Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2004 Fréttir 3DV Einelti á salernum I könnun sem fram- kvæmd var í 45 íslenskum grunnskólum kemur fram að síðan skólarnir hófu þát- töku í svokallaðri Olweus- aráætlun hefur dregið hef- ur einelti um 34%. Könn- unin var yflrgripsmikil og er liður í sérstakri eineltisá- ætlun sem staðið hefur yfir í eitt ár. í könnuninni kem- ur einnig fram að algengast er að nemendur verði fyrir einelti á skólagöngum en næst vinsælast er að einelta á skólalóðinni. Athyglisvert er að 6 - 7% krakka sem verða fyrir einelti segjast verða fýrirjþví á salernum skólanna. I könnunninni er því dregin sú ályktun að með því að breyta hönnun á salernum yrði ekkert barnanna fyrir þessu of- beldi. Áskorun um sjónvarp 370 íslenskir starfsmenn við Kárahnjúka sjá ekki sjónvarp á íslensku. Stéttar- félög sem eiga félagsmenn á svæðinu hafa sent frá sér áskorun til þeirra sem eiga aðild að virkjunarsamn- ingnum um að skilyrðum til að taka við sjónvarps- sendingum verði fullnægt hið fyrsta. Framkvæmdir hafa staðið yfir í níu mán- uði og segja stéttarfélögin að íslendingarnir séu orðn- ir langeygir eftir sjónvarpi. Hins vegar er erlent sjón- varpsefni til staðar. Fyrsti dagur þorra „Þessi dagur er orðinn virkilega stór hjá blóma- og gjafavörubúðum," segir Kristinn Einarsson, fram- kvæmdastjóri Blómavals. í dag er fyrsti dagur þorra en hann er jafnan nefndur bóndadagur. „Hingað streyma kon- urnar og kaupa gjarnan blóm og jafnvel konfekt eða eitthvað siíkt handa bónda sínum. Þær eru dálítið séð- ar oft á tíðum og nota tæki- færið og versla einnig pottablóm eða slíkt handa sjálfum sér.“ Kristinn segir að allar tegundir blóma seljist en árstíðin hefur talsverð áhrif á það framboð sem til er. „Túlípanar eru líklega allra vinsælustu blómin og svo eru rósir klassískar líka en það er allt Ieyft og konurn- ar kaupa það sem hjarta þeirra er næst." í Sögu daganna eftir Árna Björnsson, þjóðhátta- fræðing, segir að upphaf- lega virðist húsffeyja hafa boðið þorra velkominn enda er ljóst að fyrsti dagur þorra hefur verið tileinkað- ur húsbóndanum. Er hvorttveggja til að honum hafi verið veitt sérstaklega í mat og að hann hafi þá átt að gera vel við sitt fólk. Hrönn Halldórsdóttir sem rekin var sem flutningabílstjóri hjá Samskipum segir yfirmann hafa lagt fæð á sig og hótað brottrekstri ef hún ekki skrifaði undir að hafa hindrað húsbíl í Ártúnsbrekkunni. Hún var loks rekin fyrir áfengisdrykkju á skyndihjálparnámskeiði en segist ekki hafa verið ölvuð. Drakk bara einn Breezer með Hrönn Halldórsdóttir „"Éghefver- ið i meðferð vegna andlegrar vanlíð- anar og er komin á endurhæfingarlíf- eyri,* segir Hrönn Halldórsdóttir. Hún hefur ekkert unnið síðan hún var rek- in úr draumastarfinu hjá Samskip- DV-Mynd Róbert. „Ég veit ekki hvað ég braut af mér til að fá þessa sér- meðferð." „Það er af og frá að ég hafi verið ölvuð á skyndihjálparnámskeiðinu. Ég fékk mér bara einn Breezer með pítsunni," segir Hrönn Halldórsdótt- ir, fyrrverandi flutningabílstjóri hjá Samskipum. Hrönn var rekinn frá Samskipum í maí í fyrra fyrir áfengisdrykkju á skyndihjálparnámskeiðinu. Haustið þar á undan hafði yfirmaður Hrannar veitt henni áminningu eftir að kvörtun barst frá húsabílaeiganda. Eigandi húsbílsins sagði Hrönn hafa hindrað för sína með því að aka á 30 kílómetra hraða og síðan sveigt tvívegis í veg fyrir hann í Ártúns- brekkunni. Hrönn ók 22 hjóla flutningabfl með tengivagni. Baðst vægðar en var rekin „Þetta gerðist ekki á þann hátt sem áminning- in segir til um en ég átti yfir höfði mér brottrekst- ur ef ég skrifaði ekki undir. Að auki finnst mér sjálfri síst ámælisvert þegar myrkur er og rigning að aka varlega á 47 tonna þungum bfl," segir