Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 16

Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 16
30 FREYR ter hrúta, og er ég sannfærður um, af því sem ég hefi séð, að árangurinn ætti að verða mjög góður. Ef þér kynnuð að æskja einhverra frek- ari upplýsinga um einblendingsrækt, þá megið þér, hvenær sem er, snúa yður til mín, og mun ég með ánægju veita yður hverja þá aðstoð, er ég get veitt“. „Mér þótti mjög vænt um að sjá, hvað vel hafði tekizt rneð Border-Leicester-féð, og virðist mér það þrífast mjög vel. Aðalvandinn við að ala upp Border- Leicester einblendingslömb er, að skipta nógu oft um haga. Frá því ærnar bera, á að gefa þeim hálfs-punds fóðurköku hverri, einu sinni á dag, þar til gróður er orðinn mikill. Eg veit fyrir víst, að það margborg- ar sig fyrir yður að reyna þetta. Þegar taðan hefir verið hirt og háin fer að spretta, þá er gott að beita fénu á hána. Haginn verður þá aftur nýr og hreinn. Eg varð forviða að sjá, hversu fallegt var íslenzka Border-Leicester geldféð, og myndi það prýða margan skozkan fjárhóp af sama kyni (do credit to many a Scottish floch). Þér skuluð hafa það hugfast, að láta að- eins bezta Border-Leicester féð lifa, en lóga hinu. Á þann hátt getið þér komið upp hraustum og sterkum stofni, og það mun borga sig að kaupa hrút við og við frá Skotlandi. Er þá betra að kaupa tvo í einu, þeir mundu una sér betur, einkanlega á leiðinni, og á meðan þeir þyrftu að vera í sóttkví. Einnig er gott að hafa einn til vara, ef annar hrykki upp af, eða eitthvert óhapp kæmi fyrir. Eg mun æfinlega fús til að að- stoða yður við slík kaup, og ég skal sjá um, að hrútarnir verði alveg óskyldir þeim, sem þér hafið“. Skozki fjárstofninn hér á landi er nú 39 kindur. Fénu hefir farnast vel síðastliðið ár. Þó olli lungnaveikin nokkrum örðug- leikum; enda var hún með áleitnasta móti í Þingeyjarsýslu, vegna heyskemmdanna síð- astliðið sumar. Hallgrímur Þorbergsson gerir nú ýmis- konar tilraunir með beitarskipti, til þess að halda haglendinu hreinu og hefir hann komið upp sjö girðingarhólfum í túni og engjum. Eitt hreinræktaða lambið vandi hann undir á af íslenzku kyni og sleppti á afrétt. 1 haust verða til sölu á Halldórsstöðum átta lambhrútar og einn hrútur veturgam- all, og telur Hallgrímur þá verða með þroskaðasta og fallegasta móti. (Útvarpsfrétt 4. ág. 1935, eftir heimild Hallgríms Þorbergssonar, Halldórsstöðum) Skýrsla frá kjötverð- lagsnefnd. Kjötverðlagsnefndin var skipuð um miðjan ágúst 1934, samkv. bráðabirgða- lögunum um ráðstafanir til þess að greiða fyrir viðskiptum með sláturfjárafurðir og ákveða verðlag á þeim. Frá og með 1. sept. komu lögin að fullu til framkvæmda, en seinni hluta ágústmán- aðar fór til ýmiskonar undirbúnings. Frá 1. sept. var innheimt verðjöfnunar- tillag af öllu sauðfjárkjöti, nema af mylk- um ám.Tillagið var sex aurar á kgr. Frá sama tíma var verðlag á kjöti ákveðið af nefndinni um allt land. Leyfi til sauðfjár- slátrunar veitti nefndin 48 samvinnufélög- um og 69 kaupmannaverzlunum. Hjá þessum 48 samvinnufélögum var slátrað alls 318550 sauðfjár, með kjöt- þunga 4169977 kgr., en utan kaupfélag-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.