Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 18
32
F R E Y R
var 78 aurar pr. kgr. af freSkjöti og 58
aurar kgr. af saltkjöti, og nemur því verð-
lækkunin á erlendum markaði 4—6*4 aur-
um á kgr. Þegar verðuppbót þeirri, sem
ákveðin hefir verið, er bætt við, verður
verðið á útflutta kjötinu til framleiðenda
81 eyrir fyrir kgr. af freðkjöti og rúmir
68 aurar fyrir kgr. af saltkjöti.
Samkvæmt upplýsingum frá Sláturfé-
lagi Suðurlands, sem hefir mesta kjötsölu
á Reykjavíkurmarkaði, er meðalverð þess
til framleiðendanna á dilkakjöti 86 aurar
pr. kgr. 1934, en 68 aurar 1933, hvort
tveggja miðað við 10 kgr. kroppþunga og
þyngri, og er frá dreginn samsvarandi
kostnaður bæði árin. Verðhækkunin til
framleiðenda á þessu kjöti er því 18 aurar
á kgr.
Heildsöluverð á 1. fl. dilkakjöti á 1. verð-
lagssvæði var í aðalsláturtíð haustið 1934
kr. 1.15 og á frystu kjöti út úr íshúsunum
kr. 1.22 frá miðjum nóv. til 15. jan., en
eftir það kr. 1.30 pr. kgr.
Verðframfærsla í smásölu mátti vera
allt að 15 af hundraði, en mun áður oftast
hafa verið ca. 20 af hundraði í Reykjavík.
Allskonar innanlandskostnaður á kjöt-
inu er að sjálfsögðu breytilegur og mis-
munandi á hinum ýmsu sláturstöðum, bæði
við söluna og annað, og sláturleyfishafar
seldu líka mismunandi mikið á innlendum
markaði; af því leiðir, að verðið til fram-
leiðendanna hlýtur að verða nokkuð mis-
munandi hátt, og víða annað en meðalverð
það eftir sölunni erlendis, sem að framan
er greint.
Reykjavík, 7. ágúst 1935.
Jón ívarsson. Helgi Bergs. Jón Árnason.
Ingimar Jónsson. Þorleifur Gunnarsson.
Framanskráða skýrslu hefir kjötverð-
lagsnefndin sent Frey til birtingar, „til
þess að leiðrétta ýmsan misskilning, sem
gengur manna á milli og í blöðum um starf
nefndarinnar og árangur af því“, eins og
nefndin kemst að orði, í bréfi, er fylgdi
skýrslunni.
Ályktanir Búnaðarþingsins um afurða-
sölulögin.
í sambandi við skýrslu kjötverðlags-
nefndarinnar, sem hér er birt, þykir blað-
inu rétt, að birta eftirfarandi þingsálykt-
unartillögur, sem samþykktar voru á síð-
asta Búnaðarþingi, báðar með samhljóða
atkvæðum:
1. „Búnaðarþingið ályktar, að lýsa yfir
því, að það telur það rétta stefnu í að-
alatriðum, sem fram hefir komið í
hinni nýju afurðasölulöggjöf, en gerir
jafnframt þá alveg skýlausu kröfu, að
þá er ríkið þannig tekur sölu afurða
landbúnaðarins í sínar hendur, þá
verði það um leið að tryggja bændum
fullt framleiðslukostnaðarverð fyrir
afurðirnar"
2. „Búnaðarþingið ályktar, að lýsa yfir
því, að þegar ríkið með lögum ákveð-
ur sölu og verðlag landbúnaðarvar-
anna innanlands, þá eigi framkvæmd-
in að öllu leyti að vera í höndum fram-
leiðendanna sjálfra“.
KjötverSlagsnef nd.
Sú breyting hefir orðið á skipun kjötverðlags-
nefndar, að formaður nefndarinnar, Jón ívars-
son, kaupfélagsstjóri, hefir látið þar af störfum.
I hans stað hefir Páll Zóphoníasson, ráðunautur,
verið skipaður formaður nefndarinnar, en hann
var áður varaformaður. Aðrir nefndarmenn eru
eins og áður: Jón Árnason, framkvæmdarstjóri,
Helgi Bergs, forstjóri, sr. Ingimar Jónsson, skóla-
stjóri, Þorleifur Gunnarsson, bókbindari.
ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F.