Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Síða 19
um
Hugleiðin gar
sitjandi fæðingar
Það bregður fáum við að heyra að barn
hafi fœðst með valkeisaraskurði vegna
sitjandi stöðu, því eins og kunnugt er,
hefur verið mœlt með að konur með
fullburða einbura í sitjandi stöðu fari í
valkeisaraskurð, frá því að niðurstöður
rannsóknar Hannah, Hannah, Hewson,
Hodnet, Saigai og Willan (2000) á sitj-
andi fœðingum (The Tenn Breech Trial)
voru birtar. Niðurstöður þessarar rann-
sóknar urðu til þess að vinnulag við
sitjandi fœðingar breyttist víða um heim
og nú stöndum við t.d. frammi fyrir
þeirri staðreynd að Ijósmœður eru að
tapa fœrninni í því að taka á móti
börnum í sitjandi stöðu. í þessari grein
mun ég fjalla um þau áhrif sem rann-
sókn Hannah o.fl. (2000) hafði á vinnu-
lag við sitjandi fœðingar og minnast
á nokkuð af þeirri gagnrýni sem fram
hefur komið á þá rannsókn. Eg mun
einnig fjalla um rannsóknarniðurstöður
nokkurra nýlegra rannsókna um sitjandi
fæðingar. Eg mun reyna að svara því
hvort það geti talist fagleg vinnubrögð
að mœla með valkeisaraskurð fyrir konu
með fullburða einbura í sitjandi stöðu.
Ljósmœður hafa verið duglegar að
kynna sér óhefðbundnar aðferðir við
umönnun kvenna á meðgöngu, í fœð-
ingu og sœngurlegu og því langar mig
að nefna tvœr óhefðbundnar aðferðir
sem hvetja til snúnings barns úr sitj-
andi stöðu í höfuðstöðu. Eg mun fjalla
um breytta stefiiu varðandi sitjandi fœð-
ingar á fœðingardeild LSH og að lokum
mun ég setja hugleiðingar mínar um
sitjandi fœðingar í samhengi við fimm
skrefLesley Page (2000) um gagnreynda
þekkingu í Ijósmóðurfrœði.
Nýlegar rannsóknir
Niðurstöður rannsóknar Hannah
o.fl. (2000) þóttu það markverðar að
þær Breyttu vinnulagi víða um heim.
Markmiðið með rannsókninni var að
komast að því hvort betra væri að gera
valkeisaraskurð eða reyna fæðingu um
fæðingarveg hjá konum sem ganga
með fullburða einbura í sitjandi stöðu.
Anna SigríðurVernharðsdóttir;
Ijósmóðir á fæðingardeild LSH
og meistaranemi við University
of Sheffield.
Niðurstöðurnar voru þær að ekki reynd-
ist marktækur munur á útkomu mæðr-
anna hvort sem þær fóru í valkeisara-
skurð eða fæddu um fæðingarveg en
það reyndist marktækt lélegri útkoma
hjá börnunum í þeim hóp sem fæðing
um fæðingarveg hafði verið reynd. Ég
var ljósmæðranemi þegar ég las fyrst
um niðurstöður þessarar rannsóknar og
þá var ég sannfærð um að valkeisara-
skurður væri besta lausnin fyrir konu
sem væri með fullburða einbura í sitj-
andi stöðu, þ.e.a.s. ef vending væri ekki
möguleg eða hefði ekki tekist. Mér
fannst koma nokkuð skýrt fram í þessari
grein að það fælist mun meiri áhætta í
sitjandi fæðingu en valkeisaraskurð við
þessar aðstæður og ég man að ég hugs-
aði ineð mér og sagði við skólasystur
mínar í ljósmæðranáminu að ég væri
ekki í vafa hvað ég myndi velja stæði
ég í þessum sporum. Ég gat ekki séð
nokkra ástæðu til að rengja niðurstöð-
umar á þessum tíma. King (2000) sá
heldur ekki ástæðu til að efast og miðað
við þær breytingar sem urðu á vinnulagi
víða um heim þá voru ansi margir sem
ekki sáu ástæðu til að rengja þessar
niðurstöður. Þessar niðurstöður breyttu
vinnulagi okkar hér á landi og ég hef
t.d. aldrei séð fullburða einbura fæðast
í sitjandi stöðu. Núna, hins vegar, hef
ég nokkrar efasemdir og athugasemd-
ir við þessa rannsókn og niðurstöður
hennar. Ég velti fyrir mér hvers vegna
höfundar rannsóknarinnar greindu ekki
niðurstöðumar betur, þ.e. fyrir fleiri
undirhópa, þar sem þeir höfðu allar
upplýsingar til þess. Af hverju var ekki
skoðuð útkoma úr sitjandi fæðingum
þar sem reyndar ljósmæður tóku á móti?
Þetta er kannski eitthvað sem ljósmæð-
ur þurfa að rannsaka í framtíðinni en ef
til vill er það orðið of seint því æ færri
ljósmæður hafa reynslu af sitjandi fæð-
ingum. Síðan Hannah o.fl. (2000) birtu
sínar niðurstöður hafa margar afturvirk-
ar rannsóknir verið birtar. Niðurstöður
Herbst og Thorngren-Jerneck’s (2001)
og Rietberg, Elferink-Stinkens, Brand,
van Loon, Van Hemel og Visser, (2003)
voru á sömu leið og niðurstöður Hannah
o.fl. (2000), þ.e. að valkeisaraskurður
minnkaði burðamálsdauða ef um sitj-
andi stöðu væri að ræða. Rietberg o.fl.
(2003) hafa bent á að þessar niðurstöð-
ur þyrfti einnig að meta m.t.t. lang-
tíma áhrifa á heilsu mæðra, m.a. vegna
hækkunar á tíðni keisaraskurða. Giuliani
(2002) bar saman útkomu 699 fæðinga
fullburða bama í sitjandi stöðu eftir því
hvort um fæðingu um fæðingarveg eða
keisaraskurð var að ræða. Þetta voru allt
fæðingar á sömu deildinni. Útkoman
var góð í báðum hópum og niðurstaðan
var sú að sitjandi fæðing um fæðing-
arveg ætti að vera valkostur í vissum
tilfellum. Uotila, Tuimala, og Kirkinen,
(2005) skoðuðu útkomu m.t.t. fæðing-
armáta á 7 ára tímabili á háskólasjúkra-
húsi þar sem hefð var fyrir sitjandi fæð-
ingum. Niðurstöður þeirra sýndu fram á
góða útkomu sitjandi fæðinga þar sem
vandlega höfðu verið valdar konur til að
fæða. Þau ályktuðu sem svo að sitjandi
fæðingar um fæðingarveg væru öruggar
ef konur væru vel valdar og fólk með
góða reynslu tæki á móti. í nýlegri grein
gagnrýnir Glezerman (2006) rannsókn
Ljósmæðrablaðið nóvember 2006 19