Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 17

Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 17
PREYE 31 anna, þ. e. hjá kaupmönnum, hlutafélög- um o. fl. 76980 fjár, með kjötþunga 1014786 kgr. Alls var slátrað hjá þeim, sem sláturleyfi fengu, 395530 f jár, með kjötþunga 5184-7'63 kgr. Fé, sem slátrað var í fyrra sumar fram að 1. sept., er ekki með í þessum töl- um. Flestar kaupmannaverzlanirnar not- uðu ekki nema nokkurn hluta sláturleyfa sinna, sumir aðeins lítinn hluta. Auk þessa fór fram slátrun hjá nokkr- um einstökum mönnum, sem látin var óá- talin af nefndinni, þar sem sérstakar á- stæður voru fyrir hendi, svo sem erfiðir staðhættir o. f 1., er gerði hlutaðeigendum andstætt að ná til sláturhúsa, en af því kjöti var einnig greitt tilskilið verðjöfn- unargjald. Allt sauðfjárkjöt, sem komið hefir til sölu af framleiðslunni 1934, er eftir teg- undum þannig (slátrun fyrir 1. sept. ekki meðtalin) : Dilkakjöt ................ 4427757 kgr. Geldfjárkjöt . . ...... 404433 — Mylkærkjöt............. 352573 — og auk þess af heimaslátr- uðu fé, samkv. áður greindu, þar með talið hangikjöt ca. 45000 — Alls: 5229763 kgr. Af framleiðslunni hefir verið útflutt og selt erlendis: I. Freðkjöt 123774 kropp- ar ............... alls kgr. 1587157 II. Saltkjöt: a. af dilkum 8461 tn. alls kgr. 945940 b. af rosknu fé 674 tn. alls kgr. 75472 Útflutt alls kgr. 2608569 Af útflutta kjötinu eru 2370y% smál. frá samvinnufélögum, en 238 smál. frá kaup- mannaverzlunum. Hinn hluti kjötframleiðslunnar, sem nemur 2621194 kgr., hefir verið ætlaður til sölu á innlendum markaði. Hinn 1. þessa mánaðar var óselt af kjöti: Frosið dilkakjöt.............. 43 smál. Frosið kjöt af rosknu fé . . . . 79 smál. Saltað dilkakjöt.............. 65 tunnur Saltað kjöt af rosknu fé .... 110 tunnur I eða sem næst 14-5 smálestir alls, hefir því innanlandssalan numið fram til 1. ágúst 2476 smálestum af framleiðslunni 1934. Hinn 1. sept. f. árs var eitthvað óselt af kjötframleiðslunni 1933, en ekki er vitað, hversu mikið það var, ef til vill eitthvað minna en nú er óselt. Verðjöfnunartillagið, sex aurar af kgr., sem innheimt var af öllu sauðfjárkjöti, nema af mylkum ám, nam alls kr. 293513.14. Af útfluttu kjöti bar að endurgreiða gjaldið, og nam sú upphæð kr. 154666.14, og er það þegar greitt. Eftirstöðvunum — kr. 138847.00, auk framlags ríkissjóðs, kr. 150000.00, alls lcr. 288847.00, verður út- hlutað á útflutta dilkakjötið, sem verð- uppbót, og hefir nefndin ákveðið að hún verði 5)4 aurar á kgr. af freðkjöti, en 14lA aurar á kgr. af saltkjöti. Verð á freðkjöti, sem selt var erlendis, svarar til þess að vera 71V2 aurar pr. kgr. til framleiðenda að meðaltali, og er þá frá- dreginn allur kostnaður við sölu, flutninga, geymslu, frystingu og slátrun. Erlenda verðið á saltkjötinu svarar til þess að vera 54 aurar pr. kgr. til framleið- enda, meðaltal af báðum flokkum, og er þá frádreginn samsvarandi kostnaður og á freðkjötinu. Meðalverð á samskonar kjöti árið áður

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.