Akranes - 01.12.1943, Qupperneq 12

Akranes - 01.12.1943, Qupperneq 12
96 AKRANES Húslestrar á hafi úti Á meðan róið var á opnu skipunum, var það viðtekinn vani, að menn lásu sjóferðamannsbænir, er þeir lögðu frá iandi. Hefur lítillega verið á þetta drep- ið hér í blaðinu, að því er við kom Akra- nesi, í útgerðarþáttunum er birtzt hafa. Því mun stundum hafa verið fleygt, og jafnvel sést á prenti, að menn hafi hætt að fara með „gott orð“ er þeir komu á hin stærri og fullkomnari skip. Þetta er sjálfsagt í mörgum tilfellum hinn mesti misskilningur. Enda þótt þessum sið hafi ekki verið haldið á sama hátt og áður, er það vitanlegt, að margir sjómenn, yf- irmenn og undirgefnir biðja fyrir sér á hafi úti enn í .dag að staðaldri á stórum og smáum skipum. Það er vitanlegt, að margir skipstjórar á skútunum og formenn á mótorbátun- um höfðu það fyrir fastan sið að lesa húslestra a. m. k. á hátíðis- og sunnu- dögum og sumir á hverjum degi alla vertíðina. Á sumum bátum var það sið- ur að lesa alla föstuna. Þá munu og all- margar skipshafnir á mótorbátum hafa lesið húslestur meðan legið var við í verinu. Til þess að sýna, að þessar staðhæfing- ar séu ekki úr lausu lofti gripnar, verð- ur hér minnzt nokkurra guðræknisiðk- ana sjómanna á hinum stærri skipum. Guðmundur Gunnarsson á Steinsstöð- um, sem senn er að verða áttræður, (20. 2. 1944) var um 20 ár á skútum með ýmsum skipstjórum. Hann segir, að páskadagsmorgun á Selvogsbanka muni sér seint úr minni líða. Þetta vai; á skip- inu Ásu með Friðrik Ólafssyni. í páska- vikunni fengu þeir gott veður og fisk- uðu vel, sérstaklega seinni part vikunn- ar. Á föstudaginn langa renndi enginn færi í sjó. Á laugardaginn fiskuðu þeir vel og voru í aðgerð fram á nótt á laug- ardagskvöld. Á páskadagsmorgun kl. 6 voru allir vaktir og kallaðir upp á dekk til þess að hlýða þar á húslestur. Veðrið var dásamlegt, haf og hauður vafið dýrð- arljóma upprennandi sólar, sjórinn speg- ilsléttur svo að skipið hreyfðist ekki. í þessu umhverfi var hafin guðsþjónusta undir berum himni með sálmasöng. Guð- mundur man enn sem í gær væri, hinn svellandi söng þessara hraustu drengja, sem virtust syngja af hjartans list guði til dýrðar. (Söngmenn voru þarna ó- venjulega margir og góðir, sérstaklega minnist hann austanmanna). Húslestur- inn las svo Akurnesingur, Stefán Jósefs- son á Litlabakka. (Hann er enn lifandi og á nú heima á Bergþórugötu 9, Reykja- vík). Það er auðheyrt, að þetta hefur verið dýrðlegur páskadagur fyrir Guðmund og félaga hans. Ekki var færi rennt í sjó þennan dag, þótt veður væri svona af- burða gott. Ekki voru það nærri allir skipstjórar, sem höfðu húslestra að staðaldri, en ekki var það ótítt að einn eða fleiri skipverjar tækju sér tíma til guðræknis- iðkana, fyrir utan allan þann fjölda, sem daglega ákölluðu guð sinn í hljóði. Svo sem kunnugir vita, var Bjarni Ól- afsson innilega trúaður maður. Ef hann var ekki í slíku umhverfi, varð hann að skapa það, og þá fyrst og fremst þar, sem hann „réði ríkjum“ sjálfur. Meðan hann var formaður á mótorbátum, lét hann því lengst af lesa húslestur á degi hverjum alla vertíðina. í góðviðrum og fiskihrotum var ekki mikill tími af- gangs, jafnvel svefntíminn of stuttur en langur, og menn tíðum þreyttir af vök- um og erfiði. Ekkert af þessu hamlaði þó húslestrum á þessu „heimili". Af þessum „Víðir“, hið nýja skip h.f. „Víðis“, (sem á og gerir út togarann Sindra), er 103 tonn að stærð, eins og fyrr segir og hefur verið byggt hér í Dráttarbraut Þorgeirs Jósefssonar. Skipið er hið vand- aðasta og traustasta að öllum frágangi og hið glæsilegasta. Það er byggt úr eik. Hefur 320 hk. Lister-Dieselvél, ennfrem- ur er 20 hk. ljósavél af sömu gerð, og er skipið allt hitað með rafmagni, svo og er í því rafmagnseldavél frá Rafha í Hafnarfirði. Svefnklefar skipverja eru í framstafni. Þar fyrir aftan er allmikið farþegarúm, (því að skipið er nú fyrst ætlað til fólks- og vöruflutninga, þó það væri upphafiega hugsað til fiskveiða). Teikningu af skipinu gerði Eyjólfur Útgefendur: Nokkrir Akurnesingar Ritnefnd: Arnljótur Guðmundsson, Ól.B.Björnsson, Ragnar Ásgeirsson Gjaldkeri: ÓOinn Geirdal. AfgreiOslumaÖur: Jón Ámason. Prentverk Akraness h. f. orsökum kom þó vitanlega oft fyrir að sumir voru sofnaðir eða sofnuðu vmdir lestrinum. Undir þeim kringumstæðum las venjulega vaktmaðurinn, (sem lengi var Þórður Bjarnason). Aínnars las Bjarni venjulegast sjálfur, eða Jón bróð- ir hans, þegar þeir voru saman. Trú og tilbeiðsla var svo ríkur þáttur í fari Bjarna, að honum fannst það vera stuðningur við helgun hugarfarsins, samstarf og helgun heimilisins, að farið væri með guðsorð, jafnvel yfir sofandi mönnum, heldur en að fella niður eða láta ógerðan svo nauðsynlegan og sjálf- sagðan hlut sem að tilbiðja guð sinn. Ó. B. B. Gíslason úr Reykjavík og nemandi hans Magnús Magnússon frá Söndum. Eyjólf- ur var jafnframt yfirsmiður. Alla járn- smíði og niðursetningu véla annaðist Vélsmiðja Þorgeirs og Ellerts. Raflagnir Sveinn Guðmundsson rafvirki. Máln- ingu Lárus Árnason málarameistari. Hampþéttingu alla annaðist Benedikt Tómásson skipstjóri á Akranesi. Bólstr- un bekkja og og þessháttar annaðist Runólfur Ólafsson bólstrari. Hurðir allar og glugga smíðaði Teitur Stefánsson tré- smiður, en uppsetningu reiða annaðist Óskar Ólafsson úr Reykjavík. Skipið er nú í flutningum fyrir Norð- urlandi, en óráðið er enn um rekstur skipsins á komandi sumri. Akuritesingar eignast nýtt skip 103 tonn að stærð. Smíðað á Akranesi. Víöir.

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.