Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Page 30
eftir fæðingu og í langflestum tilfellum
innan við sólarhring. Vandamál vegna
hjarta- og lungnastarfsemi er tengjast
aðlögun nýburans að lífi utan móðurlífs
koma í ljós fyrstu klukkustundirnar eftir
fæðingu. Hins vegar geta önnur vanda-
mál eins og gula, hjartagallar tengdir
fósturslagæðinni og hindranir á melt-
ingarvegi komið fram seinna. Einkenni
blóðsýkinga og meðfæddra sjúkdóma
geta einnig komið fram eftir að nýbur-
inn útskrifast (American Academi of
Pedriatrics, 1997; Malkin, Garber,
Broder og Keeler, 2000). Af þessu má
vera ljóst að mikilvægt er að haldið sé
vel utan um faglegt eftirlit með nýbur-
anum fyrstu vikuna eftir snemmútskrift
og að komið sé í veg fyrir að frávik
og læknisfræðileg vandamál greinist
of seint. Ljósmæður í heimaþjónustu
þurfa að þekkja helstu einkenni þessara
vandamála og vera færar um að skoða
nýburann og meta hvort hjá honum
þróast einhver einkenni um óeðlileg
frávik.
Flestar endurinnlagnir barna eftir
fæðingar virðast vera innan við fyrstu
vikuna frá fæðingu og eru gula og
þurrkur/vannæring helstu ástæður end-
urinnlagnanna. Samkvæmt rannsóknum
virðast endurinnlagnir barna einkum
tengjast eftirfarandi: börnin eru líklegri
til að vera á brjósti, vera frumburðir,
fæddir fyrir tímann, og að við heimferð
af sjúkrahúsinu hafi gula verið til staðar
og þyngdin verið undir 3 kg. Börnin
eru einnig líklegri til að eiga frekar
mæður sem eru með styttri menntun og
eru frekar ungar og ógiftar (Edmonson,
Stoddard og Owens, 1997; Solskolne,
Schumacher, Fyock, Young og Schork,
1996; Liu, Clemens, Shay, Davis og
Novack, 1997). Einnig kemur í ljós
að niðurstöður rannsókna á útkomu
snemmútskrifta tengjast mjög heilsu-
farslegu ástandi móður og bams við
útskrift. Þær kríteríur eða skilyrði sem
sett hafa verið upp varðandi ákvörðun
um það hverjir útskrifast snemma heim
eru mjög mismunandi og einnig ekki
alltaf sem þessum skilyrðum er alveg
fylgt eftir.
Ef lífeðlisfræðileg gula þróast yfir á
alvarlegt stig svokallað kemicterus getur
hún valdið varanlegum taugaskaða s.s.
andlegum vanþroska, athyglisbresti, of-
virkni, hreyfihömlun og hegðunarvanda-
málum. Einnig tengist þessu heymarleysi,
lömun og óeðlilegur tannglerangur
(Birna Málmfríður Guðmundsdóttir,
Sonja Guðbjörg Guðjónsdóttir og
Unnur Osk Björnsdóttir, 2003; Kenner
og Lott, 2003; Wong, Hockenberry-
Eaton, Wilson, Winkelstein, Ahmann,
og Divito-thomas, 1999). Það er því
sannarlega mikilvægt að vera vakandi
fyrir því að fyrirbyggja að gula greinist
of seint og nauðsynlegt að ljósmæður
er sinna heimaþjónustu séu vel að sér
hvað þetta varðar.
Eins og niðurstöður rannsókna og
lífeðlisfræðileg þekking okkar varpa
ljósi á, þá er ljóst að ákveðin böm
eru við útskrift líklegri en önnur til að
þróa með sér vandamál eins og gulu.
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir
þessum áhættuþáttum við ákvörðun um
útskrift barnsins og ef barnið er útskrif-
að snemma er nauðsynlegt að sú ljós-
móðir sem tekur að sér áframhaldandi
eftirlit í heimahúsi, geri sér grein fyrir
áhættuþáttunum, sé faglega fær um að
meta ástand og hegðun barnsins og
vinni með foreldrunum að því að fyr-
irbyggja þróun gulunnar.
