Freyr - 01.01.1919, Qupperneq 21
FEEYR
15
Sitt af hverju.
Tilraun með votheysgjöf.
Að tilhlutun Búnaðarfjelaga íslands gerði
Páll búfræðiskand. Jónsson i Einarsne3Í, tilraun
ú kúm með votheysgjöf næstliðinn vetur, í þeim
tilgangi að komast að raun um, hve mikið
mætti gefa þeim af votheyi i hlutfalli við þur-
hey, án þess að votheysgjöfin skerti nythæð
eða heilsufar þéirra. Skýrsla um þessar til-
raunir er prentuð í Búnaðarritinu árið sem leið
(32. árg. bls. 148 — 159). Mestur hluti votheys-
ins var háartaða, en þurheyið var úthey og hrist
saman við það taða að */» eða rúmlega það.
Kýrnar þoldu votheysgjöfiria mæta vel, og
geltust ekki þó allmikið væri gefið af vot-
heyinu.
í>egar hætt var að auka votheysgjöfina,
fengu kýrnar:
Brenua 32,, kg. af votheyi, 3,4 kg. af þurheyi
Skjalda 25 0 — - — 2„ — - —
Stjarna 23,9 — - — 1,5 — - —
Átu þær allar votheyið, þrátt fyrir þessa
miklu gjöf, með bestu list, og tóku það fram
yfir þurheyið. — Að meðaltali feDgu kýrnar í
öðrum flokknum (flokkarnir voru tveir) 25,5
kg. af votheyi og 3, 3 kg. af þurheyi. Votheys-
gjöfin sem kýrnar í þessum flokki feDgu, nem-
ur sem svarar 11 kg. af þurheyi. Hefur þá
votheyið verið rúmlega þrisvar sinnum meira að
næringargildi en þurheyið. Sú kýrin semlakast
þoldi votheyið, fjekk 20 kg. af því, er sam-
svarar 8,6 kg. af þurheyi. Af þurheyi var
hanoi gefið 6,8 kg., og hefur hún þá fengið
meira en helming gjafar r votheyi.
Af tilraununum virðist því meiga draga
þá ályktun, að flestum kúm megi gefa að minsta
kosti helming gjafar vothey, og sje votheyið
reglulega gott, þá muni jafnvel sumar kýr þola,
að þeim sje gefið það eingöngu.
Að öðru leyti virðast tilraunirnar benda á
það — sem menn hafa áður þóst verða varir
við — að votheyið sje betra til mjólkur en
holda. *
Kappsláttur.
Jm kappsláttinn á Hvítárbakka í Borgar-
firði, sem fór þar fram i sambaudi við iþrótta-
mót þeirra Borgfirðinga 4. ágúst í surnar er
leið, var getið í „Frey“ 9—10. tölubl. f. á.
Seinna í saina máuuði, 18. ágúst, var einn-
ig háður kappsláttur að Torfastöðum í Bisk-
upstungum. Var það fyrir forgöngu Þorsteins
bónda Þorfuinssonar á Drumboddsstöðum, að
þetta sláttumót var háð. — Verðlaunin fyrir
bestan slátt voru: 1. verðlaun 150 kr., 2. verðl.
100 kr. og 3. verðl. 50 kr. Hafði sýslusjóður,
og svo 4 lneppar sýslunnar, Biskupstungna-
hreppur, Hrunamannahreppur, Gnúpverjahrepp-
ur og Grímsneshreppur, lagt fram mestan hluta
af verðlauuafjenu.
I dómnefnd voru þeir Björn hreppstjóri
Bjarnarson á Brekku, Böðvar hreppstjóri Magn-
ússon á Laugarvatni, og Skúli búfr. Gunn-
laugsson á Kiðjabergi.
Kappslátturinn fór fram á sljettu starar-
engi, og sló hver keppandi 1600 fermetra teig
(rúmlega */s úr túndagsláttu). Keppendurnir
voru 29 alls, og var þeim, vegna þess, hvað
þeir voru margir, skift i flokka. Gerðar voru
athuganir um ljáfarstíma, ljáfarsbreidd, þol
keppenda og æðaslög, brýnslu, o. fl. — Kapp-
slátturinn var mjög ijölsóttur og fór hið besta
fram.
Verðlaun hlutu þeir Jóhann bóndi Guð-
munnsson, Iðu, 1. verðlaun, Jón Þorsteinsson,
Hróarsholti, 2. verðlauo, og Bjarni Gíslason
Lambhústúni, 3. verðlaun. *
Mýrarplógurinn.
Jakob H. Líndal búfræðingur og bóndi, nú
á Lækjarmóti í Húnavatnssýslu, ritaði um þenn-
an plóg í Ársrit Ræktunarfjelagsins (13. árg.
1916) og lýsti honum, og gat jafnframt um
galla hans. Mynd af plógnura fylgir ritgerð-
inni, og einuig er mynd af honum i Erey i
fyrra (XIV. árg. 1917, bls. 100). — Um þenn-
an plóg er aftur getið í Ársriti Ræktunarfje-
lagsins árið sem leið (14—15. árg. bls. 104).
Segir þar, að plógurinn hafi verið endurbætt-
ur og síðan reyndur. Um reynsluna er það
tekið fram, að enn sjeu gallar á honum. Hníf-
urinn sem settur var á plóginn, reynist ekki