Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Page 38
2. ár.s nemar: Efri röð frá vinstri: María Haraldsdóttir, Berglind Hálfdánsdóttir, Auðbjörg
Brynja Bjamadóttir, JennýÁrnadóttir, Arndís Mogensen og Nína Björg Magnúsdóttir.
Neðri röðfrá vinstri: Hafdís Ólafsdóttir, Salný Guðmundsdóttir, Guðfinna Sveinbjörnsdóttir
og Erna Valentínusdóttir
Fæðing
Draumur okkar er að allar fæðingarstof-
ur landsins séu búnareinkasalemi, sturtu
og góðri fæðingarlaug. Mjög mikilvægt
er að fæðingarstofur séu hljóðeinangr-
aðar og vel búnar hjálpartækjum fyrir
hina fæðandi konu, s.s. fæðingarstól-
um, rólum, boltum, dýnum o.fl.
í Hreiðri væri gott að sjá vinnutæki
fyrir ljósmæður til að nota við sauma-
skap, s.s. lága vinnukolla og færanlegar
stoðir, svo ekki þurfi að flytja konu
milli deilda fyrir saumaskap.
Við viljum sjá að kona geti tekið upp-
lýsta ákvörðun um fæðingu í vatni. Slrk
ákvörðun sé á valdi hinnar fæðandi konu
en ekki stofnunar. Okkur þykir einnig
sjálfsagt að mönnun á fæðingardeildum
sé næg til að tryggja að ljósmóðir sinni
aðeins einni fæðandi konu í senn.
Sængurlega
Undanfarin ár hefur verið lögð aukin
áhersla á samveru fjölskyldunnar í
kringum fæðingu barns. Að okkar mati
bjóðum við upp á mjög góða þjónustu
fyrir fjölskyldur sem liggja sængurlegu
í Hreiðrinu og njóta heimaþjónustu
ljósmóður í framhaldinu, en betur má
ef duga skal.
I raun má segja að þjónustunni í
sængurlegu sé misskipt m.t.t. aðstöðu,
einkum innan LSH. Við teljum að þær
konur sem þurfa af heilsufarslegum
ástæðum að liggja sængurlegu á sjúkra-
húsi þurfi ekki síður á maka sínum
að halda en þær konur sem hafa kost
á að liggja í Hreiðrinu eða á sæng-
urlegudeildum á landsbyggðinni. Við
nemamir erum þeirrar skoðunar að öll
legurými á sængurlegudeildum eigi að
vera einbýli með salerni og sturtu, með
svefnaðstöðu fyrir föður, svo fjölskyld-
an geti notið sólarhringssamveru óháð
fæðingarmáta eða veikindum. Það sé
aðstaða sem ÖLLUM sængurkonum
eigi að standa til boða.
Við sjáum fyrir okkur víðtækari við-
fangsefni sængurkvennadeildar, jafnvel
að ein deild sinni bæði nýburagjörgæslu
og umönnun veikra sængurkvenna.
Lágmarkskrafan er sú að foreldrar
nýbura í gjörgæslu hafi aðstöðu til sól-
arhringssamvista við böm sín.
Starfsvettvangur Ijósmæðra
Við viljum sjá...
- Að laun Ijósmæðra séu í takt við nám
og ábyrgð í starfi.
- Að laun ljósmæðra séu nægjanleg til
að fyrirbyggja flótta úr stéttinni og
almenna óánægju í starfi.
- Karlmenn í stéttinni.
- Að ljósmæður geti veitt alhliða kyn-
heilbrigðisþjónustu og ávísað getn-
aðarvömum.
- Að ljósmæður starfi sjálfstætt að
meðgönguvemd og samið verði um
greiðslur frá Tryggingastofnun.
- Ljósmóðurreknar einingar sem bjóða
meðgönguvernd, fæðingarhjálp á fæð-
ingarstað að vali konu og heimaþjónustu
í sængurlegu. Greiðslur séu samkvæmt
samningi við Tryggingastofnun.
- Ljósmóðurrekin fæðingarheimili utan
sjúkrastofnana, rekin fyrir opinbert
fé.
- Að ljósmæður geti fylgt konum úr
mæðravernd í fæðingu á sjúkrastofn-
unum.
- Að samfelld þjónusta sé í boði fyrir
konur í áhættumeðgöngu og fæð-
ingu.
- Að hugmyndafræði ljósmæðra og
lækna sé virt til jafns við stefnumót-
un á sjúkrahúsum.
- Að ljósmæður kynni samfélaginu
með virkum hætti þá hugmyndafræði
að barneign sé náttúmlegt og styrkj-
andi ferli.
- Að fjöldi ljósmóðurnema sé nægj-
anlegur til viðhalds og fjölgunar í
ljósmæðrastétt.
- Að starfandi ljósmæður sameinist í
einu stéttarfélagi og auki þannig slag-
kraft sinn.
- Að rödd ljósmæðra hljómi hærra í
samfélaginu og þær séu tákn fyrir
styrk og sérstöðu kvenna.
- Að kjarasamningar séu sveigjanlegir
og geri ráð fyrir mismunandi skipu-
lagi sjálfstætt starfandi ljósmæðra.
- Að gerðar séu rannsóknir á viðhorfum
landsmanna til þjónustu í barneign-
arferli og tekið tillit til niðurstaðna
þeirra við skipulag þjónustunnar.
- Eflingu fæðingai'þjónustu á lands-
byggðinni, hvort sem er í stærri eða
smærri byggðarlögum.
- Að landsbyggðarkonur hafi upplýst
val um fæðingarstað, þar með talin
heimahús.
- Aukna fræðslu og vitundarvakningu
um kosti fæðinga í heimahúsum.
Flestar þessara hugmynda hafa þegar
skotið upp kollinum innan stéttarinnar
og em því ekki nýjar fréttir. Einhverjar
þeirra verða jafnvel að raunveruleika
innan skamms. Margar eru óþægilega
augljósar, aðrar frumlegri.
Miklu máli skiptir að aðstaða fæð-
andi kvenna á Islandi verði færð til
nútímalegra horfs. Aðrir þættir eru þó
ekki síður mikilvægir, s.s. að tryggja
samfellda þjónustu og hlúa að þeim
mannauði sem við búum að í þjónustu
við fjölskyldur í barneignarferli.
Við skomm á ljósmæður að skoða
hug sinn og draga fram í dagsljósið
hugmyndir sínar um breytta og bætta
þjónustu sem stéttin getur veitt. Ef við
stöndum saman eru engin takmörk fyrir
því sem við fáum áorkað!
Oddrún, félag nema í Ijósmóð-
urfrœðum við Háskóla lslands.
38 Ljósmæðrablaðið nóvember 2006