Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Page 13

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Page 13
sama tíma og hjá tveimur konum (10%) voru verkir óbreyttir. Þetta er í samræmi við niðurstöður Lund og félaga frá árinu 2006 þar sem 68-73% kvenna mátu minni verki í lok meðferðar, 20-27% mátu verki sína verri og 8% mátu verki óbreytta. Oft er erfítt að bera saman niðurstöður rannsókna en í þeirri rann- sókn er aðferðafræði og inntökuskilyrði sambærileg okkar rannsókn. í upphafi rannsóknar taldi einungis ein kona (5%) að grindarverkir hefðu ekki áhrif á hreyfigetu hennar og getu hennar til daglegra athafna. Um 85% kvenna töldu að þeir hefðu áhrif á getu þeirra til þessara þátta daglega eða oft á dag. Þessi niðurstaða staðfestir það sem áður hefur komið fram að grindarverkir hafi mikil áhrif á líf barnshafandi kvenna (Hansen o.fl., 1999; Larsen o.fl., 1999). Við lok meðferðar töldu 47% kvenna að geta þeirra til daglegra athafna hefði aukist og 66% þeirra fannst hreyfigeta þeirra hafa aukist við nálastungumeð- ferðina. Þessar niðurstöður eru í sam- ræmi við fyrri rannsóknir (da Silva o.fl., 2004; Kvorning o.fl., 2004; Wedenberg o.fl., 2000). Meirihluti kvennanna sem tók þátt í þessari rannsókn fann fyrir bættri líðan meðan á meðferð stóð og fyrstu vikumar á eftir. Sú jákvæða reynsla er í samræmi við rannsókn- amiðurstöður sem sýna fram á gagnsemi nálastungumeðferðar við meðhöndlun á grindarverkjum á meðgöngu (Forrester, 2003; Kvorning o.fl., 2004; Young og Jewell, 2006). Nálastungumeðferð virðist árang- ursrík aðferð til þess að draga úr grind- arverkjum hjá konum á meðgöngu. Af þvf má álykta að nálastungumeðferð við grindarverkjum sé áhrifarík leið til að bæta hreyfigetu kvenna á meðgöngu og einnig til að auka getu þeirra til að sinna daglegum athöfnum sínum. Nálastungumeðferð getur því bætt lífs- gæði barnshafandi kvenna með grind- arverki og bætt upplifun þeirra af með- göngunni. Vert er þó að hafa í huga að hugsanlegt er að sú hvíld sem konurnar fengu í meðferðinni geti á einhvem hátt útskýrt minni verki eftir meðferð. Hún er þó ekki líkleg til að útskýra minnk- un verkja á milli meðferða. Hugsanleg „placebo“ áhrif einstaklingsmeðferðar geta skýrt hluta af þeirri breytingu sem sést á verkjum. Þá er átt við að það eitt að verið sé að reyna að hjálpa kon- unum og þær fái auka umhyggju út á það tryggi betri líðan. Oft er þó litið á þetta sem órjúfanlegan hluta af árangri óhefðbundinna meðferða (Þóra Jenný Gunnarsdóttir, 2006). Þegar niðurstöður viðtalanna eru skoðaðar í þessu sam- hengi sést að hjá meirihluta kvennanna kemur fram versnun á einkennum, verkjum eða þreyta í upphafí meðferðar. Það er ákveðin vísbending um að árang- urinn sé af meðferðinni sjálfri en ekki tilkominn vegna hugsanlegra „placebo“ áhrifa. Urtak rannsóknarinnar var lítið og hátt hlutfall kvenna var með fyiri sögu um grindar- og mjóbaksverki. Því er ekki hægt að alhæfa neitt um niðurstöð- ur hennar. Enginn samanburðarhópur var í rannsókninni og takmarkar það skiljanlega þessa rannsókn þar sem ekki er hægt að bera saman mun milli hópa. Einnig getur haft áhrif að sömu einstakl- ingar veittu meðferð og mátu árangur hennar að einhverju leyti. Ekki er víst að þessi rannsóknarhópur endurspegli þýðið og niðurstöður ber að túlka af varúð vegna lítils úrtaks en þessar nið- urstöður gefa þó ákveðnar vísbendingar um árangur meðferðar. Lokaorð Ljóst er að grindarverkir á meðgöngu geta haft margvísleg áhrif á líðan hinnar verðandi móður. