Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2004, Síða 16
76 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2004 Fréttir DV Hetjuskapur í Ég reyni frekar að horfa fram á veginn og sætta mig við það sem ég hef. Margir eru verr farnir en ég og það erýmislegt sem ég stefni að ná sem ég veit að gengur efég heid áfram skyldi ná mér betur í það minnsta til að geta bjargað mér með daglegar athafnir. Fyrst þegar ég reyndi hjólastólinn komst ég ekkert áfram; tók á öllu sem ég átti til en hann mjakaðist varla. Ég hamaðist í stólnum allan daginn og ætlaði ekki að gefast upp. Það bar þann árangur að nú get ég rúllað mér um gangana í stólnum," segir hann kátur og snýr sér að tölvunni. „Það er rnikill mun- ur að hafa tölvuna og þannig kemst ég í samband við umheiminn. Ég er í msn samskiptum við fjöl- skylduna og vinina og nota sérhönnuð hjálpar- tæki í staðinn fyrir músina sem ég hef ekki vald á.“ Vill búa einn Rúnar Björn er kátur og lífsglaður að eðlisfari. Hann segist ekki velta sér upp úr því sem ekki verði breytt. „Ég tek þessu eins og hverju öðru hundsbiti og reyni að gera eins gott úr þessu og ég get. Það er alveg rétt, ég hef mjög gott skap og er ekki alltaf að öfunda aðra eða horfa til baka og velta íyrir mér ef þetta og ef ekki hitt. Þetta gerðist og það er ekkert við því að segja. Ég reyni frekar að horfa fram á veginn og sætta mig við það sem ég hef. Margir eru verr farnir en ég og það erýmislegt sem ég stefni að ná sem ég veit að gengur ef ég held áfram," segir hann og er vongóður á svip. Þrjóskan hefur einnig komið honum langt; það sem hann ætlar gerir hann. „Það hefur komið fyr- ir að ég missi eitthvað þegar ég er einn og þá hætti ég ekki fyrr en mér hefur tekist að bjarga mér. Stundum hendir það að ég missi heyrnartólið sem fest er á eyrað þegar ég er að tala í farsímann og það er mesta bras við að ná því aftur. Mér hef- ur tekist það eftir langan tíma en ekki spyrja hvernig ég fer að því," segir hann glottandi. Fyrir dyrum stendur að Rúnar Björn flytji af Grensás í SEM-húsið við Sléttuveg. Hann bfður eftir búnaði sem opnar og læsir íbúðinni en hann getur ekki opnað með lyklum. „Það leggst mjög vel í mig að búa einn og ég hlakka til. Ég er að vfsu mjög háður hjálp en ég get ekki komið mér sjálfur í rúmið og ekki heldur á fætur. Það er alveg von- laust að mér takist það. Ég ætla samt að halda á fram að reyna og æfa mig því öðruvísi kemur þetta ekki. Það hef ég marg sinnis reynt." Á leið í skóla Hann segir sjúkraþjálfunina á deildinni alveg frábæra og hann hafi ekki náð svona lagt án þess stórkostlega starfsfólks sem þar starfar. „Ég held að þau geri oft meira en þeim ber og fórni sér til að geta gert manni lífið bærilegt. Iðjuþjálfunin kemur sér einnig mjög vel fyrir mig og þar hef ég lært að bjarga mér með margt sem mig óraði ekki fyrir að væri gerlegt," segir hann og bætir við að næsta takmarkið sé að læra að aka bíl. Hann segir að trúlega sé enginn eins fatlaður og hann sem keyri en hann er ekki vonlaus um að hægt verði að útbúa bíl sniðinn að hans þörfum. „Það yrði svakalega mikill munur að geta farið ferða sinna án aðstoðar. Það kostar mikið vesen að fara heim á Sauðárkrók með flugi því það er svo margt sem þarf að fylgja," segir Rúnar Björn en hann var þar um jólin. Vinirnir heimsóttu hann en hann segir strákana vera mun feimnari við að hitta sig en stelpurnar. „Þær vita hvernig þær eiga að koma fram við