Ef orsakir gulunnar eru meina-
fræðilegar t.d. tengdar Rhesus eða
blóðflokkamisræmi, erfða- eða efna-
skiptasjúkdómum er líklegast að gulan
komi fram innan 24 klukkustunda frá
fæðingu. Lífeðlisfræðileg gula hjá full-
burða barni birtist oftast á 2.-3. degi,
nær hámarki á 3.-4. degi og fer svo
yfirleitt minnkandi á 5.-6. degi. Þessi
tegund gulu er algengust og orsakast
af stuttum lr'ftíma rauðra blóðkoma
og því verður hratt niðurbrot á þeim
er veldur aukinni myndun bilirúbins
í blóði. Lifrarstarfsemi nýburans sér
um að umbreyta fituleysanlegu bilirúb-
íni r vatnsleysanlegt sem srðan sam-
einast gallinu. Fyrir tilstilli baktería í
þörmunum breytist síðan vatnsleys-
anlegt bilirúbin í svokallað urobilio-
gen, litarefnið sem gefur hægðunum
lit. Þannig útskilst megnið af bilirúb-
ininu með hægðum þó eitthvað útskilj-
ist með þvagi. Ef þarmahreyfingar eru
hægar frásogast bilirúbinið aftur og
verður þá aukning á bilirúbini í blóði
þannig að ef nýburinn fær takmarkaða
fæðugjöf minnkar örvun þarmahreyf-
inga og frásog bilirúbins eykst (Birna
Málmfríður Guðmundsdóttir, Sonja
Guðbjörg Guðjónsdóttir og Unnur Osk
Björnsdóttir, 2003, Kenner og Lott,
2003; Wong o.fl., 1999).
Af ofangreindu má ætla að ýmislegt
geti haft áhrif á þróun lífeðlisfræðilegr-
ar gulu og magn bilirúbins í blóði s.s.
eftirfarandi:
- lifrarstarfsemin - ef starfsemi lifr-
ar er skert t.d. sökum vanþroska eins og
ef um fyrirbura er að ræða eru auknar
lfkur á uppsöfnun bilirúbíns í blóði/
óeðlilegri gulu.
- fœðugjöf/næring nýburans - örvar
þarmahreyfingar og veldur hraðari
útskilnaði fósturhægða og þar með
útskilnaði bilirúbíns auk þess sem dreg-
ur úr frásogi bilirúbíns í þörmum.
- útskilnaður hœgða og þvags - end-
urspeglast af þeirri næringu sem barnið
fær og hefur áhrif á útskilnað bílirúbíns.
Ef nýburinn fær takmarkaða næringu
verða þarmahreyfingar hægari, útskiln-
aður bílirúbíns minni og auknin hætta
er á uppsöfnun bílirúbíns í blóði.
Aðrir þættir skipta einnig máli varð-
andi þróun gulunnar:
- mikilvægi þess að halda á barninu
hita. Við kólnun barnsins getur bilirúb-
in bundist fitusýrum í blóði og þannig
safnast fyrir og valdið óeðlilegri gulu.
Einföld leið til þess að fyrirbyggja hita-
tap hjá barninu gæti t.d. falist í því að
klæða það í húfu. Vrða erlendis er þetta
einmitt notað sem fyrirbyggjandi með-
ferð við gulu og ekki óalgengt að þar fái
börnin strax við fæðingu þunna bómull-
arhúfu að gjöf frá fæðingardeildinni.
- áverkar á barni s.s. mar eða
cephalohematoma geta valdið auknu
niðurbroti á rauðum blóðkornum og
þannig ýtt undir líkur á þróun óeðlilegr-
ar gulu.
Undanfarin ár hafa verið nokkur skrif
um hugsanlega aukna tíðni alvarlegrar
nýburagulu og sumir sem vilja halda
því fram að helstu ástæðurnar liggi í
aukinni tíðni snemmútskrifta og auk-
inni áherslu á brjóstagjöf án ábótagjafa
(Seidman, Stevenson, Ergaz og Gale,
1995; Ebbsen, 2000; Maisels, Baltz,
Bhutani og Newman, 2001). Eins og
fram hefur komið er hér nokkur skortur
á að þessir þættir séu skoðaðir í ljósi
þeirrar þjónustu sem veitt er og einn-
ig ekki alltaf ljóst hvaða aðrir þættir
geti haft áhrif svo sem meðgöngulengd.
Gera má ráð fyrir að með tímanum
hafi læknisfræðin náð bættum árangri í
meðferð fyrirbura þar sem m.a. er auk-
inn möguleiki á því að bjarga börnum
eftir styttri meðgöngutíma og fleiri fyr-
irburar lifa af. Einnig er mikilvægt að
hafa í huga þegar tíðnitölur em skoð-
aðar í tengslum við snemmútskriftir að
jafnvel fyrirburar em í auknum mæli
meðhöndlaðir í heimahúsum, sérstak-
lega erlendis. í ljósi þess að fyrirburar
eru líklegri til að þróa með sér gulu
er ekki ólíklegt að þetta hafi einhver
áhrif á aukna tíðni alvarlegrar gulu
hjá nýburum almennt Æskilegt væri í
framtíðarrannsóknum að allir þeir þætt-
30 Ljósmæðrablaðið nóvember 2006