Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 19
FEEY-R
I
1
ÍSLENSKIR ÞJÓÐHÆTTIR
er sú bók íslensk, sem tvímælalaust hefir hlotiö
besta dóma. Hér fer á eftir örlítió sýnishorn af
umsögnum nokkurra merkra manna:
GutSm. Finiiliogason, lamlsbðkavöríSiir, segir í
Morgunbla'Öinu 12. des 1934 m. a.:
,.í»etta er mesta merkisrit. Jafnskjótt og’ eg
fékk þaö í hendur, fleygði eg frá mér því, sem
eg var aö vinna, og settist vi‘ð aö lesa. ... Eg
la^ bókina frá upphafi til enda og þótti hún stór-
um skemtilegri og hollari lestur en sumar skáld-
sögur, sem miki'ö er gumaö af. Síra Jónas, sá
ágæti maöur, sem enginn gleymir, sem kyntist
honum, segir svo skemtilega og látlaust frá. Hér
er í fyrsta skipti heildaryfirlit um þjóðháttu,
siðu og þjóðtrú íslendinga á síðari öldum, ritað
af manni, sem var óvanalega fjölfróðui. en
mundi sjálfur marga þá hluti, sem hann er að
lýsa. . . . Efnið kemur því við hverjum íslend-
ingi, sem ekki þykist upp úr því vaxinn að vita
eitthvað í dag um það, sem gerðist í gær. Nú er
alt á hverfanda hveli, líf þjóðarinnar breytist
óðfluga, fornir hættir, siðir, vinnubrögð og tæki
falla í gleymsku óðar en varir, með þeim mönn-
um, sem þektu það alt af sjón og raun, og því
er ekki seinna vænna að halda því til haga,
safna því í heild og fá yfirlit yfir það“.
Ólafur Lárusson, prófessor, segir í Vísi 15. des. 1934 m. a.:
,,í bók þessari fá menn mynd af lífi forfeðra sinna, eins og það var á 18. og fram
yfir miðja 19. öld, mynd af lífskjörum þeirra og hugsunarhætti. Hvorttveggja þetta er nú
gerbreytt frá því sem áður var. Flest af því, sem bókin segir frá, mun koma unga fólkinu
ókunnuglega fyrir sjónir. En ekki trúi eg öðru, en að það lesi bókina með athygli, og þá
gefur hún því betri skilning á liðnum tímum, en það hafði áður. Fyrir þeim sem eldri eru,
rifjar bókin upp margt, er þeir þektu í æsku sinni, en hafa nú gleymt“.
„Það er merkisatburður í þjóðlegum fræðum íslenskum, að bók þessi skuli vera kom-
in út. í>ar er bók, sem lengi mun verða í góðu gildi, bók, sem á það skilið, að verða
mikið lesin, bók, sem á að skipa virðingarsæti hjá íslenskunn bókamönnum, við hliðina
á Þjóðsögum Jóns Árnasonar“.
JÓZVAS JÓNASSON frá Hrafnagill
Pálmi Hannesson, rektor Mentaskólans, segir 1 Alþýðublaöihu 17. des. 1934 m. a.:
„íslenskir þjóðhættir er óvenjulega eiguleg bók, og veldur þar jöfnum höndum efni
og frágangur. Eins og ráða má af nafninu, segir bókin frá lífi manna á landi hér, og má
kalla að hún taki yfir tvær aldir, þá 18. og 19. En auövitaö er, að höfundurinn leggur
mesta rækt við síðari hluta 19. aldar, enda fer það saman, að hann man til lians sjálfur
og hefir þaðan flestar heimildir, munnlegar og skráðar. . . . Frágangur allur og útlit er
einnig með ágætum, og lýsir bókin óvenjulegri vandvirkni af hálfu útgefenda. Þetta má
virðast því merkilegra, þegar vitaö er, að höfundinum sjálfum auðnaðist ekki aö búa
hana undir prentun. . . . Bókin er veglegur varði yfir hinn ágæta og f jölfróða mann. En
bókin er meira. Hún er merkilegt heimildarrit um menningu og atvinnuhætti þjóðarinn-
ar, og hygg eg fyrir víst, að margir muni leita þangað fróðleiks um liðna tíma“-
Árni Pálsson, prófessor, segir í Morgunblaðinu 18. des. 1934 m. a.:
,,í>ví er miður, að ókleift er í stuttri blaðagrein að gefa almenningi nokkra hugmynd
um hið fjölbreytta efni þessa rits. Það er eins og kveðja frá dauðri eða deyjandi kynslóð,
sem lifði fábreyttu lífi við fátækleg efni og var fáskorðuð af ævagömlum venjuni á öllum
sviðum. I>að er ekki auðvelt að hugsa sér kyrrstæðara líf heldur en þjóðlíf Islendinga
á einokunaröldinni. Alt virtist óumbreytanlegt öldum saman, — búskaparhættir til sjávar
og sveita, daglega lífið, húsakynnin, skemtanirnar, verslunarkúgunin, guðsoröiö o. fl.
Dr. Einar Ól. Sveinsson var fenginn til þess að sjá um útgáfuna. Einar er góðvirkur
maður og vandvirkur, og hefir verk síra Jónasar vissulega ekki spilst í höndum hans,
þótt lítt haldi hann því á lofti sjálfur“.
Sigurlíur Girðmimdsson, skólameistarl, á Akureyri, segir m. a. í Degi 3. jan. 1935:
„Bókin er í því ólík ýmsum fræðibókum vorum, að hún er víða skemtileg. Höf. hefir
veriö skopvís, sem ráða má af sögum hans. Kryddar hann einatt lýsingar sínar gaman-
sögum og kímni. Málfar hans er lipurt og lifandi, sundurgerðar- og tildurslaust, yfir-
leitt vel íslenskt“.