mig og eru ekki vandræðalegar; strákarn- ir vita ekkert hvað þeir eiga að segja og finnst óþægilegt að hitta mig svona." Rúnar Björn kvíðir því ekki að verða einmana eða leiður í Reykjavík. Hann saknar þó fjölskyldu sinnar og finnst vont að geta ekki hitt móður sína oftar. „Yngsta systkinið mitt er ekki nema tæplega ársgamalt og mamma á ekki gott með að komast frá. Ég vil samt reyna að standa á eigin fótum hér í Reykjavík og ef það gengur ekki þá er ekki annað að gera en fara aftur heim. Faðir minn býr líka hér fyrir sunnan og hann hefur reynst mér frábærlega þennan tíma. Ég er alinn upp hjá mömmu og hitti pabba aðeins hér fyrir sunnan en ég held að þetta hafi styrkt samband okkar til muna. Það finnst mér gott og ég vænti mikils af því að vera svona nálægt honum. Hann er að hefja fjarnám við Fjölbrautarskól- ann heima á Sauðárkróki og hefúr væntanlega nóg að gera í vetur. „Ég hlakka bara til og kvíði ekki framtíðinni. Það er aldrei að vita hvað tekur við; það hef ég reynt," segir Rúnar Björn sem ljós- lega hefur einstakt skap til að takast á við erfitt hlutskipti. Það kemur honum hálfa leiðina. Útsjónarsemin hjálpar honum mikið Umræða um heilbrigðismál og niðurskurð- urinn á Landspítala hefur verið í deiglunni síðustu daga. En það er ekki allt neikvætt í heilbrigðiskerfinu. Rúnar Björn Þorkelsson er liðlega tvítugur og lamaður upp að hálsi. Hann hefur búið í heilt ár á Grensásdeild og náð ótrúlegum framförum þann tíma með hjálp frábærs starfsfólks. Blóð sviti og tár Rúnar Björn var með meðvitund allan fíman og lá á Landspítalanum Fossvogi fyrstu vikuna. Hann segist ekki hafa fengið beint áfall því hon- um hafi orðið það ljóst smátt og smátt að hann fengi ekki máttinn aftur. „Það blekkti mig líka að smá saman færðist lítilsháttar máttur neðar og ég býst við að ég hafi haldið að þannig gengi þetta áfram. Sú varð ekki raunin en mátturinn stöðvað- ist rétt fyrir neðan háls og þá skynjaði ég þetta gengi ekki til baka". Fljótlega eftir að hann kom á Grensás var hafist handa við að þjálfa hann. „Það kostaði blóð svita og tár en ég var ákveðinn í að ég Sigþrúður Loftsdóttir iðjuþjálfi hefur unnið með Rúnari Birni í end- urhæfingu hans á Grensási. Hún segir að iðjuþjálfunin sé afar mikil- vægur þáttur í þjálfun hans varðandi færni við daglegar athafnir. Stór hluti af vinnunni með Rúnari Birni hefur verið að finna og aðlaga hjálp- artæki fyrir hann. „Það hefur gengið mjög vel að þjálfa hann ekki síst fyr- ir þær sakir að hann er mjög útsjón- arsamur og fijótur að átta sig á hvar styrkur hans liggur. Vegna lömunar hans höfum við í sumum tilvikum þurft að hanna fyrir hann hjálpar- tækin, þar sem við höfum ekki fund- ið tilbúnar lausnir" segir hún. Hann vantaði til að mynda hjálp- artæki til að hringja úr farsíma ogýta á lyftuhnapp. I sameiningu fundum við lausn sem eru tveir sérsmíðaðir hringir um fmgurna og með þeirri einföldu lausn er hann sjálfbjarga með þessar athafnir. „Ferlið við að finna.