Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 14

Freyr - 01.08.1935, Blaðsíða 14
28 F R E Y R haldið. „Það hafi verið vita ómögulegt, að fá í þær lamb“. Þetta segja eingöngu bænd- ur af því svæði landsins, þar sem heyin hröktust mest í fyrra. Langlíklegast er, að orsökin til þessa liggi í því, að úr heyinu hafi tapazt E-bætiefnin. Mér virðist þá líka að meiri brögð séu að þessu, þar sem inni- staða var, en þar sem alltaf var beitt. E- bætiefnin hafa áhrif á frjósemi skepnanna, og vöntun á þeim getur orsakað ófrjósemi. Ef þessi tilgáta mín, um orsökina að því að ærnar héldu ekki, er rétt, þá er engin á- stæða til að ætla, að þær ær, sem í vetur vantaði E-bætiefni til að verða frjóar, vanti þau aftur í vetur er kemur. Heyin eru, það sem af er, lítið hrakin, og heilt sumar með bætiefnaríkum nýgræðingi er á milli. Bændur geta því óhræddir sett þess- ar ær á, ef þeim sýnist það rétt, þær halda næsta vetur eins og hverjar aðrar ær. Þá hafa ær víða látið lömbunum. Mest brögð eru líka að þessu í þeim landshlutum þar sem heyin voru mest hrakin, en þó eru bæir hér og þar á þeim hluta landsins, sem heyin hröktust ekki á, sem orðið hafa fyrir barðinu á lambalátinu. Hér geta verið margar mismunandi ástæður. Til er sjúk- dómur, sem ekki lýsir sér í neinum veru- legum sýnilegum ytri einkennum, öðrum en þeim, að ærin lætur lambinu. Hann hefir undanfarin ár verið hér og þar um landið á bæ og bæ, og gert mikinn skaða. Reynsla er fyrir því, að hann er víða ekki nema ár í einu, þó er það stundum, að ær hafa lát- ið fleiri ár í röð á sama bænum, en það er miklu sjaldnar. Mestar líkur eru fyrir því, að venjulega láti sama ærin ekki nema einu sinni af sjúkdóminum. Þessi sjúkdómur er áreiðanlega smitandi, en annars er hann ekki rannsakaður enn. En þar sem lamba- látið gerir nú sem stendur mestan skaða í fjárræktinni, er mjög brýn þörf á að rann- saka það. Bændur, sem verða fyrir því ó- láni, að ær þeirra að vetri fari að láta lömbum, ættu því að láta vita af því strax, svo hægt væri að rannsaka það, meðan sjúkdómurinn er í ánum. Þessu vildi eg biðja bændur að muna eftir. En lélegt fóður getur líka orsakað lamba- lát. Snöggar fóðurbreytingar sömuleiðis. Mikill kuldi og vosbúð, harður rekstur o. fk, o. fl., og fyrir því getur enginn sagt, hver orsökin er í hverju einstöku tilfelli, nema það sé rannsakað sérstaklega. En það eru engar líkur fyrir því, að ær, sem hafa látið lömbunum í vetur er leið, geri það frekar en aðrar ær á komandi vetri, og þarf því ekki að kasta þeim úr í haust af þessum ástæðum, fremur en öðrum ám. Þriðja orsökin til þess að ærnar verði lamblausar er sú, að þær missa undan sér, lömbin drepast eftir að þau eru fædd, af einni eða annari ástæðu. Orsakirnar geta hér verið mýmargar, og margar þeirra liggja 1 eðli móðurinnar, og erfast frá kyni til kyns. Aðrar gera það ekki. Bóndinn þarf því að reyna að átta sig á því, í hverju einstöku tilfelli, hver orsökin til þess hafi verið, að hann missti lambið. Finni hann hana í ytri aðstæðum (lamb- ið drepist ofan í, vargur drepi það, o. s. frv.), þá er ánni ekki um að kenna. Finni hann orsökina aftur ekki á ytri aðstæðum, þá á bóndinn að vera varasamur, setja ekki á undan ánni, og halda ekki lengur í ána en hann má til. Ýmislegt bendir til þess, að orsök ung- lambadauða, sem almennt er ekki talin að vera mæðrunum að kenna, eins og t. d. mjólkursótt, geti þó verið það, og víst er það, að mest ber á því í ákveðnum ærætt- um, þó ekki sé enn hægt að fullyrða hvern- ig það erfist. Því er það, að bændur eiga að gefa þessu gaum, og getur verið rétt að drepa geldu ána, sem misst hefir undan sér af mjólkursótt, þó hún sé á bezta aldri. I sambandi við þetta vil ég benda á ann- að atriði, sem þessu er áhangandi. Vegna

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.