Akranes - 01.12.1943, Page 20
104
AKRANES
Botnvörpungurinn Coot.
skap er þeir höfðu fengizt við á minni
skipum, án alls vélaafls og annarar
tækni sem á togurunum tók öllu því
fyrra fram. Englendingarnir gáfu vit-
anlega „tóninn“ og gengu að þessu með
miklum dugnaði. En þrátt fyrir má hik-
laust fullyrða að íslendingar urðu fljótt
í engu þeirra eftirbátar.
Hér hefir verið getið um stærð fyrsta
•togarans, þó vax t. d. íslerudingurinn
enn minni. Er þar niikill munur á milli
þeirra og stærsta togarans nú (Garð-
ars) sem er 462 tonn að stærð. Þá var
almennt notuð 75 feta höfuðlína en nú
90fet, fyrir utan aðrar mikilvægar
breytingar veiðorfæri þessu til bóta,
sem aðallega felast í hinu svonefnda
franska patenti. Þess hefir verið getið
hér að landar hafi gengið að þessum
veiðum með miklum dugnaði og ein-
beitni, jafnvel um of. Hér skal ósagt
látið nema að svo hafi verið, en orsakir
liggja til alls, og hvert mál hefir tvær
hliðar. Ekki er hægt að halda að menn
hafi gengið fram af sér að gamni sínu.
Heldur hafa ekki skipstjórar gert það
aðeins til að þræla út mönnum sínum,
fæstir eða engir hlífðu sjálfum sér, og
þess utan voru skipstjórarnir ábyrgð-
armenn alls þessa og þurftu þar fyrir
að hafa miklar áhyggjur oft og tíðum.
Atorka og ofurkapp skipstjóra og
skipshafnar er því fyrst og fremst mið-
að við þá ensku. En það kom vitanlega
miklu harðara niður á íslendingum að
öðru jöfnu þar sem þeir áttu mlklu
styttra í höfn en Englendingarnir, ekki
sízt á saltfiskveiðum, eða um þann tíma
árs sem fiskirí var mest. Metnaður ís-
lendinga hefir og verið sá að standa
þeim útlendu á sporði. Þeir vissu að hjá
okkur var þetta nýr atvinnuvegur í
uppsiglingu, það hefur því verið stolt
þeirra að engin mistök kæmu til greina
og þetta gæfi rétta hugmynd um hversu
hann væri megnugur. Það var lífsnauð-
syn, það var trú þeirra að þar undir
væri komin öll framfaravon. Það sjáum
vér nú. Enda þótt nú vaki menn ekki
eins við þessar veiðar sem þeir gerðu
í upphafi vita þeir bezt sjálfir hve marg-
ur túrinn hefði misfarist og minna orð-
ið úr, ef ekki hefði verið barist af slíku
kappi og dugnaði sem gert var, og gert
er enn, þó menn unni sér almennt eitt-
hvað frekari hvíldar og sérstaklega um
svefn en þá var.
Fyrr á tímum voru aðal hvíldartak-
mörk veðrið. Á Selvogsbanka og Hval-
baksveiðum mun það hafa verið aðal
reglan að skipstjóri stóð í brúnni og tog-
aði þar til þilfarið var fullt. Væri fisk-
ur við gekk hann þá til svefns en há-
setar byrjuðu aðgerð, hreinsuðu dekk
og voru allir látnir sofa á eftir, jafn-
aðarlegast 3—4 tíma. Væri reitingsfisk-
irí og hefðist undan með aðgerð, þá var
notað hvert tækifæræi til að leggja sig
þar til híft væri upp aftur.
Ég hefi átt tal við gamlan togaramann,
Pétur Óiafsson, sem segist muna eftir
togað í 10 mínútur og fengið í hali 22
poka af vænum þorski. Hann minnist
þess að þeir hafi fyllt „forsetann“ á 4
dögum. Árið 1909 eða 10 var þessi sami
maður á togara sem fiskaði 111 körfur
af kola í hali eftir klukkutíma tog. Það
var út af Látraröst.
Þorsteirm í Þórshamri var afburða
fiskimaður. 1921 var hann skipstjóri á
Apríl. Eitt sinn var hann á ísfiskitúr
og fór út frá Reykjavík kl. 5 að kvöldi
á föstudag, en var kominn í dokk í
Hull á 9. degi með 4000 körfur fiskjar
er seldur var fyrir 3000 sterlingspund.
