Freyr - 01.01.1919, Side 8
2
F RE Y R.
andi ráðunaut sambandsing og kennara á Eið-
um. Ritgerð þessi er all-ýtarleg og margt
rjettilega fram tekið. — Minnist höíundur með-
al aunars á sveita-búnaðarfjelögin, og að verk-
efui þeirra eigi fyrst og fremst að vera það,
að efla og bæta jarðræktina og auka og bæta
búpeningsræktina með kynbótum o. fl. Telur
hann þá eðlilegast, að búnaðarfjelögin sjeu um
leið kynbótafjelög. Honum finst hálf hlægilegt,
að hafa t. d. í litlum hreppi, lítið búnaðarfjelag,
lítið nautgripafélag og lítið hrossaræktarfélag>
hjerumbil öll með sömu mönnunum. Hyggur
hann, að ef öllura þessum fjelögum er steypt
saman í eitt, þá muni fjelagsskapurinn verða
þróttmeiri og láta meira til sfn taka. — En
við þessa ályktun eða skoðun höfundarins er
alveg óhætt að setja stórt spurningarmerki.
n.
Stjórn Búnaðarsambands Austurlands hefir
út af áður nefndri ritgerð Bened. Blöndals, að
mér skillst, gert tillögur „um skipulag bún-
aðarfélagsskaparins á íslandi11 (Búnaðarritið 32.
árg. 1918 bls. 177 —181) þar sem gerð er grein
fyrir því, hvernig fjelagsskapnura skuli fyrir-
komið.
Helstu atriðin í þessum tillögum og það
sem máli skiftir i þessu sambandi eru þessi:
Ekkert búnaðarfjelag getur orðið viðurkent,
neraa það sé deild í einhverju búnaöarsambandi,
og ekkert búnaðarsamband nema það sje deild
í landsbúnaðarfjelagi.
Lög búnaðarfjelaganna skulu vera sam-
hljóða í sem flestum aðalatriðum, en um sjer-
stök atriði ráði staðarhæftir. 011 fjelagsgjöld
sjeu innbyrðis í samræmi, svo og reikningar
og skýrslur fjelaganna.
Hvert búnaðarfjelag verður að leita stað-
festingar hlutaðeigandi sambands á lögum sinum.
Ársgjöld búnaðarfjelaganna séu 4 kr., og
2 kr. fyrir aukafjelaga, en það eru búlausir
menn er ganga ífjelögin. Búnaðarfélögin greiði
í sambandssjóðinn ákveðið gjald, er eigi nemi
meiru en 1 kr. á hvern fjelagsmann.
Sameiginleg stefnuskrá eða starfsvið allra
búnaðarfjelaga sje, að vinna að og beitast fyrir
umbótum og nýbreytni í öllu þvi, er snertir
jarðrœkt, búfjárrækt, búreikninga og verzlun, þar
með talin vöruvöndun og bættur markaður
fyrir afurðir búanna.
Starísvið búnaðarsambandanna sé i öllum
aðalatriðum hið sama og i búnaðarfjelögunum.
— Auk þess hafi samböndin á hendi tilraun-
ir með ýmislegt, leiðbeiui i kynbótum og til-
raunum búnaðarfjelaganna og einstakra manna,
útvegi útsæði, áburð, vjelar og verkfæri, og
leiðbeini í noktun þeirra. Þau veiti og bún-
aðarfjelögunum og einstökuiu mönnum styrk,
og verðlaun fyrir unnin störf, annist undir-
búning stærri fyrirtækja, og útvegi vjelar, verk-
færi og vinnukraft til jarðabótastarfa.
^ Landsbúnaðarfjelag íslands verður til af
búnaðarsamböndunum. — Búnaðarsamböndin,
sem ella er gert ráð fyrir að verði tjórðunga-
búnaðarsambönd, eru þá deildir i landsbúnaðar-
fjelaginu, með sinar „halastjörnur11 í eltirdragi,
sem sje hreppsbúnaðarfjelögin.
Fyrirkomulagið er þá í stuttu máli þetta
að hreppsbúnaðarfélögin, sem eiga að gríp
yfir allt, jarðrækt, kynbætur, verzlun og vöru-
vöndun þar með talin smjörbúin o. s. frv. gangi
i búnaðarsamböndin eða fjórðungasaraböndin,
sem deildir innan hvers fjórðungs, og sam-
böndin ganga síðan í samband og það sam-
band verður landsbúnaðarfjelag, sem heitið getur
Búnaðarfélag tslands.
í tillögunum er svo gerð nákvæmari grein
fyrir stjórn og starfsviði þessa landsbúnaðar-
félags. Er þar að mestu leyti farið eftir núver-
andi skipulagi Búnaðarfjelags íslands, þó með
nokkrum viðaukum, er leiða af þessu umrædda
fyrirkomulagi á öllu fjelagsskipulaginu ilandinu.