Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2004, Qupperneq 23
DV Fókus
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 23
Björn bróðir Kenai á iútistöðum við björn
og verður það til þess að elsti bróðir hans
lætur lífið. Málin versna svo til muna upp úr
þvi.
Bræður eru
bræðrum
verstir
í kvikmyndinni Brother Bear,
Björn bróðir á íslensku, er sögð saga
þriggja bræðra í lok ísaldar. Kenai
er yngstur þeirra og er um það bil
að fara í gegnum manndómsvígslu
sína. Við það tækifæri fær hann út-
skorinn björn að gjöf, sem táknar
ást. Kenai er ósáttur við þetta og
vildi fá merkara tákn eins og eldri
bræður hans höfðu fengið.
Skömmu síðar uppgötvar hann að
björn hefur stolið fiskkörfunni hans
og reiður rýkur hann af stað og eltir
björninn uppi. Bræður hans fylgja í
kjölfarið og þeir lenda í lífshættu í
eftirförinni. Til að bjarga bræðrum
sínum fórnar elsti bróðirinn, Sitka,
sér og lætur lífið. Kenai kennir birn-
inum um og eltir hann uppi, þrátt
fyrir ráð eftirlifandi bróður síns og
þorpsbúa um að láta hann eiga sig.
Kenai finnur björninn, berst við
hann og drepur. Þá taka andarnir í
taumana og breyta Kenai í dýrið
sem hann hatar mest: björn. Bróðir
hans, Denahi, leitar að honum og
telur auðvitað að björninn hafi
drepið bróður hans. Kenai, í líki
bjarnar, þarf því að forðast bróður
sinn sem ætlar að hefna hans og
Sitka.
Það er Joaquin Phoenix sem talar
fyrir Kenai en með önnur hlutverk
fara meðal annarra Rick Moranis og
risinn Michael Clarke Duncan.
Brother Bear er frumsýnd f Sambíó-
unum í dag.
Murray í
stuði
Önnur kvikmynd leikstjórans
Sofiu Coppola, Lost in Translation,
tekur fyrir tvo gesti á hóteli í Tokyo.
Bill Murray leikur Bob miðaldra leik-
ara sem er þarna til að leika í viskí-
auglýsingu. Scarlett Johansson leikur
Charlotte, unga eiginkonu ljósmynd-
ara (leikinn af Giovanni Ribisi) sem
er alltaf úti að mynda. Þegar Bob er
ekki að leika í auglýsingunni hangir
hann á hótelinu og tekur á móti föx-
um frá eiginkonu sinni um skipulag
heimilis þeirra. Á meðan eiginmaður
hennar er í burtu eyðir Charlotte
mestum tíma sínum í að mana sjálfa
sig upp í að gera meira en að horfa út
um gluggann á ösina í Tokyo. Þegar
þau tvö hittast svo á hótelbarnum
kviknar með þeim óvenjuleg vinátta
sem bjargar þeim frá leiðindunum og
einmanaleikanum.
Lost in Translation hefur á að
skipa öflugu leikaraliði og leikstjór-
inn er ekki af verri endanum. Mynd-
in hefur fengið afar góðar viðtökur og
sem dæmi um það má nefna að Bill
Murray var á dögunum tilnefndur til
óskarsverðlaunanna fyrir hlutverkið.
Lost in Translation er frumsýnd í
Smárabíói, Regnboganum og Borg-
arbíói í dag.
Lost in Translation Bill Murray og Scarlett
Johansson þykja sýna afar góðan leik i nýj-
ustu mynd Sofiu Coppola.
Það hefðu víst fáir trúaö því í fyrra að Charlize Theron yrði nokkurn
tímann tilnefnd til óskarsverðlauna. Frammistaða hennar í Monster,
riTMT;
wm
ryiíi
tr í Monster,
ar í n
i»U»I
Lee Wuomos (Charlize Theron) var gullfal-
leg en villt lífemi hefur sett sitt maric á hana.
Hún stendur við þjóðveginn í Flórída, renn-
blaut og skfmg, með byssu í annarri hendi og
peningaseðfi í hinni og þarf að taka ákvörðun.
Lee felur byssuna og fer inn á fyrsta bar sem
hún kemur auga á. Barinn er samkomustaður
samkynhneigðra og um leið og hún kemur inn
verður hin feimna en aðlaðandi Selby Wafi
(Christina Ricci) hugfangin af henni.
Drepur aftur og aftur
Þær taka tal saman og Lee undrast að hún
skuli verða hrifin af Selby. Þar sem Selby er á
leið til Ohio ákveður Lee að bjóða henni út á líf-
ið að skilnaði. Til þess vantar hana peninga
þannig að hún fer út og selur slg. Lee pikkar
Richard upp úti á götunni en hann ræðst á
hana og nauðgar henni. Hún berst á móti og
drepur hann. Uppspennt er Lee í msli yfir að
hafa skrópað á stefnumótið með Selby þannig
að hún fer heim til hennar og sannfærir hana
um að flýja með sér.
Lee nýtur hverrar mínútu með Selby, enda
er hún hrædd um að verða handtekin á hverri
stundu og missi þar með af nýfundinni ást
sinni. Þegar enginn virðist elta hana finnst Lee
að hún hafi öðlast nýtt líf. Hún hætdr að selja
sig og reynir að fá sér venjulega vinnu. Það
vill aftur á.móti enginn ráða fyrrum
mellu sem hefur enga starfsreynslu.
