Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 8

Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 8
22 F R E Y R ur að neyzlu, þrem vikum eða mánuði fyrr en vant var. En með þeim afbrigðum, sem nú eru kunn hér, býst eg naumast við að hægt sé að fá uppskeru fyrr en um miðj- an júlí, í kaldri jörð. En hér á íslandi er svo víða um jarðhita að ræða, að það getur fengið mikla þýð- ingu fyrir þjóðarbúið, hvað garðræktina snertir og ef til vill ekki sízt hvað kartöflu- ræktinni viðvíkur. Því að við jarðhita þroskast kartöflur fyrr og betur en í kaldri jörð. Ef til væru rétt afbrigði, gæti rækt- un snemmvaxinna kartaflna orðið þýðing- armikil þar. í vor sem leið gerði eg smá- vegis tilraun þessu viðvíkjandi og setti niður vel spírað útsæði af þessum 4 af- brigðum: Kerrs pink (Eyvindur), Rósin, King Edward og Duke of York. Þau voru sett niður 23. apríl. Vorið var eins og menn muna, fram undir hvíta- sunnu, þegar vonda kastið kom með frosti í 3 nætur og norðanbálviðri í 9 eða 10 daga. Enda þótt grösin yrðu fyrir allmikl- um skemmdum af völdum veðursins, þá fór eg að gá undir 15. júní, en þá voru liðnir 54 dagar frá niðursetningu. Hjá þremur fyrstnefndu afbrigðunum voru ekki myndaðar kartöflur svo teljandi væri, en hjá hinu 4., Duke of York (Jórvíkur- hertoga), voru þær aftur á móti orðnar sæmilegar, fáar en heldur vænar kartöfl- ur undir hverju grasi, frá 40—70 gr. að þyngd. Voru þá frá 100—150 gr. undir grasi. Næst tók eg upp 22. júní, þegar kartöflurnar höfðu verið í 60 daga, þá voru frá 200—250 gr. undir grasi, og stærstu kartöflurnar 100 gr. Smælki var ekkert. Hvað bráðþroska snerti, skaraði þetta afbrigði mjög fram úr hinum, undir þeim kringumstæðum, sem þarna voru við jarðhitann. I huga mínum sá eg fyrir mér stóran kartöfluakur, með þessu afbrigði í heitri jörð, þar sem verið er að taka upp kartöfl- ur fyrir Jónsmessu. Hver veit nema takast megi að draga úr innfluttningi snemmvax- inna kartaflna til landsins í framtíðinni, en það er dýr vara, þegar 100 kg. kosta 50—60 krónur, eða jafnvel enn þá meira. Þessar snemmvöxnu kartöflur voru til sýnis í glugga eins dagblaðsins í Reykja- vík seinni hluta júnímánaðar og vöktu mikla eftirtekt, eins og vonlegt var. Laugarvatni í júlí. Ragnar Ásgeirsson. Kornræktin í Reykholti. 1 fyrra stofnuðu 10 menn í Reykholtsdal í Borgarfirði félag, með því markmiði að hefja kornrækt. Félagið tók land á leigu í Reykholti, braut það mikið land strax í fyrra og sáði korni í allmikinn hluta þess; þá byggði félagið hlöðu og keypti öll nauð- synlegustu áhöld, og hefir notið til þess nokkurs styrks frá Búnaðarfélagi íslands. Á þessu ári hefir félagið færzt allmikið í aukana um kornræktina. I vor var sáð korni í 9,7 ha., þar af byggi í 6,2 ha. og höfrum í 3,5 ha. TJtsæðismagn var 200 kg. á ha., sáðtími 4.—15. maí. Hér hefir eingöngu verið notaður tilbú- inn áburður, og hefir áburðarmagn á hvern ha. verið 200 kg. kalksaltpétur, 100 kg. 37% kalíáburður og 400 kg. superfosfat. Nú, 1. ágúst, leit mjög vel út um upp- skeruhorfur. Akrarnir voru mjög jafnir yfir að líta. Bygg-akur, þar sem sáð hafði verið í nýbrotið land í vor, var sérlega fal- legur. Andrés Kerulf, búfræðingur, sem undan- farin ár hefir starfað við kornræktina á Sámsstöðum, hefir umsjón með kornrækt-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.