útvega og aðlaga hjálpartæki tekur oft langan tíma, sérstaklega ef tækin eru ekki til eða í sérstökum út- boðssamningum hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Allt hefst þetta þó að lokum." Sigþrúður segir Rúnar hafa mjög góða líkamsvitund og það hjálpi honum mikið við að átta sig á hvað gæti gagnast honum best. „Hann er líka afskaplega þolinmóður og hefur tekið þessu áfalli gríðarlega vel. Það skilar sér og gerir hann færari um að nýta sér það sem stendur til boða. Stefnan er að aðstoða hann þannig að hann verði sem mest sjálfbjarga og virkur í samfélaginu" segir Sig- þrúður. Sigþrúður Loftsdóttir iðjuþjálfi Hennar hlutverk er að kenna Rúnari Birni að nota þau hjálpartæki sem völ er á til að hann sé sem best sjálfbjarga. Það hefur gengið einstaklega vel. „Ég held að enginn nema ég hafi átt von á að ég gæti notað hendurnar framar. Ég hálsbrotnaði og þrír efstu hryggjaliðirnir lösk- uðust en ég man lítið eftir hvernig mér leið," seg- ir Rúnar Björn Þorkelsson, ungur piltur frá Sauð- árkróki. Hann fór út með vinahópi á gamlárs- kvöld í fyrra til að fagna nýju ári, en uppljómaður himinn af skoteldum boðaði myrka tíma fyrir Rú- nar. Hann hafði velt því fyrir sér skömmu áður að flytja suður eftir áramót og freista gæfunnar. Það gerði hann, en ekki á sama hátt og hann hafði fyr- irhugað. Hann renndi ekki f grun hvað væri framundan þegar hann klifraði upp í ljósastaur seint um nóttina og féll niður. Rúnar Björn stóð ekki upp eftir það en var fluttur suður til Reykja- víkur með sjúlöraflugi. Hann gat hvorki hreyft legg né lið og höfuðið var skorðað fast. Hann stendur ekki upp framar en fyrir einstakan vilja og kraft og ekki síst með dyggri aðstoð lækna og hjúkrunar- fólks á Endurhæfingadeildinni við Grensás getur hann rúllað sér áfram í hjólastól. Hann er að flytja á næstu dögum af deildinni sem verið hefur heimili hans síðasta árið og hans bíður að búa einn með fötlun sína. DV Fréttir FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2004 1 7 Herdís sjúkraþjálfari Rún- ars Björns segir hann hafa náð ótrúlegum árangri á þessu ári og fáir búist við í byrjun að hann næði að koma sér sjálfur áfram í hjólastólnum. Herdís Þórisdóttir sjúkraþjálfari á Grensásdeild Landspítala hefur haft umsjón með þjálfun Rúnars Björns síðasta árið. Hún segir hann ákaflega ljúfan pilt sem búi yfir miklum and- legum styrk og æðmleysi. „Hann er rosalega duglegur og það hefur hjálp- að honum ákaflega mikið auk þess sem viljinn til að ná framförum hefur fleytt honum langt," segir hún. Fyrst eftir svona slys er blóðþrýst- ingsstjórnun jafnan í ólagi og það veldur þvf að fólk getur ekki setið handleggjunum sem ekki virka og það tók langan tíma að styrkja þá sem virkuðu þannig að hann gæti nýtt sér þá,“ segir Herdís og bendir á að hver vöðvi sem hafi einhverja virkni skipti máli þegar skaðinn sé svona mikill. upprétt vegna svima. Rúnar Björn hóf því sína þjálfun útafliggjandi. Stjórnun blóðþrýstings er þjálfuð upp á nokkrum vikum og fór Rúnar Björn fljódega að ná árangri. Herdís segir að það hafi liðið ótrúlega stutt- ur tími þar til hann fór að sitja í hjóla- stól. „Það tekur oft tíma að ná því að geta setið. Hjá honum gekk þetta mjög vel og hann var fljótur að ná framförum. Ég held að skapið og vilj- inn hafi haft þar mikið að segja. Kost- urinn við hann var líka hve vel hann tók þessum örlögum sínum og von- leysi og uppgjöf er ekki til í hans huga," segir hún. Herdís nefnir að ekki hafi verið búist við að hann myndi geta notað handknúinn hjólastól; til þess var mátturinn of lítill í handleggjunum. Það hefði tekist með þrotlausri vinnu. „Mænan skaddaðist það hátt uppi að það er töluvert af vöðvum í Hefur náð ótrúlegum framförum Rúnar Björn Þorkels- son Hann klifraði upp í staur á nýársnótt, féll nið- ur og hefur ekki staðið upp siðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.