Allur þessi afli var fiskaður á samtals
60 klukkustundum í þremur lotum.
Ekki mátti toga nema 5—10 mín. til
að sprengja ekki trollið. Á daginn fengu
þeir í hvert sinn fullt troll af stór-ýsu,
en dálítið af þorski og löngu á nóttunni.
Þessi fiskur var svo skamma stund í
trollinu að þeim ensku fanst ótrúlegt
að hann hefði fengist í troll. Einn túr
þótti Þorsteini öðrum skemmtilegri. Það
var saltfisktúr er hann gerði á 5 dög-
um, 120 tunnur lifrar. Var það í góðu
veðri og björtu suð-austur af Hjörleifs-
höfða.
Við annan afburða skipstjóra hef ég
átt tal um þessa hluti við Sigurð Sig-
urðsson á Geir. Ekki þarf að tala lengi
við hann til þess að finna að hann geng-
ur upp í sínu starfi. Að hann er óvenju
eftirtökusamur og gerir sér þess fulla
grein að afieiðing kemur af orsök
hverri. Það er auðheyrt að honum hef-
ur þótt gaman að fiska á Selvogsbanka
— eins og fleirum — þegar hann var
vel við. Sigurður segir að þannig hafi
það verið þar allt til 1923, að ef fiskur
var vel við á nóttunni máttu þeir var-
ast að toga þar eftir að bjart var orðið,
vegna þeirrar hættu að fá svo mikið
af ýsu í trollið að ekki væri búið að
gera að fyrir næsta kvöld þegar þorsk-
inum sló niður aftur.
Á þessi skip er hægt að moka upp
fiski svo ekki séu dæmi til annars eins
svo sem hér hefir greint verið og enn
sést af eftirfarandi dæmi frá togaran-
um Geir. Þetta var á Eldeyjarbanka síð-
ast í apríl 1933. Þeir voru búnir að
gera túr á 4 sólarhringum til og frá
Reykjavík. Koma út á sömu mið og
fylla þegar dekk, en verða að láta 6
poka hanga á síðunni, þar sem ekki
var hægt að innbyrða meira. Var þá
aðeins togað 6—8 mín. Þetta voru 35
pokar eða ca. 55 tonn af fiski með haus
og hala og hafði trollið verið samtals
45 mín. í botninum til þess að fá þenn-
an mikla afla. Þó aflin geti þannig
stundum verið gengdarlaus er alvana-
legt að þessi skip verði svo sem ekki
beins vör. Enn á það sér stað þráfald-
lega að eftir nokkra daga fáist enginn
fiskur þar sem nægur afli var áður.
Þarf ekki einu sinni nokkra daga milli-
bil, heldur aðeins nokkurra tíma.
Um 20. des. s. 1. vetur togaði Geir
á Akurnesingasviði alla leið suður í
Garðsjó, 5—6 tíma tog í þremur hol-
um og lét niður 1 — eina — körfu af
fiski, eftir þessa litlu „rispu.“ Þó er
þessi skipstjóri allra manna kunnugast-
ur á miðum hér í Faxaflóa. Svona get-
ur þetta stundum verið algerlega „þur
sjór“ með beztu tækjum og kunnáttu á
beztu miðum. Til samanburðar má geta
um tog þessa sama skips einmitt á Ak-
urnesingasviði, þ. e. á sömu slóðum og
hann byrjaði áður, en það var hálfum
mánuði fyrr, eða í byrjun des. Þá fengu
þeir 675 körfur af fiski í tveimur holum
ca. 2 tíma hvert.
Hér verður nú staðar numið að sinni,
þó margt mætti segja meira til fróðleiks
um þessar veiðar. Ennfremur um fiski-
göngur fiskileysi, mið, o. fl. Ekki er það
efamál að fjöldi háseta og yfirmanna
á íslenzku togurunum harma það mest
að hafa þurft að leggja árar í bát fyrir
tímann. Hálft um hálft gefist upp,
og aldrei getað fengið tækifæri til að
sýna hvað í þeim bjó fyrir það eitt að
hafa ekki notið eðlilegra möguleika til
stækkunar og endurnýjunar skipanna.
Það mun ljóst sýna dæmi þeirra sem
Utanlands eða innan gátu veitt sér slík
tækifæri. Þessi „kýr“ hefir alltaf átt að
mjólka, ekki einasta án „fóðurbœtis,“