Selby er orðin vön hinu ljúfa lffi
og tÚ að halda í hana neyðist
Lee til að fara aftur út í á
vændið. Atburðimir
hafa hins vegar breytt henni og hún þolir ekki
lengur ógeðslegu mennina sem hún selur blfðu
sfna. Lee drepur því aftiur og aftur og færir Sel-
by alltaf peningana sem hún tekur af mönnun-
um. Það virðist þó ekki ætía að duga til að
halda í Selby sem verður sffellt óánægðari.
Skipar sér í flokk meö Halle Berry
Monster er satmsöguleg mynd, byggð á ævi
Aileen Wuomos sem framdi sex morð á árun-
um 1989-1990. Hún var líflátin í Flórída í fyrra.
Charlize Theron þykir fara á kostum í aðalhlut-
verldnu, sem er ólíkt öllu sem hún hefur áður
gert. Mödð var lagt í lfkamlegt gervi hennar og
hafa gagnrýnendur verið á einu máli um að
hún skipi sér með þessu hlutverid f flokk með
Hilary Swank og Halle Berry fyrir myndimar
Boys Don’t Cry og Monster’s Ball. Theron var
tilnefiid til óskarsverðlauna á dögunum. Með
önnur hlutverk fara Christina Ricci, sem fyrst
sló í gegn í myndunum um Addams-
qölsJqílduna og hefur verið á
hraðri uppleið síðan,
ogBmceDem.
&M
Monster Charlize Theron er tilnefnd til óskarsverð-
launa fyrir hlutverk sitt i hinni sannsögulegu Mon-
ster. Myndin segir sögu vændiskonu sem fínnur
ástina en neyðist til að halda áfram að selja sig og
fremja morð til að halda I hana.
'
Big Fish
Sýndí Regnboganumog
Smárabíói
★ ★★★
það verði hver og einn að gera upp
við sig hvort hann kjósi frekar
grámyglulegan raunveruleikann eða
hvort það sé ekki betra að krydda
hann aðeins. Er það ekki það sem gef-
ur lífinu gildi? Sögumaður hlýtur síð-
an uppreisn æru þegar barnabörn
hans segja sögur hans nýjum kyn-
slóðum. Þannig öðlast hann óðdauð-
leik, en líklega er ekki hægt að eyða
lífi sínu betur en það. Frábær mynd
sem kemst fullkomlega upp með það
sem hún er að reyna að gera.
Valur Gunnaisson
Stórir fiskar og stórar sögur
Hvers virði er líf sem er eytt f að
segja sögur sem eru ekki endilega
sannar? Þessi spurning er rauði þráður-
inn í liinni stórgóðu mynd Big Fish. Al-
bert Finney liggur í rúminu, dauðvona,
og segir sögur af því þegar hann var
ungur og vann í sirkus, barðist í Kóreu-
stríðinu og leit út eins og Ewan
MacGregor. Flestar em sögurnar held-
ur ótrúlegar og innihalda nomir, risa,
dverga og norður-kóreska síams-tví-
bura. Það sem er þó kannski hvað ótrú-
legast er að hvítir krakkar í suðurríkjun-
um á kreppuárunum skuli hafa um-
gengist svarta jafnaldra sfna eins og
ekkert væri. Og það sem meira er;
svartir læknar em algengir á þessum
tíma, og það er meira að segja svartur
læknir sem tekur á móti hvítu barni á
þeim tfma þegar kynþáttahatur og nas-
ismi vom í miklum uppgangi í Banda-
ríkjunum, sem og vfðar. Það er undar-
leg árátta hjá Hollywood að skrifa
skyndilega svertingja inn í söguna
sem velmenntað millistéttarfólk,
þannig að halda mætti að þeir
hefðu aldrei haft yfir neinu að kvarta.
Þetta em einu mistökin f mynd
sem gengur á allan annan hátt upp.
Tim Burton er fær kvikmyndagerð-
armaður, og þó að myndin rokki
fram og til baka í tíma styðja hinar
mismunandi frásagnir framvinduna
frekar en að flækjast hver fyrir
annarri. Furðusögurnar eru
skemmtilegar, en þó tekst myndinni
að missa ekki alveg dampinn á hin-
um heldur alvarlegri seinni hluta.
Það kernur í ljós að ýmislegt er satt í.
þeim og ýmislegt logið, en áhorf-
andinn þarf að taka eigin ákvarðanir
um trúverðugleika þeirra.
Aðalpersónan heitir Ed Bloom, og
sögur hans gera hann vinsælan hjá
öllum sem hann hittir. Hann endar
þó ekki sem rithöfundur eða leikari,
heldur sem sölumaður, þannig að
spurningin er: Þjóna sögur hans ein-
hverjum tilgangi? Eða eru þær ein-
ungis skrumskæling á raunveruleik-
anum og þjóna engum öðrum til-
gangi en að fá fólk til að kaupa hluti
sem það myndi annars ekki gera?
Sögumaðurinn lifir fyrir sögurnar, og
allt annað lendir í öðru sæti. Þannig
vanrækir hann fjölskylduna, sem
endar með að efast um hver hann
raunverulega er.
Hvers virði er líf sem er eytt í að
segja sögur sem eru ekki endilega
sannar? Niðurstaðan fæst f lokin,
þegar læknirinn (svartur, að sjálf-
sögðu), segir hina raunverulegu sögu
af fæðingu sonar Blooms, og er hún
lítt áhugaverð. Hann bendir á að út-
gáfa Blooms eldri sé mun betri, en
Kvikmyndagagnrýni