Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Page 10
Tafla 1: Skilyrði fyrir þátttöku
Abendingar: Frábendingar:
• Grindarverkir sem mœldust 6 eða • Sýking á húðsvœði
meira á VAS skala • Saga um undirliggjandi sjúkdóma
• Jákvœtt PPPP próf eins og geðraskanir, krónískan
• Meðgöngulengd 20-32 vikur nýrnasjúkdóm, hjartalokuaðgerðir,
• Einburameðganga gangráð, blœðingartruflanir, HIV eða
• Engin sjúkdómsgreining á þessari Hepatitis smit
meðgöngu • Saga um erfiðleika á fyrri meðgöngu eins og fylgjulos eða fyrirburafœðingu • Notkun á öðrum meðferðum við grindarverkjum meðan á rannsókn stóð svo sem sjúkraþjálfun, sundleikfimi, nuddi eða hnykkingum • Eflíkamsþyngd var > 35 BMI
mátu verki sína á VAS- verkjaskala fyrir
og eftir hverja meðferð og merktu inn
á mynd hvar verkurinn var staðsettur.
VAS-verkjaskalinn er 10 cm löng lína
þar sem 0 merkir „enginn verkur" en 10
merkir „versti hugsanlegi verkur“. Hvert
blað var ætlað fyrir eina meðferð. Blöðin
reyndust einföld í notkun og þótti með-
ferðaraðilum „þægilegt að vinna með
þau“. Fullt samræmi var í skráningu
milli meðferðaraðilanna tveggja.
Einnig voru hannaðir spumingalist-
ar sem ekki hafa verið notaðir áður.
Tilgangur þeirra var að fá nánari upp-
lýsingar um líðan þátttakenda í upp-
hafi meðferðar og til að meta árangur
nálastungumeðferðar á ýmsa þætti svo
sem á verki, getu til hreyfmgar, dag-
legra athafna, svefn og andlega líðan.
Konurnar svöruðu listunum í upphafi
rannsóknar, um miðbik hennar og í upp-
hafi síðustu meðferðar. Spurningalistinn
sem lagður var fyrir í upphafi rann-
sóknar innihélt átta spurningar sem
mátu áhrif grindarverkja á líf konunnar
síðastliðna viku en í tvö seinni skipt-
in sem spurningalisti var lagður fyrir
bættust við fimm spumingar sem mátu
árangur nálastungumeðferðar, samtals
þrettán spumingar. Að mati meðferð-
araðila áttu konurnar auðvelt með að
svara listunum og engin þeirra þurfti
að fá útskýringu á innihaldi hans eða
hvernig bæri að svara honum.
Tveimur til sex vikum eftir að nála-
stungumeðferð lauk var tekið eitt viðtal
við átta konur með það í huga að fá my nd
af reynslu þeirra af nálastungumeðferð-
inni og dýpka þannig niðurstöður rann-
sóknarinnar. Úrtakið í þessum hluta var
þægindaúrtak úr hópi þeirra kvenna
sem lokið höfðu nálastungumeðferð-
inni og voru enn bamshafandi. Stuðst
var við hálfstaðlaðan spurningaramma
sem hannaður var fyrir þessi viðtöl.
Hvert viðtal tók 30 til 45 mínútur og fór
viðtalið fram á þeim stað sem hentaði
hverjum þátttakanda.
Úrvinnsla gagna
Gögn úr megindlegum hluta rannsókn-
arinnar vom slegin inn í SPSS forritið og
veitti Félagsvísindadeild Háskóla íslands
aðstoð við tölfræðilega úrvinnslu. Notuð
var lýsandi tölfræði við framsetningu
niðurstaða. Notast var við Wilcoxon rað-
próf (Wilcoxon Signed Rank Test) til
þess að kanna hvort marktæk breyting
hefði orðið á líðan þátttakenda milli
mælinga í upphafi og í lok meðferðar.
Við úrvinnslu eigindlega hlutans vom
viðtölin hljóðrituð og vélrituð orðrétt
upp. Þau vom síðan greind með inni-
haldsgreiningu (content analysis) með
viðtalsrammann til hliðsjónar, með það
í huga að skoða reynslu þátttakenda af
nálastungumeðferðinni.
Niðurstöður
Þátttakendur
Konurnar voru á aldrinum 22 til 38
ára og gengu sex þeirra (30%) með
sitt fyrsta barn. Helmingur kvennanna
(10) var á 20. til 25. viku meðgöngu
þegar þær hófu þátttöku í rannsókn-
inni. Sextán konur höfðu fyrri sögu
um grindar- og mjóbaksverki. Ekki var
reiknuð út fylgni við bakgrunnsbreytur
þar sem úrtakið var lítið.
Allar konurnar mættu í að minnsta
kosti sex meðferðir, sautján mættu í
sjö meðferðir og ellefu konur mættu
í allar átta meðferðimar. Samkvæmt
athugasemdum sem skráðar voru af
meðferðaraðilum var algengasta ástæð-
an fyrir því að konur mættu ekki í allar
meðferðir sú að þær höfðu ekki tök á
að mæta, svo sem vegna veikinda. Lítið
svigrúm var til að bæta konum upp tíma
sem þær misstu úr.
Við útreikninga á niðurstöðum var
notast við gildi á VAS-verkjaskala úr
síðustu meðferðinni sem konan mætti
í, það er á bilinu sjöttu til áttundu
meðferð. Þrettán konur (65%) mátu
verki sína vægari í síðustu meðferð
miðað við í fyrstu meðferð. Tvær konur
(10%) voru með sömu verki og fimm
konur (25%) mátu verki sína sem verri
í síðustu meðferð miðað við þá fyrstu
(mynd 1). Við útreikninga kom í ljós
að um marktækan mun var að ræða
(p=0.022).
Spumingalistar
I upphafi rannsóknar svöruðu allir þátt-
takendur fyrsta spurningalistanum sem
mat líðan þeirra vikuna áður en rann-
sókn hófst. Níu konur (45%) höfðu
tekið verkjalyf vegna grindarverkja á
þeim tíma. Af þeim sautján sem svör-
uðu höfðu tólf konur (71%) verið frá
vinnu vegna grindarverkja. Spurt var
um áhrif grindarverkja á félagslega
virkni, andlega líðan, getu til daglegra
athafna, hreyfigetu og svefn og er ljóst
Mynd 1: Munur á verk á VAS-verkjaskala fyrir fyrstu og síðustu meðferð
Minnkun/aukninq
10 Ljósmæðrablaðið nóvember 2006