal sjerfjelög, svipað og í Danmörku.
Sama er að segja um England og Ameríku í
þessu efni.
Viðleitnin annarsstaðar virðist einmitt sú,
að greina sem mest í snndur fjelagsskapinn og
stofna sjerfjelög.
Með þes3um hætti telja fróðir menn, að
fjelagastarfsemin verði mest, og fjelagsskapnum
hezt borgið. Ennfremur sje með sjerfjelögunum
auðveldast að viðhalda áhuga almennings á
hinum ýmsu viðfangsefnum landbúnaðarins.
Og reynsla virðist benda til þess, og það oinn-
ig hjer á landi, að þessu sje svo varið í raun
og veru.
Hitt er algengt, að sjerfjelögin geri sam-
bönd sín í milli og myndi þannig sambands-
fjelög innan vissra landshluta, og fer vel á því.
Annars mætti benda á það í sambandi við
þetta mál, að ef farið væri að einskorða og
fjötra heilbrigðan sjer-fjelagsskap allan í eina
bendu með lagasetningum og rammskorðuðu
skipulagi, þá gæti svo farið, að úr því yrði
hálfgert eða algert ófrelsi. En þá mundi þessi
fjelagsskapur líða brátt undir lok, og hnekkja
um ófyrirsjáanlegan tíma öllum fjelagsskap,
sem kynni að verða stofnað til á ný.
Eða þá hitt, að samsteypu-skipulagið reynd-
ist hálfgert hrófatildur — spilaborg — sem
hrindi áður en við væri litið. Og væri þá
einnig ver farið en heima setið.
Lofum búnaðarfjelagsskapnum og samvinnu-
fjelögunum að þroskast sem bezt á þeim grund-
velli sem þegar er lagður og verið er að leggja.
Og hlúum að hverjum vísi til félagsstofnunar
og starfsemi innan landbúnaðarins sem miðar
að því að efla atvinnuvegina og fegra og bæta
lífið.
Sigurður Sigurðsson.