Freyr - 01.01.1919, Qupperneq 16
10
FREYE
Hafa þessir bændur fjenað þar í vetur og mann
til að hirða skepnurnar.
Reyskapur var yfirleitt mjög lítil!, en nýt-
ing víðast hvar sæmileg og sumstaðar í besta
lagi. Töðubrestur varð alstaðar mikill. Þar
sem best ljet, fengu menn af túnunum helming
móts við vanalegan töðufeng, víða ekki nema
l/3 og sumstaðar enn minna, jafnvel ekki meira
en */.. Sumstaðar voru túnin ekki ljáborin
svo sem á Stað í SteÍDgrímsfirði, Gunnarsholti
á Rangárvöllum, Papey í S.-Múlasýslu, Vigur
í ísafjarðarsýslu, sumstaðar í eyjunum á Breiða-
firði o. s. frv.
Sem dæmi um töðubrest og lítinn heyfeng
skal þess getið, að í Skarði á Landi fengust
40 hestar af túninu, mest arfi og „uppskafa",
en i vanalegu árferði gefur það af sér 200
hesta. Á Kampshóli í Svínada! í Borgarfirði
fengust af túninu 19 hestar, en ella fást af
því 80—90 hestar. Á Hamarendum í Staf-
holtstungum i Mýrasýslu fengust 30 hestar af
töðu, en annars í meðalári 160 hestar. Af
túninu á Brekku í Norðurárdal fengust 20
hestar, en að jafnaði ella 180- -200 hestar. I
Hvítadal í Dalasýslu gefur túnið aí sér um 400
hesta, eD i þetta sinn fengust af því 50 hest-
ar. Af túninu á Reyðarvatni á ítangárvöllum
fengust í sumar 15 hestar, en fást vanalega
um 130 hesta. Á Höfðabrekku í Mýrdal var
allur heyskapur jarðarinnar 150 hestar en ella
um og yfir 400 hesta.
Meðfram Norðurá í Borgarfirði eru engj-
ar taldar ágætar, og bregðast nálega aldrei.
En í sumar brugðust þær mjög. Þar sem
menn hafa áður slegið 12—20 hesta á dag, sló
maðurinn í sumar aðeins 4 hesta, Af 300
hesta engi á Desey í Norðurárdal, sem annars
er annálað, og talin með bestu engjablettum
landsins, fengust einir 30 hestar af litlu bandi.
Og þannig mætti halda áíram að telja.
Bestur varð heyskapur í neðanverðri Á-
nessýslu — Elóa og Ölfusi — og neðri hluta
Rangárvallasýslu, Ásahreppi, Landeyjum og
undir Eyjafjöllum. EiuDÍg varð bjarglegur
heyskapur i sumum sveitum í Skaftafellssýsl-
um, svo sem í Álftaveri, MeðallaDdi, Land-
broti, um miðbik Síðunnar, í Öræfum og á
Mýrum. Dar eystra sumstaðar og eins undir
Eyjafjöllnm voru túnin minna kalin en víðast
hvar annarsstaðar á landinu, enda töðubrestur
í þeim sveitum ekki eins tilfinnanlegur og ella
átti sjer stað.
En annars viðraði fremur vel um hey-
skapartímann. Um mánaðarmótin júlí og ágúst
var hlýviðri. Hiti suma daga 20—25° C. JÞurk-
ar voru einlægt öðruhvoru sunnanlands, vest-
an og norðanlands. En í Skaftafellssýslum og
á Eljótsdalshéraði voru óþurkar framan af
slættinum 3—4 vikna tíma. En þá gerði þurk,
og náðu menn því inn, er þeir áttu úti. —
Eftir böfuðdag og út september var sífeld norð-
anátt, og oft frost að nóttunni. Aðfaranótt
þess 14. og 15. sept. var 8—10 stiga frost
víða Dyðra en 4—6 stig hjer sunnanlands.
Hnekfi það mjög vexti í görðum. — Um 22
vikur af sumri (24.—26. sept.) gerði mikinn
snjó og hálfgerð harðindi. Eenti þá fje, bæði
á afrjetti og í heimalöndum norðanlands og
austan. Voru menn þá víða í göngum eða í
fjallíerð og hreptu slæmt veður. Varð sum-
staðar ekki komist með fjársöfnin í rjettirnar í
tæka tíð. Elóarjettir, sem einlægt eru haldnar
föstudaginn í 23 viku sumars, færðust aftur-
um einn dag, og hefir það ekki komið fyrir,
eftir því sem kunnugir menn segja, í síðast
liðin 30 ár. — Ejallvegi gerði þá lítt færra
og sumstaðar varð alveg ófært. — í sumum
sveitum varð að fresta eftirsöfnun, en þeir er
fóru hreptu slæma færð og stirð veður og
komust í hann krappan, en heimtu fátt af fje.
Um mánaðarmótin september og október
hlýnaði aftur, og viðraði all-vel um þriggja