Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 9
F R E Y R
23
inni. Taldi hann, eftir horfum nú, aS bygg
yrði fullþroskað 5.—10. sept., en hafrar 15.
—20. sept.
Ef tíð verður sæmileg og engin sérstök
óhöpp koma fyrir, má búast við mikilli
uppskeru af korni í Reykholti í haust.
Stgr. Stþ.
Vanskapaðir kálfar.
1 grein í Búnaðarritinu XLIV. árgangi
ritaði eg um erfðir og kynbætur búfjár, og
reyndi að skýra fyrir mönnum nokkur af
þeim náttúrulögmálum sem erfðir lúta. 1
Frey hefi eg skrifað um sama efni, og í út-
varpið hafa þeir náttúrufræðingur Árni
Friðriksson og prófessor Ágúst H. Bjarna-
son flutt erindi um sama efni. Eg vona því,
að almenningur sé farinn að skilja þetta
nokkuð, og eg þurfi því ekki nú að hafa
neinn sérstakan formála fyrir því, sem eg
segi hér um, víkjandi eiginleika hjá okkar
kúm, sem gerir það að verkum þegar kálf-
arnir fá hann frá báðum foreldrum sínum,
að þeir fæðast vanskapaðir.
Það var fyrst í fyrrahaust, sem Hafliði
Guðmundsson í Búð kom til mín og sagði
mér frá því, að fæðst hefði í Þykkvabænum
vanskapaðir kálfar. Einn hafði fæðst 1931,
en um hann hafði mér ekki verið sagt af
neinum. Síðan fæddust nokkrir veturinn
1933 til 1934, og enn nokkrir í vetur sem
leið.
Nú hefi eg rannsakað þetta, og er alveg
Ijóst, að hér er um víkjandi eiginleika
að ræða, sem ekki sést, hafi kálfurinn
hann bara frá öðru foreldranna, en kemur
fyrst í ljós, þegar kálfurinn fær hann frá
báðum foreldrum.
Eg fékk kálfa senda hingað til Reykja-
víkur, myndaði þá og rannsakaði nokkuð
í hverju vanskapnaðurinn var fólginn. —
Allir eru þeir eins. Hálsinn er stuttur, og
kemur það bæði af því, að hálsliðirnir eru
ekki nema 5 (í stað 7) og af því, að hver
hálsliður er styttri en vanalegir hálsliðir.
Hryggurinn er stuttur. 1 brjóstliðina vant-
ar tvo og þá skiljanlega líka tvö rifbein,
en þess utan eru allir liðirnir óvenju stutt-
ir. Háþorn brjósthryggjarliðanna eru
mörgum sentimetrum hærri en venjulega,
og því kemur mikil kryppa upp úr herð-
unum. Bóghlutinn er vel vöðvafylltur og
kálfurinn því sver að framan. Hinsvegar er
afturhlutinn vöðvarýr. Setbeinið er óvenju-
lega langt, sérstaklega er afturhluti set-
beinsins langur. Krossliðirnir eru
stuttir, og því verður endaþarmsopið upp
úr miðjum mölunum. Rófuliðirnir eru fáir
og rófan nær ekki nema niður á mitt læri.
Kálfarnir hafa verið með öllum litum og
ýmist naut eða kvígur.
1 Þykkvabænum hafa þessar kýr átt van-
skapaða kálfa:
1. Fræna í Hábæ. M. Depla. F. Fells.
2. Dimma í Hábæ. M. Dúfa á Skinnum.
F. Fells.
3. Rönd í Hábæ. M. ? F. Fells.
4. Skraut á Jaðri. M. Rós. F. Fells.
5. Hryggja á Jaðri. M. ? F. Fells.
6. Grána á Skinnum. M. Mimma. F. Fells
7. Toppa á Skinnum. M. Dúfa. F. Fells.
8. Díla á Skarði. M. Búbót. F. Fells.
9. Branda í Dísukoti. M. Díla. F. Fells.
10. Rönd í Vesturholtum. M. Huppa. F.
Fells.
11. Síða í Borgartúni. M. Dúfa. F. Fells.
12. Rönd í Búð. M. Ljómalind í Oddsparti.
F. Fells.
Af þessari upptalningu er augljóst, að
allar mæður vansköpuðu kálfanna eru syst-
ur að föðurnum eða dætur Fells. Aftur eru
þær ekki skildar að mæðrunum yfirleitt, þó
svo sé með nokkrar þeirra. Eg hirði því
ekki að rekja ættir þeirra á mæðranna hlið.
Ellefu af kálfunum eiga að föður naut sem