Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1929, Side 23

Freyr - 01.07.1929, Side 23
F R E Y R 83 Sauðnaut. Þann 4. júlí var mannað og ferðbúið héðan úr Reykjavík mótorskipið „Gotta“, og lagði af stað áleiðis til Grænlands, og var tilgangur fararinnar að freista að veiða og flytja hingað urvöll í Reykjavík, og er myndin tek- in þar. Líkjast þessi ungviði á skrokk- inn mjög sauðkind, en liöfuð er likt og á nauti. Keypti síðan landsstjórnin dýrin og borgaði þau með 20 þús. kr., eða fé því sem verja mátti til innflutn- ings sauðnauta. Iiefir landsstjórnin síðan falið Búnaðarfélagi fslands að hafa umsjón með dýrunum. Yoru þau til lands sauðnaut. Sagði síðan fátt af ferðum skipsins, en hinn 26. ágúst lá það aftur við bryggju í Reykjavík. — Ferðinni var lokið og tilganginum náð, því skipverjar höfðu með sér 7 sauð- naut (ungviði). Hafði ferðin gengið vel, tók það mánuð að komast til Græn- lands, þar var dvalið í 14 daga og tók heimferðin 6 daga. Yar ferðin skemti- legt æfintýri fyrir þátttakendur, sem auk nautaveiðanna höfðu stundað á ferðinni aðrar dýraveiðar (hjarndýr og refi). Sauðnautin voru í fyrstu flutt á Aust- síðan flutt að Reynisvatni i Mosfells- sveit og er gætt þar. Fá þau mjólk og er reynt að gera þau svo tamin sem unt er, og lítur út fyrir að þau kunni vel við sig. Þar eð likur eru til að sauð- nautin venjist umgengni manna vel, má segja að íslenskur ])únaður hafi hér eignast nýja búfjártegund, sem megi vænta sér liins besta af. G. Árnason.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.