Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004
Sport DV
Larsson sagði
nei við United
Sænski markahrókurinn
Henrik Larsson, sem leikur
með Celtic í Skotlandi,
hefur viðurkennt að hafa
neitað Manchester United
þegar það var á höttunum
eftir honum tveimur árum
eftir að hann gekk til liðs
við Celtic. „Ég hafði verið
hjá Feyenoord í Hollandi,
þar sem fjölskyldunni gekk
illa að koma sér fyrir. í
Skotlandi voru hins vegar
allir ánægðir og ég vildi
ekki fara að rífa upp fjöl-
skylduna og fara til Eng-
lands án þess að vita
hvernig lífið yrði. Ég sé ekki
eftir því að hafa haldið
áfram hjá Celtic þó að ég sé
fullkomlega meðvitaður um
það hversu góðum árangri
Manchester United hefur
náð," sagði Larsson en
hann hefur verið einstak-
lega farsæll hjá Celtic.
Kompanytil
Chelsea?
Chelsea hefur áhuga á
því að kaupa belgíska
landsliðsmanninn Vincent
Kompany frá Anderlecht
sem stóð sig vel með liði
sínu í meistaradeildinni
fyrir jól. Kompany, sem er
aðeins sautján ára, þykir
vera einn efnilegasti
varnarmaður megin-
landsins og renna mörg af
stórliðum Evrópu hýru
auga til kappans. Hann
skrifaði undir nýjan
samning við Anderlecht í
október en það er allt falt ef
rétt verð er boðið.
Á sama tíma
að ári
íslandsmeistarar IBV og
bikarmeistarar Hauka í
kvennahandboltanum
tryggðu sér sæti f úrslitaleik
SS-bikarsins annað árið í
röð með sigrum í fyrra-
kvöld. ÍBV vann tíu marka
sigur á FH, 34-24, í Eyjum
en Haukar unnu Gróttu/KR
á Seltjarnarnesi, 31-32, eftir
framlengdan leik. ÍBV
(2001, 2002) og Haukar
(2003) hafá unnið þrjá
síðustu bikarmeistaratitla
og munu mætast í bikar-
úrslitaleiknum í þiðja sinn
á fjórum árum.
Formaður handknattleiksdeildar Hauka, Eiður Arnarson, hefur farið huldu höfði
síðan Viggó Sigurðsson var rekinn sem þjálfari félagsins. DV Sport tókst loksins að
ná tali af Eiði eftir margar tilraunir en hann hafði lítið að segja.
Kemur engum viö
Það er ekki ofsögum sagt að
það hafi verið auðveldara að
ná tali af sjálfum forsetanum
en Eiði Arnarsyni, formanni
handknattleiksdeildar
Hauka, undanfarna daga.
Það vakti að vonum gríðar-
lega athygli að hann og
félagar hans í stjórn Hauka
skyldu segja Viggd Sigurðs-
syni upp störfum í upphafi
vikunnar. Engar útskýringar
hafa hingað til fengist á því
að þeir ráku Viggó og af
hverju þeir völdu að gera það
nokkrum dögum fyrir fyrsta
leik Hauka eftir frí. Eiður var
þurr á manninn, er DV Sport
náði í hann í gær, og hafði
litlar sem engar útskýringar
á því að þeir ráku Viggó.
DV Sport náði reyndar upp-
haflega tali af Eiði seinni partinn á
miðvikudag. Blaðamaður spurði Eið
fyrst að því hvort hann væri í felum
þar sem hann hefði ekkert svarað í
síma allan daginn. Hann játti því og
viðurkenndi reyndar að hann hefði
ekki svarað símanum ef hann hefði
vitað hver væri á hinum enda
línunnar.
Þá vildi hann nákvæmlega ekkert
tjá sig en fékkst svo til að segja
nokkur orð í gær: „Það er á milli
okkar Viggós. Ég ætla ekkert að tjá
mig um það. Ég sé enga ástæðu til
þess. Það kemur engum við," sagði
Eiður, frekar pirringslega, spurður
um ástæðu þess að stjórn Hauka rak
Viggó.
Skynsamlegt að breyta til
Blaðamaður spurði í kjölfarið
hvort honum fyndist að minnsta
kosti ekki eins og stjórnin skuldaði
stuðningsmönnum félagsins út-
skýringu á því af hverju þeir ráku
þjálfara sem hafði unnið níu titla á
þremur árum með félagið.
„Þeir eru nálægt okkur og ég er
búinn að segja þér það sem ég ætla
að segja um málið. Eins og
þjálfaramál ganga fyrir sig er það
þannig að á einhverjum
tímapunkti telja tnenn
skynsamlegt að breyta til og við
töídum að það væri skynsamlegt að
gera það núna. Ef hann hefði
klárað þennan vetur hefði hannátt
fjögur góð ár hjá okkur. Þannjg
virkar þetta í þessum bransa,"
sagði Eiður.
Heiðarleg tímasetning
Tímasetningin á uppsögninni
vakti mikla athygli og telja margir
hana afar óskynsamlega. Eiður er
ekki á sama máli.
„Hún er í sjálfu sér ekkert
óskynsamleg. Mér finnst nú frekar
að það hafi verið heiðarlegt að gera
þetta á þessum tíma. Annars ætla ég
ekkert að tjá mig meira um þetta.
