Freyr - 01.01.1919, Side 22
16
FREYK,
einhlýtur til að gjöra plóginn næman og viss-
an að grípa þúfurnar, enda var hann óviss og
valtur í stefnunni. Telur sá er reyndi plóginn,
að þessir gallar muni eiga rót sína í þvi, að
hann hefur aðeins eitt stýri. Væru þau tvö,
myndi auðveldara að stýra plógmim, og hauu
yrði þá stefnuvissari í drætti og næmari til
ígrips en ella.
Vonandi tekst að endurbæta þennan mýr-
arplóg, svo að hann verði vel nothæfur til þess
að plægja með honum þúfur á mýri eða nema
þær í burtu. *
Garðyrkjufjelagið.
„Hið íslenska garðyrkjufjelag11 sem legið
hefur niðri um skeið, er nú endurreist. —
Upphaflega var fjelagið stofnað 26. maí 1885,
og var Schierbeck, þáverandi landlæknir, aðal-
hvatamaður þess. Starfaði það um nokkur
ár og hjelt fundi við og við. Var Þörhallur
Bjarnarson siðar biskup, lengst af formaður
þess. Árið 1898 hjelt það síðast fund. Og
eftir að Búnaðarfjelag íslands var stofnað 1899,
hæt.ti það starfsemi sinni og lagðist til hvild-
ar, En sjóð uokkurn átti fjelagið og á, og er
hann geymdur f aðaldeild Söfnunarsjóðsins.
Fyrir forgöngu Einars garðyikjumanns
Helgasonar og fleiri góðra manna, er nú fjelag-
ið vakið upp á ný. — Sunnudaginn 1. des. f.
á. var fundur haldinn og voru þá liðin 20 ár
frá siðasta fundi. Eundinn sátu ýmsir eldri fje-
lagar þess, og nokkrir gengu þá þegar í fjelagið.
Lög fjelagsins voru endurskoðuð og aukin
og stjórn kosin. Kosningu hlutu þeir Hannes
Thorsteinson bankafulltrúi, formaður, og með-
stjórnendur Einar Helgason garðyrkjumaður,
og Skúli Skúlason præp. hon. frá Odda. *
Heyforðabúri
hefur verið komið á fót í Glæsibæjarhreppi
i Eyjafjarðarsýslu. — Eorðabúrið er myndað af
heyi þvi, sem almennur sveitarfundur, 23. marz
1918 samþykti að fá til notkunar fyrir hrepp-
iun, hjá ungmennafjelaginu „Dagslrún11 þar i
sveitinni, 100 hesta, og svo heyi því, er sveit-
arstjórnin kann að tryggja sjer eða kaupa til
viðbótar. Ungmennafjelagið „Dagsbrún11 og
veitarstjórnin hafa umijón míð hayforðabúr-
inu. Og tilgangurinn með stofnun þess er sá,
að styrkja þá menn, sem í heyþröng komast
að vorlagi, með því að lána þeitn hey úr bú-
inu eða selja. Aðalreglan á að vera sú, að
hey sem forðabúrið lætur úti, sje lánað gegn
þriðjungi meiri þyngd af velverkuðu heyi að
sumrina. En það sem selt er, borgist eftir
gangverði það ár, sem salan fer fram.
Kappsláttur í Odda.
Auk kappsláttarins á Hvítárbakka og Torfa-
stöðum, var háður kappsláttur í Odda á Rang-
árvöllum, eftir messu þar, sunnndagiun 25. ág.
f. á. -— Ungmennafjelagið „Beklaíl þar í sveit-
inni, gekst fyrir þvf. En mest og best mun það
hafa veiið að þakka Guðmundi bónda Þorhjarn-
arsyni á Stóra-Hofi, að kappslátturinn var háður
Yerðlann voru engin veitt, og teigstærðin
var að eius 800 fermetrar. Að öðru leyti var
fyrirkomulagið svipað og á Torfastöðum. —
Sjö keppendur gáfu sig fram, en tveir af þeim
beltust úr le3tinni vegna lasleika. Keppendur
urðu því ekki nema fimm. Slingastur þeirra
varð Steinn Ingvarsson frá Minna-Hofi, og næ3t-
ur honum bróðir hans, Ingvar að nafni. Þriðji i
röðinni varð Jón sonur Guðmundar á Stóra-Hofi.
I dómnefnd þarna voru þeir Ágúst An-
drjesson i Hemlu, Helgi Jónassou stud. med. frá
Reynifelli og Ingimundur bóndi Jónsson í Hala.
*
Til kaupenda Freys.
Erá byrjun þessa árgangs Freys hækkar
verð hans um 1 kr. og kostar þá árgangurinn
3 krónur.
Ástæðan til þess er sífeld hækkun á út-
gáfukostnaðinum, prentun og pappír, enda hef-
ur útgáfa blaðsins í tvö ár undanfarið, ekki
svarað kostnaði. Útgefendurnir.
Leiðrjetting.
í grein minni um fóðurbætir, er eftirfar-
andi prentvilla:
Á bls. 82, aftari dálki, er efnasamsetning
töðunnar talin 10,5 eggjahvíta og 1,9 °/0 af fitui
en á að vera um 19 °/0 af reiknaðri fitu.
P. Z.