Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 6

Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 6
20 r REYR Að lokinni fjársöfnun ber að senda samskotalistana og samskotaféð til gjaldkera og ritara nefndarinnar, Metúsalems Stefánssonar, ritstjóra, Reykjavík, og væntir nefndin að það geti orðið fyrir næstu áramót. Reykjavík, 13. ágúst 1935. Virðingarfyllst, Sigurður Sigurðsson. Steingrímur Steinþórsson. Metúsalem Stefánsson. Eflið garðræktina. Hagskýrslur herma, að árið 1933 hafi kartöfluuppskera landsmánna orðið 44 þús. tunnur, og álíka mikil varð hún árið 1934. Auk þessa er svo allmikið ræktað af gulrófum, ýmsum káltegundum og öðru grænmeti. Er þessi ræktun nægileg til þess að full- nægja þörfum okkar fyrir garðjurtir ? Nei! Svo er ekki og vantar mikið til. Árið 1933 voru fluttar til landsins 23 þús. tn. af kar- töflum fyrir ca. 260 þús. kr. og auk þess allmikið af ýmsum öðrum garðjurtum. Innfluttningur árið 1934 varð svipaður. Það sem af er þessu ári, er búið að veita gjaldeyrisleyfi fyrir innfluttningi á kar- töflum, er nemur 275 þús. króna. Nú er þó landið kartöflulaust að kalla, þar sem nýja uppskeran, innlenda, er að litlu leyti kom- in á markaðinn enn þá. Svona þjóðarbúskapur er óhæfa, og er það landbúnaðinum íslenzka lítt til sóma, ef ekki er hægt að bæta úr þessu. Reynsla er fengin um það, að hér má rækta kar- töflur og ýmsar aðrar garðjurtir með góð- um árangri í öllum byggðarlögum lands- ins, þótt vitanlega séu allmörg býli víðs- vegar um land, þar sem slík ræktun er ýmsum vandkvæðum bundin. Þegar svo er ástatt eins og nú, að við erum í vandræðum með að selja framleiðslu okkar, og verðum þar af leiðandi að takmarka kaup á ýms- um nauðsynjum frá útlöndum, vegna gjald- eyrisvandræða, þá er það ráðleysa að flytja til landsins garðjurtir fyrir stórfé árlega. Þetta gerist jafnhliða því, að fjöldi fólks hefir litla eða enga atvinnu um hásumarið. Það er ekki nægilegt að auka ræktun garðjurta sem svarar því, er árlegum inn- fluttningi þeirra nemur. Við þurfum að nota grænmeti meira en nú er gert. Þetta er hollur og ljúffengur matur. Mætti minnka kornmatarkaup frá útlöndum til stórra muna, ef neyzla garðjurta væri al- mennt aukin. Samkvæmt því, sem skýrslur sýna að notað er af kartöflum víða erlendis til manneldis, þyrftum við að rækta minnst 1 tn. af kartöflum á hvern íbúa landsins. Nú nemur ræktunin ekki helmingi af þessu. Þetta þarf að breytast á næstu tveimur árum. Við þurfum að tvöfalda kartöfluuppskeru okkar næsta ár. Til þess að svo megi verða, þarf að gera ýmsar ráð- stafanir þessu viðvíkjandi. Fyrst þarf að fá fulla vitneskju um, hversu mikil uppskeran verður í haust. í því skyni er landbúnaðarráðuneytið að senda út eyðublöð til allra hreppstjóra landsins. Er til þess ætlast, að þeir safni skýrslum strax í haust um uppskerumagn, stærð garða o. fl. Þessar skýrslur eiga að vera komnar aftur til ráðuneytisins um miðjan október. Þegar vitað er, hve mikil

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.