Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Side 23
Fæðingarsaga frá Malaví
Ég var stödd í fallegu litlu þorpi við
Malavívatn, í sunnanverðri Afríku. Ég
var búin að dvelja í þorpinu í fimm
daga, sjá tvær fæðingar og tala við
fimm yfírsetukonur. Klukkan var tíu á
niðdimmu föstudagskvöldi þegar túlk-
urinn minn hún Agnes bankaði hjá mér
og sagði „það er fæðing hjá Fanesu“.
Hjartað tók kipp, mér fannst ég alveg
ótrúlega heppin að fá aðra fæðingu hjá
þessari yfirsetukonu sem mér fannst svo
æðisleg. Ég hafði meira að segja hugs-
að eftir síðustu fæðingu með henni að
ég væri alveg til að fæða hjá henni. Ég
undirbjó mig í hvelli, fór í síðar buxur
og klæddi mig í flíspeysu auk þess sem
að ég spreyjaði mig hátt og lágt í tilraun
til að verjast moskítóflugunum. Það var
pabbinn sem hafði hjólað bæinn á enda
til þess að sækja okkur. Við kipptum
honum og hjólinu með okkur til baka
til Fanesu en þar lét hann sig hverfa,
pabbar eiga ekkert erindi í fæðingar á
þessum slóðum.
Við vorum komnar til Fanesu eftir 20
mínútur. Þetta voru kunnuglegar slóðir,
þama var ég búin að sitja og spjalla og
fylgjast með Fanesu að störfum síð-
ustu dagana. Heimili Fanesu stóð á
afgirtri lóð. Þar var einnig lítið eld-
unarskýli, tveir kamrar, sturtuaðstaða,
hola fyrir fylgjumar og fæðingarskýli.
Fæðingarskýlinu var skipt niður í tvö
herbergi, innra herbergið ætlað fæðing-
um og fremra fyrir konumar að dvelja
í fyrir og eftir fæðingu. Þessi herbergi
vom ekki stærri en svo að ein til tvær
manneskjur gátu legið á gólfinu og svo
gátu svona tvær setið í enda herberg-
isins. Þarna voru þrír pínulitlir óvarðir
gluggar. Það voru engin húsgögn inni í
skýlinu, bara bastmottur sem að Fanesa
átti. Konurnar komu sjálfar með plast-
dúk til að setja á mottuna, og klæði og
klúta til þess að liggja á, til þess að þrífa
blóð og aðra vökva og vessa sem fylgja
fæðingum, til þess að búa til dömubindi
og til þess að þurrka baminu og vefja
utan um það eftir fæðinguna.
Andrúmsloftið var mjög ljúft og gott,
þama var hin 19 ára gamla Lamida,
sem átti von á sínu öðm bami. Hún átti
Eva Laufey Stefánsdóttir;
Ijósmóðir; Hreiðri, LSH
fyrir 4 ára stúlku sem hafði fæðst fyrir
tímann í bænum Monkey Bay sem er
skammt frá. Með henni voru frænka
hennar, eldri systir og amma sem allar
sátu fyrir utan fæðingarskýlið og spjöll-
uðu. Það var tilhlökkun í loftinu.
Fanesa hafði beðið með að skoða
Lamidu þar til ég var komin. Við fómm
inn í skýlið og Fanesa skoðaði hana frá
toppi til táar og hlustaði á fósturhjar-
sláttinn með hlustpípu. Hún þvoði sér
um hendur með sápu, fór í hanska og
gerði snögga innri skoðun og sýndi mér
með fingrunum hversu mikil útvíkk-
unin var, hún var svona 4-5 cm. Fanesa
fræddi hana um það að bamið yrði lagt
í fang hennar um leið og það fæddist
og að hún ætti fljótlega að setja það á
brjóst.
Þetta voru ljúfar og notalegar aðstæð-
ur, afskaplega falleg nótt. Ég hlustaði á
hitabeltishljóðin sem ómuðu um allt, á
krybburnar, froskana og fleiri hljóð sem
ég get ekki skilgreint. Svartur kvöldhim-
ininn lýstist annað slagið upp af elding-
um, það eina sem skyggði á rómantíkina
var tónlist frá diskóteki í nágrenninu, en
hún hætti upp úr miðnætti.
Við sátum þrjár inni hjá Lamidu og
spjölluðum við birtu steinolíulampans.
Fjölskyldan sat fyrir utan, svona í eins
metra fjarlægð, Lamida var einkar lífleg
og talaði smá ensku sem að hjálpaði
mér. Ég var búin að ákveða inn í mér
að þetta yrði hin fullkomna fæðing hjá
stórkostlegri yfirsetukonu. Ég var dug-
leg að punkta hjá mér það sem gerðist af
því að þetta átti að verða upphafssagan
í lokaverkefninu mínu. Ég var sannfærð
um að fæðingin yrði afstaðin fljótlega
upp úr miðnætti. Mér fannst einhvern
veginn að fæðingar í Afríku ættu að
ganga vel fyrir sig. Þetta var heilbrigð
fjölbyrja, sem var studd af fjölskyldu
og yndislegri yfirsetukonu - þetta hlaut
bara að fara vel, mikið var ég bjartsýn!!
Einu merki þess að Lamida væri í
fæðingu, voru stöku andvörp (konum á
þessum slóðum er kennt að láta á engu
bera í fæðingum, það er ekki til siðs að
vera með læti). Um klukkan hálf eitt
fór hún á klósettið og þá fannst mér á
henni að þetta væri nú að versna heil-
mikið og hugsaði „þetta fer að koma“.
Hún kom til baka og settist aftur hjá
okkur, ég kom við kúluna á henni og
fann fyrir bylgjuhreyfingum og hugs-
aði „gott“. Nú leið annar klukkutími og
Lamida fór aftur á klósettið og labbaði
svo þaðan inn í innra herbergið, en
Fanesa var búin að segja henni að hún
ætti að fara þangað þegar hún færi að
fæða. Túlkurinn minn var sofnaður og
ég ákvað þvf bara að fylgjast með og
beið eftir því að Fanesa færi að gera
eitthvað, þær töluðu aðeins saman en
ekkert var gert. Moskítóflugurnar voru
nú farnar að gera sér dælt við mig og nú
var það suð þeirra sem ómaði í eyrum
mér, nóttin var orðin löng.
Um klukkan tvö réttu ættingjarnir inn
graut (konum í fæðingu hérna er gef-
inn grautur á ca 4 klukkustunda fresti
en mega almennt ekki fá vatn). Fanesa
spurði Lamidu hvort að hún frnndi fyrir
hreyfingum bamsins, sem hún gerði.
Rétt fyrir fjögur opnaði Fanesa fæð-
ingartólin sín og gerði innri skoðun, hún
sagði: „ABUELA - barnið fer að koma
en við skulum bíða aðeins, kollurinn
stendur ennþá svo hátt“. Svo fór hún að
undirbúa sig, opnaði rakvélablað (sern
að Lamida hafði komið með til þess að
skera á naflastrenginn) og skar niður
þrjú bómullarbönd fyrir naflastrenginn,
tók til bómul og bakka fyrir fylgjuna og
Ljósmæðrablaðið nóvember 2006 23