Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1919, Side 17

Freyr - 01.01.1919, Side 17
ÍREYR. 11 vikna skeið. En þá brá til úrkorau og rigndi mikið syðra, síðnstu sumarvikuna. Eítir vet- urnætur kólnaði á ný og gerði harðindi, er stóðu 2—3 vikur eða fram undir miðjan nó- vember. Varð þá nálega haglaust í uppsveit- um Arnessýslu og Rangárvalla, og eins fram til dala í Borgarfirði. Tóku sumir fje í hús og á hey. — Á Vesturlandi, einkum á Vest- fjörðum, kyngdi þá (9.—10. nóv.) niður feikn- ar snjó, svo að til vandræða horfði með að koma skepnum heim og í hús. Varð að taka þar allan fjenað á gjöf. Laust fyrir miðjan nóvember eða í 3. viku vetrar hlánaði vel og tók upp allan snjó. Gerði þá bestu tíð, er hjelst óslitið fram um jól. Það var góð dýrtíðaruppbót frá Alföðurnum handa bændum og búalýð, og kostaði landssjóð- inn ekki neitt. Eins og skiljanlegt er af því sem áður er sagt um heyöflun bænda, þá voru heybyrgðir í haust alment með langminsta móti. Víða ekki nema hálfur heyskapur við það vanalega og sumstaðar enn minna og heyin úrgangs- söm. — Bændur urðu því að farga með meira móti í haust af skepnum sinum. En hætt er þó við, að þess hafi ekki verið gætt sem skyldi, að minsta kosti ekki alstaðar. — Bóndi f efri hluta Árnessýslu skrifar mjer 7. des. og farast þannig orð: „Hræddur er jeg um, að menn sjeu ekki enn þá, vel undir veturinn búnir, og var þó í raun og voru happ að því, hvað veturinn minti snemma á sig. 1 harðindunum eftir veturnæt- urnar skáru menn og förguðu miklu af fjen- aði, sem líklega hefði annars verið sett á, ef þessi harðindakafli hefði ekki komið. Heyin eru úrgangssöm og laus, í sjer. — Jeg er bú- inn að sjá skýrslu frá forðagæslumanni, og er hún ekki útlitsgóð, ef liarðan vetur gerði“. Margir bændur fengu sjer í haust meira og minna fóðurbætir, sild og lýsi, en þó mest af síld. Hjálpar það nokkuð, bætir og drýgj ir heyin. En þessi sildarkaup hafa tekið bænd- um drjúgum blóð. JÞað mun ekki fjarri sanni, að gera ráð fyrir, að síld sú sem keypt hefir verið til íóðurs hjer á landi í liaust hafi kost- að á þeim hafnaratað, sem hún var flutt til, um 2 miljónir króna. Hað er mikið fje, en margborgar sig ef alt fer með feldu. Uppskera úr görðum varð misbrestasöm. Sunnanlands víða varð hún undir það f með- allagi, og vel það sumstaðar, t. d. i Skaftafells- sýslum og Rangárvallasýslu. En annarsstaðar á landinu brugðust garðar meira og minna. Einkennilegt var það, að í Vestmannaeyj- um fundust í vor, er farið var að „stinga upp“ ófrosnar og óskemdar kartöflur frá haustinu 1917, þrátt fyrir frostin í vetur er leið. í þessu sambandi vil jeg geta þess, þó að það komi ekki garðræktinni við, að í vor fundust 2 lömb eða gemlingar á Sölvadals- afrjetti, sem gengið höfðu þar úti í allan fyrra vetur. Voru þau hin sprækustu, og farin þá að taka bata. Laxveiði var víða með langbesta móti; einkum í Hvítá í Borgarfirði og Olfusá. Þyngsti laxinn úr Elliðaánum vóg 9y4 kg. Dúntekja var með langminsta móti, nálega allstaðar. Olli því það, að um veturinn fjell æðarfuglinn í hrönnum. Fjellu þá og aðrir fuglar, svo sem rjúpur, tjaldur o. fl. Álftir frusu inni og fórust i stórhópum. Með stórviðburðum ársins má telja Kötlu- gosið úr Mýrdalsjökli. Það byrjaði laugardag- inn 12. okt. kl. 1 -2 s. d. Sást reykjarstrók- urinn viða um land og liktist hann eldstólpa miklum. Leiftur og eldglæringar sýndust, er tók að skyggja, að leika um loftið í þeirri átt sem gosið var. í jökulinn að íraman braut stór skörð, og beljaði vatnið þar fram. Lagð- ist það í Múlakvísl, Skálm og Hólmsá, og braut af henni brúna. Af vatnsganginum í

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.