Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1935, Side 13

Freyr - 01.08.1935, Side 13
F R E Y R 27 uð og allt vatnið notao, verðuir að leiða lax- inn í gildru, rétt neðan við vélarnar, taka hann þar með háf og flytja í stórum vatns- kössum á bíl, upp fyrir stífluna. Eftir það gengur laxinn eins og hann vill. Á þennan hátt er búið að flytja á fjórða þúsund laxa nú í sumar. Mikil stangaveiði er stunduð í ánni, bæði neðan og ofan við stífluna, til gagns og óblandinnar ánægju fyrir marga höfuðstaðarbúa. Komið hefir fyrir, að góð- ir veiðimenn hafi fengið nær 40 laxa á stöngina yfir daginn. Leyft er að veiða á 2 stengur í ánni í senn; er það gert alla daga veiðitímans og fá færri en vilja. Laxá í Kjós var mjög illa farin að veiði, þegar Copland keypti hana. Þá var ádrætti hætt og hann keypti um skeið 50—100 þús. laxaseiði á ári frá Alviðru. Hún er nú prýðilega laxauðug. Frá Alviðru hefir verið sleppt miklu af seiðum í Sogið. Byrjar það að koma fram á veiðinni í Ölfusá 1930. Verður þá vart við mikinn smálax síðasta hluta veiðitím- ans. Árin á eftir fer veiðin í Ölfusá ört vaxandi og náði hámarki 1933. En í fyrra og nú í ár hefir veiði þar mjög minnkað, hvað sem veldur. Miklar líkur benda til, að miklu vetrar- flóðin 1930 og 1931 hafi drepið ungviðið hrönnum saman. Vífilstaðavatnið er lítið, en mjög átu- auðugt vatn. 1 það hafa tvívegis verið lát- in silungsseiði, nokkur þúsund í hvert skipti. Svo hefir lítið sem ekkert verið veitt í vatninu um tíma. Nú í vor var far- ið að veiða í vatninu og reyndist mikil veiði í því, að ágætlega feitum silungi. Þannig hafa oft veiðzt 30—40 14—1 kgr. silungar í þrjú 30 m. löng net yfir há- bjarta vornóttina. Má það teljast afbrigða- mikil veiði, því að venjulega veiðist lítið í tærum stöðuvötnum um þetta leyti árs, þó góð veiðivötn séu. (. Eg hefi hér drepið á nokkur dæmi, er 'b sýna ljóst, að með klakstarfsemi er hægt að auka veiði í ám og vötnum, á tiltölulega skömmum tíma. Með öðrum orðum: Hún er skjótfarnasta leið til hlunnindaauka af lax- og silungsveiði, ef rétt er á haldið. p. t. Reykjavík, 29. júlí 1935. Ólafur Sigurðsson, frá Hellulandi. Lamblausu ærnar. Á hverju ári eiga landsmenn margar lamblausar ær. Nokkrar þeirra eru með vilja látnar verða lamblausar. Það eru gamalær, sem ætlaðar eru til frálags. Með því verða þær vænni, og þar sem land er rýrt, getur það verið rétt, að hafa ærnar lamblausar síðasta árið, en víðar á landinu gefa þær þó meiri arð með því að hafa þær með lömbum. Hinar lamblausu ærnar, sem verða það móti vilja eigendanna, eru miklu fleiri, og skaðinn, sem bændurnir bíða við það, er mjög mikill. Orsakir til þessa eru vitanlega margar, og mikil áraskipti eru líka að þessu. í vor var óvenju mikið um lamblausar ær. Til eru margir bændur, sem eiga nú aðeins aðra hvora á með lambi. í heilum sýslum eru svo margar ær lamblausar, að láta mun nærri að það sé fjórða til þriðja hver ær, og skaðinn, sem bændur verða fyrir, er óhemju mikill. Þegar eg nú ræði um lamblausu ærnar, þá er orsökin einkum sú, að fjöldi bænda hefir spurt mig, hvort óhætt verði að setja á vetur í haust ær, sem ekki héldu eða létu lömbum í vetur. Þessum bændum og öðrum, sem eins er ástatt fyrir, en ekki hafa þó spurt, vildi eg reyna að svara. Margir segja, að ærnar í vetur hafi ekki

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.