Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1929, Page 25

Freyr - 01.07.1929, Page 25
F R E Y R 85 ingin er i sinum fulla rétti og á hentugum tima framborin. Enda er nú viðleitnin, hin síðustu ár- in, að hneigjast í rétta átt hvað þetta snertir“. Guðm. Stefánsson, Firði, Suður-Múla- sýslu, skrifar: „.... Jafnframt og styrkurinn þakkast, vildi ég láta yður vita, að áhugi fyrir túnrækt er mjög góður, þrátt fyrir mjög erfiða aðstöðu, þar sem ekki verður komið hér við hestaverkfærum nema á stöku stað, vegna grjóts. Flest tún eru nú orð- in girt og stækka ofurlítið á liverju ári, og nú i vor fengu félagsmenn (þeir eru 16) yfir 10 smá- lestir af útl. áburði, svo vænta má að túnin fái sæmilegan áhurð þetta ár“. Tryggvi Konráðsson, Bragholti, Eyja- firði, skrifar: „.... í búnaðarfélaginu okkar er vaknaður talsverður áhugi fyrir jarðrækt — nýrækt — en framkvæmdirnar ganga hægt, og þó prédikað sé að plægingar og jarðvinsla eigi að vera heimilis- störf, þá er vinnukrafturinn víðast svo litill að enginn tími fæst til jarðvinslunnar .Nú hefir mér og fleirum komið til liugar, hvort kaup á dráttar- vél mundu ekki hrinda nýræktinni áfram, svo um munaði, á þann liátt að einstaklingarnir hrjóti landið — plægi — en dráttarvélin kæmi svo og herfaði og valtaði, því til þess gengur mestur tím- inn, og á því ríður mest, einkum ef sáð er, og góð völtun er mikilsverð vegna sláttuvélanna". Baldvin Friðlaugsson, Hveravöllum, Suður-Þingeyj arsýslu, skrifar: „.... Eg las með mikill ánægju túnræktar- grein þína í 11.—12. tölubl. „Freys“ og er þér sammála um að með vélavinnu %-erðum við að kyppa túnræktinni i horfið á næstu árum. Þess- vegna er ég að berjast fyrir þessum vélakaupum í búnaðarsambandi okkar“. Guðjón Guðmundsson, Ljótunarstöð- um, skrifar: „Eg skrifa þér aðeins fáar línur til að þakka þér fyrir þina ágætu ritgerð i „Frey“: Öll tún á landinu eiga að vera slétt og liálfu stærri en nú að 5 árum liðnum. Á búnaðarfélagsfundi sem haldinn var 21. jan. s. 1. las ég þá grein upp, og brýndi fyrir bændum að taka til yfirvegunar, það sem þar er sagt, og reyna af öllum mætti að ná þvi takmarki..... Eg er þér sammála um að þetta sér hægt ef vilji og atorka fer saman. Jeg get ekki ásakað mig fyrir það að ég liggi á liði minu að áminna bændur um gagnsemi jarðrækt- arinnar, enda er áhugi óðum að aukast með það sem annað, er að húnaði lýtur“. Magnús Kr. Gíslason, Vöglum skrifar: „Öll túnin slétt og helmingi stærri að 5 árum liðnum", segir þú nýlega í riti. Það er fag- urt og háleitt takmark að stefna að, en lieldur þú að þá verði ekki stærri jarðyrkjuverkfæri að koma til greina en plógur og herfi dregin af hest- afli? Því miður er ég hræddur um, að þvi af- reki verði ekki komið í framkvæmd á svo stutt- um tima, nema með dráttarvélum, en þá óttast ég að þær útrými okkar góðu hestaverkfærum, sem bændur geta sjálfir unnið með, en vinna með dráttarvélum scm félagseign, verður altaf að ineira eða minna leyti aðkeypt. Annars má ég geta þess hér, sem glæsilegan vott um aukinn áhuga á jarðrækt í Blönduhlíð, að unnin voru hér s. 1. vor um 6000 dagsverli". Af framangreindum umsögnum sjá- um vér, að margir menn víðsvegar um land hafa mikinn hug á ræktunarmál- um, og telja það enga fjarstæðu að iiægt sé að stækka túnin um lielrning á 5 árum. Enda hefir aldrei verið unnið meira að nýyrkju en nú í landi voru. Það sýna meðal annars liin miklu verk- færa- og vélakaup, sem gerð hafa verið í ár. Nokkur blöð liafa og hreyft við þess- um málum, t. d. blaðið „ísland“, er flutti grein S. S. i júní s. 1. Til þess að hið mikla starf og kostn- aður, sem nú er lagt í nýjækjuna, komi að tilætluðum notum, þarf vel til henn- ar að vanda, því aðeins á þann hátt getur hún orðið arðvænleg. Með ári hverju vinst ný reynsla. Um hana verða menn að afla sér upplýsinga og færa sér í nyt. Starfsmenn Búnaðarfélagsins og trúnaðarmenn víðsvegar um land, þurfa að vera á verði í þessum efnum, og gefa öllum einstaklingum er þess óska, upplýsingar um alt er að jarð- yrkju lýtur. Þessir menn standa í sam- bandi við alla bændur landsins og trún- aðarmennirnir koma heim til allra jarð-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.