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að nálastungumeð- ferð, veitt í 6-8 skipti, geti dregið úr grindarverkjum og aukið getu kvenna til daglegra athafna, hreyfingar og einnig bætt andlega líðan þeirra og svefn. Þetta er í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna á þessu sviði. Niðurstöður rannsóknarinnar geta nýst ljósmæðr- um vel til þess að kynna konum þetta meðferðarform sem valkost þar sem fá úrræði eru í boði sem gagnast konum með grindarverki. Það er von okkar að ljósmæður sem hlotið hafa þjálfun í nálastungumeðferð komi til með að nýta sér þetta úrræði fyrir barnshafandi konur. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð hér á landi áður. Hún gefur því upplýsingar sem hægt er að nýta til að þróa frekar meðferð hér á landi og til að leggja grunn að frekari rannsóknum á áhrifum nálastungumeðferðar á grind- arverki á meðgöngu. Mjög áhugavert væri að sjá útkomu úr rannsókn þar sem nálastungumeðferð væri veitt stærri og fjölbreyttari hópi kvenna þar sem hafð- ur væri samanburðarhópur. I kjölfar þessarar rannsóknar var boðið upp á nálastungumeðferð, veitta af ljósmæðrum, á Miðstöð mæðravemd- ar fyrir barnshafandi konur. Konurnar þurfa að uppfylla þau skilyrði sem sett voru fyrir þátttöku í þessari rannsókn. í ljósi þeirra breytinga sem nú standa yfir á skipulagi mæðravemdar á höfuðborg- arsvæðinu er ekki orðið ljóst hvernig staðið verður að meðferð, eða hvar hún verður veitt, en vonir em bundnar við að hægt verði að veita áfram nálastungu- meðferð við grindarverkjum. Vinna þarf að því að gera meðferðina aðgengilega þannig að fleiri konur geti nýtt sér þetta úrræði. Konunum sem tóku þátt í rannsókn- inni eru færðar kærar þakkir fyrir þátt- töku sína og öllum þeint sem komu að rannsókninni er þakkað fyrir gott samstarf. Abstract THE EFFECTS OF ACUPUNCTURE ON PELVIC PAIN DURING PREGNANCY AND WOMEN'S EXPERIENCE OF THE TREATMENT Stefanía Guðmundsdóttir, BSc., R.N., Midwife Helga Sigurðardóttir, BSc., R.N, Midwife, Landspítali University Hospital, Reykjavík, lceland Objectives: Pelvic pain is a common symp- tom among pregnant women andfew effec- tive treatments are available. This study was conducted to pilot test and assess the effect of acupuncture as a pain relief for pelvic pain during pregnancy; to develop an eva- luationform and questionnaire to assess the ejfect of acupuncture and jinally to explore women's experience ofthe treatment. Methods: This pilot study was a pro- spective experimental design. The sample consisted of twenty women that received acupuncture for pelvic pain during the second half of pregnancy. The treatment was provided by midwives twice a week for four weeks. The women evaluated their pain on the VAS scale and answered three questionnaires over the research period to assess their well-being and the treatment's ejfect. Two to six weeks after the treatment a qualitative method was used to explore women's experience of acupuncture. Semi- structured interviews were conducted with eight ofthe participants. Results: The results show that there was a significant reduction ofpain using the VAS scale when comparing the last treatment with thejirst one (p=0,022). The treatment reduced the pelvic pain of72% (n=13) ofthe women, 66% (n=12) stated that their mobi- lity improved, and 47% (n=8)felt tliat their ability to perform daily activities improved. The interviews strengthen these findings and the women gave positive comments about the acupuncture. Conclusion: Acupuncture appears to reduce pelvic pain and improve the mobility, sleep and ability to perform daily activities Ljósmæðrablaðið nóvember 2006 13

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.