Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Síða 35

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Síða 35
Smábrot úr námi og starfi í LMSÍ 1954 - 1955 og hafði eftirlit með verklegri kennslu og heima- vistinni, enda bjó hún í tveimur her- bergjum fremst á gangi heimavist- arinnar. Hún var ekki afskiptasöm við okkur að öðru leyti en því, að við áttum að vera komnar inn kl. 24 og þá var heimavist læst. Við máttum fá heimsóknir hve- nær sem var nema ekki frá klukkan 24 til 07. Frítt fæði og húsnæði, sem kom sér vel. Vinnutími var langur og mikið að gera. Einn frí- dagur á viku, en þá var talið æskilegt að við færum ekki langt, því ef eitthvað mjög lærdómsríkt kom upp, var reynt að kalla á okkur svo við gætum lært sem Greinarhöfundur tilbúin að mœta á vakt. mest og flest. Mér líkaði mjög vel við þessa yfirmenn mína og kennara. Þau miðluðu af reynslu sinni og kunnáttu til okkar, sem vorum að stíga fyrstu sporin á vit þessa starfs, sem við höfðum valið okkur. Fyrstu fæðingar var beðið með mik- ill eftirvæntingu. Ég var sú síðasta úr hópnum, sem fékk að taka á móti og var orðin langeygð eftir því. Svo kom dag- urinn seint í febrúar 1955, kvöldvakt, búið að gefa mér miða á árshátíð á Hótel Borg. Vaktljósmóðirin Ásta sagði, að hún skyldi leyfa mér að fara klukkan 23, þá kæmist ég inn. En allt varð vitlaust að gera og allstaðar konur að fæða og líka eitthvert basl, yfirljósmóðir kölluð til eins og alltaf ef mikið var að gerast (enda fannst mér hún aldrei eiga frí). Svo kom inn fjölbyrja og nú tilkynnti Sigurbjörg að ég skyldi taka á móti ef konan fæddi fyrir miðnætti. Ég varð bæði glöð og svekkt, að allt skyldi bera upp á sama dag. Maður var svo auralítill að árshátíðarmiði var eins og himnasend- ing en svo kom móttakan. Jæja bara að Mætti í skólann 1. október. Var vísað í herbergi númer 3 í heimavist - gott herbergi fyrir tvo. Skömmu seinna kom herbergissystir mín ásamt móður sinni, sem var ljósmóðir. Mér leist vel á þær mæðgur og vinátta hefur haldist síðan. Næst var kallað í allan hópinn, 12 ungar stúlkur, hér og hvar af landinu, stillt upp í röð og skömmu seinna kom yfir- ljósmóðirin Sigurbjörg Jónsdóttir ásamt yfirlækni Pétri H. J. Jakobssyni. Þau heilsuðu upp á hópinn og buðu okkur velkomnar. Pétur þéraði okkur og þar með urðum við að læra þéringar, sem var nám út af fyrir sig. En þrjár mann- eskjur á deildinni þéruðu alltaf bæði nemendur, ljósmæður og fleiri. Ein ljós- móðir þéraði sængurkonumar nema ef hún þekkti þær. Það var talin kurteisi, en sú kurteisi komst nú ekki inn í okkar höfuð, enda nóg annað til að troða í það. Aðalkennarar skólans voru Pétur og Sigurbjörg. Hann var líka skólastjóri og kenndi sex daga vikunnar frá klukk- an 08 til 09, alltaf fullan klukkutíma. Hún var sú, sem sá um skipulagið að mestu, kenndi tvo tíma á viku bóklegt Lesið undir próf. Ljósmæðrablaðið nóvember 2006 35

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.