Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 12

Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 12
26 FRE YR hvern í sínu félagi að vera hér á verði og grípa til í tíma, þegar vissa er fengin um, að naut hafi hulda erfðagalla. Á hinn bóginn ættu menn að varast að láta ímyndaða hræðslu hlaupa með sig í gönur, en það getur komið fyrir, þegar menn halda, að þessi eða hinn gallinn sé til staðar, án þess að vita það með vissu. Nýlega hefi ég séð, að galli þessi muni í vetur vera fundinn og rannsakaður í sænskum kúm, ásamt fleiri erfðakvillum, sem erfast á sama hátt. Styrkir það athug- un mína, sem að vísu er full glögg og skýr til að standast dóm erfðafræðinga, en það ætti þá líka að ýta undir menn að vera hér á verði, gæta að og athuga, og helzt af öllu láta mig vita strax og þeir fá grun um, að einhver galli sé í einhverjum grip. 30. júlí 1935. Páll Zóphóníasson. það átt, að Laxá var stífluð og vatnið hækkaði. Streymdi þá silungurinn inn á grunna og átuauðuga flóa eins og sauðfé í ógirtan kálgarð, og var veiddur þar í stórum stíl. En á þennan hátt var gengið á stofninn í vatninu, veiðin hlaut að minnka og hefði eflaust farið niður fyrir meðalveiði, ef ekki hefði verið starfrækt klak. Nú er löngu hætt að stífla Laxá og veiðin minnkaði, en fór þó aldrei niður úr 40 þús. á ári og er nú aftur vaxandi. Það er því óhætt að segja: Veiði í Mý- vatni hefir meir en tvöfaldast fyrir áhrif klaksins. Þó er litlu einu klakið út móts við þá miklu veiði og góðu skilyrði, sem Mý- vatn hefir að bjóða. Þegar Thor Jensen keypti Haffjarðará mátti hún heita laxlaus. Hann friðaði ána alveg fyrir netum, byggði klakhús á Rauða- mel og klakti þar út 100—200 þús. seiðum um nokkurt árabil. Á tiltölulega skömmum tíma fylltist áin af laxi, svo hún er nú, og hefir verið um tíma, ein af laxauðugustu ám þessa lands. Laust fyrir aldamótin var kistuveiði stunduð í Elliðaánum. Var þá laxveiði þar mjög til þurrðar gengin. Þegar Reykja- víkurbær eignaðist árnar og hætt var allri annarri veiði en stangaveiði, óx laxveiðin hægt og jafnt. En eftir að farið var að flytja þangað seiði frá klakstöðinni í Al- viðru, varð vöxturinn mjög ör, svo að tal- að var um Elliðaárnar sem einar af lax- auðugustu smáám í Evrópu. Nú hefir Raf- magnsveita Reykjavíkur byggt mjög myndarlega klakstöð við árnar. Er búið að sleppa frá þeirri stöð 1,200 þús. seiðum á síðastliðnum 3 árum. Trúi eg ekki öðru en að laxgangan aukist drjúgum, eftir að þessi hópur fer að koma af hafi, sem verð- ur nú á næstu árum. Annars líkist laxræktin og veiðin við Elliðaárnar meir húsdýrarækt en venju- legri laxveiði. Vegna þess að áin er virkj- Klakið og áhrif þess. Það er tiltölulega skammt síðan klak- starfsemi var hafin hér á landi fyrir al- vöru, eða ekki fyrr en eftir 1920, eftir að Gísli Árnason frá Skútustöðum fór utan og lærði laxa- og silungaklak að tilhlutun Fiskifélagsins og Búnaðarfélags íslands. Þó þetta sé skammur tími og skrikkjótt hafi sumstaðar gengið með klakið, þar sem reynt hefir verið að koma því af stað, má þó benda á nokkur dæmi, sem greinilega sýna árangur þess. Fyrir 1920 var meðalveiði í Mývatni 15—20 þúsund silungar á ári. En eftir að klakið fór að bera árangur, óx veiðin skyndilega upp yfir 100 þús. á ári. En nokkurn þátt í þessari miklu veiði hefir

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.