Þetta er bara svona," sagði Eiður og
vildi augljóslega fara að ljúka
samtalinu.
Blaðamaður var ekki sáttur við
þau svör sem hann hafði fengið
fram að þessu og spurði næst að því
hvort stjórnin hefði virkilega haft trú
á því að Viggó myndi klára tímabilið,
vitandi að hann hefði ekki stuðning
stjómarinnar.
Gamli, nýi og formaðurinn Viggó
Sigurðsson, fráfarandi þjálfari Hauka, Páll
Ólafsson, arftaki Viggós, og Eiður Arnarson,
formaður handknattleiksdeildar Hauka, á
meðan allt lék f lyndi á Ásvöllum.
Svara ekki fleiri spurningum
„Já, við gerðum það. En annars
svara ég ekki fleiri spurningum,"
sagði Eiður og blaðamaður bað bara
um að fá að spyrja einnar
spurningar í viðbót en fékk neikvætt
svar við þeirri bón.
Spurningin var engu að síður
látin fjúka, og snerist hún um það
hvort fjárhagur handknattleiks-
deildar Hauka væri í rúst og hvort
það væri ástæðan fyrir því að Viggó
hefði verið látinn fara.
„Nei, það er úr lausu lofti gripið
og algjörlega ótengt þessu máli."
herry@dv.is
Páll Ólafsson er tekinn við Haukaliðinu af Viggó Sigurðssyni en hefði gjarnan
viljað taka við liðinu við aðrar aðstæður
Klaufalegt mál í heild sinni
Páll Ólafssön VaV f gær ráðirtn
þjálfari meistaraflokks karla Hauka
í handknattleik í stað Viggós
Sigurðssonar. Páll var
aðstoðarþjálfari hjá Viggó og mun
stýra liðinu út þessa leiktíð. Páll
segir að Viggó , Sigurðsspo eigi
stóran þátt í ákvörðun sinni en
Viggó vildi gjama að | PáiL .héjtji
starfi þeirra félaga áfram.
„Ég er búinn að ræða við
forráðamenn Hauka og niðurstaðan
úr þeim viðræðum er sú að ég mun
stýra liðinu út þessa léiktíð," sagði
Páll í samtali við DV Sport í gær.
Páll sagði spurður að starfið
legðist ágætlega í sig þótt vissulega
hefði hann kosið að aðstæðurnar
væm öðmvísi.
„Þetta leggst ágætlega í mig.
Maður hefði gjarna viljað koma
öðruvísi að þessu en svona er þetta
bara. Það er ekkert annað að gera
en að kýla á þetta og gera bara gott
úr því," sagði Páll og bætti við að
markmiðin væru þau sömu og fyrr
í vetur þrátt fyrir breyttar
aðstæður.
„Markmiðið hjá liðinu er að fara
alla leið. Við höfum aðeins verið að
hiksta undanfarið og það eru
einhver smá meiðsl í gangi sem ég á
eftir að skoða betur. Samt sem áður
er takmarkið að vinna það sem í
boði er hverju sinni."
Erfitt að skorast undan
Páll segir að hann hafi aldrei sett
sér það markmið að verða
aðalþjálfari liðsins.
„Það vaf aldrei markmið hiá mér
að verða aðaíþjálfari liðsinsí 1*g var
bara að vinna með Viggó en úr því
sem komið var þá átti maður erfitt
með að skorast undan þegar leitað
var til manns. Mér þykir vænt um
félagið og ef ég get aðstoðað það í
þrengingum þá er ég tilbúinn,"
sagði Páll og bætti við að það væri
ágætis hljóð í mannskapnum.
„Ég held það sé bara gott. Ég er
reyndar aðeins búinn að vera
utangátta síðustu tvo daga en það
sem ég hef heyrt og veit er ágætt
hljóð í leikmönnum."
Átti ekki að fara svona
Eins og áður segir hefði Páll kosið
að taka við liðinu undir öðruvísi
kringumstæðum og hann gefur ekki
mikið fyrir það hvernig forráða-
menn Hauka hafa unnið sína vinnu.
„Mér finnst þetta mál klaufalegt f
heild sinni. Ég held að þetta hafi
farið klaufalega fram og því farið úr
„Mér fínnst þetta mál
klaufalegt í heild
sinni. Ég held að þetta
hafí farið kláufalega
framog því farið úr
böndunum."
böndunum. Ég held að þetta hafi
ekkert átt að fara svona," segir Páll,
sem þrátt fyrir það ákvað að taka
verkefnið að sér, og ein helsta
ástæðan fyrir því var sú að Viggó
hvatti hann til þess.
„Ég ræddi við Viggó og hann
sagði að ég ætti að taka verkefnið að
mér. Það hafði mikið að segja."
Eiður ánægður
Eiður Arnarson, formaður
handknattleiksdeildar Hauka, var
ánægður með að hafa fengið Pál
sem aðalþjálfara í stað Viggós
Sigurðssonar.
„Palli er mikill Haukamaður. Var
náttúrlega aðstoðarþjálfari og því er
gott að halda honum áfram."
henry@dv.is