Hrönn. Að sögn Hrannar var skyndihjálparnámskeiðið umdeilda haldið laugardag einn í maí í húsakynn- um Samskipa. Hún og starfsfélagi hennar hafi fengið leyfi námskeiðshaldarans fyrir að drekka áfenga drykki með pítsu sem borin var fram í há- deginu. „Ég kláraði þennan eina Breezer. Þegar ég mætti í vinnu á mánudegi sagði yfirmaður minn að þetta væri ekki leyfilegt. Ég baðst afsökunar en var sagt upp nokkrum dögum síðar," segir Hrönn. Starfsfélagi Hrannar fékk sína fyrstu áminningu við þetta tilefni. Sögð vera hálfvaxinn bílstjóri Hrönn segist ekki hafa gert sér í hugarlund að tekið yrði svo hart á henni. Þekkst hafi að starfs- menn Samskipa hafi drukkið bjór á vinnustað og eins hafi oft verið kvartað undan akstri bflstjóranna - án þess að það leiddi til áminningar. „Ég tel að þetta hafi verið vegna þess að yfirmanninum var persónu- lega illa við mig. Hann vildi ekki hafa konu í bflstjórastarfinu. Það var oft gengið fram hjá mér með verkefni og ég mátti þola háðsglósur á borð við að ég væri bara hálfvaxinn bflstjóri. Ég veit ekki hvað ég braut af mér til að fá þessa sérmeðferð," segir Hrönn. Andlegt skipbrot eftir brottreksturinn Að því er Hrönn segir kippti brottreksturinn frá Samskipum grundvellinum undan lífi hennar. „Mér líkaði starfið afar vel og stóð mig vel. Það mundu flestir samstarfsmenn geta vottað - þeir þora bara ekki að stíga fram til þess því þá væri þeirra eigið starf í hættu," segir hún. Hrönn hefur ekkert unnið síðan hún beið skipbrotið hjá Samskipum og sér það ekki fyrir sér í nánustu framtíð. „Ég hef verið í meðferð vegna and- legrar vanlíðunar og er komin á endurhæfingarlífeyri," segir Hrönn sem enn ætlar að berjast í máli sínu. „Ég var beitt órétti og sætti mig ekki við það. Núna er ég að safna fé og kröftum til að fara í dómsmál." gar@dv.is Breezer Hrönn Halldórsdóttir segir sig og starfsfélaga sinn hafa fengið leyfi umsjónar- manns skyndihjálparnámskeiðs til að drekka vin með hádegismatnum. Drykkurinn hafi kostaði hana starfið. Bessastöðum um helgina. Það kemur fólk hvaðanæva að úr heiminum til að djamma með henni og skoða land og þjóð. Svo ekki sé minnst á það hversu alþýðleg hún er þrátt fyrir allt ríkidæmið. Svarthöfði vill Dorrit á Bessastaði 2004! Svaithöföi Herra Dorrit í gær var sagt frá íslenskum unglingum í Palestínu sem hittu Arafat. Hann var hress kallinn, þótt gamall væri, og Svarthöfði gladdist við að heyra að hann hefði barið í borðið þegar hann talaði. Verra þótti honum þó að fá ekki af því fréttir hvað honum þyki um Dorrit. Nú hefur hún verið að fordæma kúgara þjóðar hans og svo rosalega að jafnvel Ástþór Magnússon er hneykslaður. Já, hvað er það? Hvernig getur jólasveinninn og tómatsósu- meistarinn látið það hvarfla að sér að segja Dorrit ekki nógu dipló. Margur heldur mig sig. Nema þetta sé liður í kosningabarráttu Ástþórs Magnússonar. Að grafa undan Dorrit. Því það sér hver maður að hún er orðin Herra Dorrit og Ólafur hennar frú. Þetta sér Ástþór auðvitað og býr sig undir baráttu við Dorrit. Að hún bætist í hóp hans og Snorra Ásmundssonar og bjóði sig líka fram gegn Ólafi. Og Ástþór er raunsær maður. Sér að hún mun rúlla þessu upp. Hvorki Ólafur Ragnar, Astþór né Snorri hafa roð við Dorrit. Það eru líka mörg metin sem við íslendingar eigum eftir að slá. Við vorum fyrstir með konu sem forseta en getum nú orðið fyrsta þjóðin með útlenska konu sem þjóðhöfðingja. Fyrir utan auðvitað hversu frambærilegur fulltrúi hún er á erlendri grund. Talar erlend tungumál að móðurmáli. Enginn hreimur. Gæti losað okkur við Bjarkarímyndina. Auk þess sem allt fína og fræga fólkið úti í hinum stóra heimi er þegar með betri vinum hennar. Það sannaði hún á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.