Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Síða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Síða 8
surrARBU STAÐU R Á aðalfundi LMFÍ þann 9.maí sl. var samþykkt að láta BSRB leysa til sín sumarbústaðinn í Munaðarnesi og að félagið keypti sinn eiginn bústað. Orlofsnefnd fór því að svipast um en lítið var farið að gerast í þessum málum þegar okkur barst óvæntur liðsauki. Svanborg, ljósmóðir á Selfossi, frétti af nýuppgerðum sumarbústað í Út- hlíð í Biskupstungum sem væri til sölu. Hún hafði samband við orlofsnefnd og var ákveðið að Elín, Solveig, Ástþóra, Svanborg og Jón maður Elínar færu og hittu eigandann í bústaðnum. Við lögðum því land undir hjól þann 8.sept. og er skemmst frá því að segja að okkur leist öllum mjög vel á bæði húsið og staðinn. Verðið er 5.5 milljónir með nýju inn- búi þar með talið sjónvarp, myndband og hljómflutningstæki, allur útbúnaður í eld- hús og að sjálfsögðu heitur pottur Nýi sumarbúsaðurinn okkar í Úthlíð í Biskupstungum Stjórn félagsins ákvað að ganga að þessu tilboði og hefur verið gengið frá kaupunum. Taka þurfti lán fyrir u.þ.b. helmingi verðsins. Ekki fást nema 200 þús.kr. fyrir Munaðamesbústaðinn en á móti kemur að það kostaði félagið um 600 þús.kr. á ári að hafa afnot 4 mánuði á ári. Hægt verður að hafa heilsársútleigu á nýja bústaðnum. Séð inn * slofutw í sunwbúslaðnwn verður um nafn á húsinu og verð- launin eru helgardvöl í vetur. Hugmyndir skilist til félagsins fyrir lok nóvember. Hér með er komið að því að bjóða félagsmönnum að sækja um í vetur og verður fyrirkomulagið á þann hátt að hægt er að fá helgar- eða vikuleigu frá ó.nóv. í vetur. Skrán- ing er síma félagsins frá 2.nóv. Þar sem sjón er sögu ríkari verður opið hús í bústaðnum 31.okt. kl.13-18. Merki félagsins verður á staur þar sem beygt er að hús- inu af almenna bústaðaafleggjar- anum. H u g - m y n d a - samkeppni S'^ona Iftur e,dhúsið ú Verðið er fyrir kjarafélaga: Fyrir helgarleigu:5000 krónur Fyrir vikuleigu:7000 krónur Fagfélagar greiða 2000 krónum hærra verð Vetrarleiga hefur ekki áhrif varðandi úthlutun yfir sumarið. Páska- vor- og sumarleiga verður auglýst síðar. & Bestu kveðjur, sjáumst í bústaðnum, Orlofsnefndin. UÓSMÆPRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.