Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 24
108
AKRANES
ANNÁLL AKPANESS
Ólafur Björn Ólafsson
(Björnssonar) cr nýlega farinn til náms í Am-
criku. Hann bað blaðið að skila kveðju sinni til
ailra Akumesinga.
Áheit og gjafir til Akranesskirkju.
Kristín Magnúsdóttii 50 kr. N. N. 25 kr. N. N.
30 kr. Afhent af Sigríði á Söndum 10 kr. Jóni
Benediktssyni Aðalbóli 100 kr. A. B. 25 kr.
Kristjáni Erlendssyni Reykjavík 250 kr. — Með
þökkum móttekið. — Viktor Björnsson.
I’orsk- og síldveiðar í suniar og hausl.
í síðasta blaði var gerð grein fyrir síldarafla
reknetabáta hér heima til 8. sept. Hér fer á
eftir skýrsla yfir viðbótarafla þeirra, sem og
heildarafla við þessar veiðar:
Frá 8. sept. Heildarafli
Mb. Ægir 291 tn. 2406 tn.
Mb. Höírungur 293 — 1957 —
Mb. Ver 1591 —
Mb. Víkingur 375 — 1857 —
Egill Skallagrímsson 319 — 1358 —
Mb. Haraldur 597 — 2225 —
Mb. Ármann 382 — 1653 —
Mb. Jakob 646 —
Aðkomubátar 93 —
Samtals 2257 — 13786 —
Skipting aflans:
Fryst til báta á Akranési 7630 —
Fryst til báta í Sandgerði 25 —
Saltað á Akranesi til útflutnings 6131 —
Samtals 13786 —
Eftirtaldir bátar voru ókomnir frá síldveiðum
fyrir norðurlandi er blaðið fór þá í pressuna.
Afli þeirra var sem hér segir:
Mb. Hrefna 11065 mál.
Mb. Hermóður 9257 mál.
Mb. Ásbjöm 7096 mál.
Mb. Valur 6000 mál og tn.
Heildarafli Akranesbáta fyrir norðurlandi heí-
ur þvi verið að þessu sinni 92180 mnál og tn. eða
10242 mál að meðaltali á bát. Heildar krónutal
aflans hefur þá veiið sem næst 1 millj. 660 þús.
kr.
Á þessu hausti hat. bátar stundað þorsk-
veiðar. Fer hér á eftii ýrsla um aflaíeng og
róðrafjölda:
Mb. Egill Skallgrímsson 18 róðra 76.150 kg.
Mb. Reynir 22 róðra 74.798 kg.
Mb. Skírnir 15 róðra 46.463 kg.
Mb. Fylkir 10 róðra 40.759 kg.
Mb. Ásbjörn 8 róðra 19.843 kg.
Mb. Víkingur 3 róðra 10.087 kg.
Mb. Sjöfn fór nokkra róðra með troll og fékk
2.702 kg.
Afli samtals 270.802 kg.
Aflinn hefur að mestu íarið í skip til útflutn-
ings. og lítið eitt til niðursuðu.
Sönglií.
Um þriggja mánaða skeið, til áramóta, dvelur
íngi T. Lárusson tónskáld hér. Hefur hann æft
söngfólk til að koma fram i Bióhöllinni á sunnu-
dögum á undan sýningum. Hann hefur og kennt
söng í gagnfræðaskólanum.
Hans K. Jörgensen, sem undanfarið heíur
verið kennari á Hvanneyri flutti hn.gað til bæj-
arins í haust og gerðist kennari við barnaskól-
ann, og kennir þar söng. Hefur hann hug á að
vinna meira fyrir sönglíf í bænum, og er þegar
byrjaður á einhverju starfi í þá átt.
Það væri íull þörí á að eitthvað rættist úr
hvað þetta snertir frá því sem verið hefur und-
anfarin ár.
Slæniur vani og óþolandi.
Það mun ekki ótítt á lokuðum samkomum hér
að fyrir utan húsið hangi lengri tíma fjöldi ung-
linga og biði færis að komast inn. Útbúi jaín-
vcl hcrferðir í þessu skyni og láti öllum illum
látum sem engan veginn er siðuðu fólki sam-
boðið. Ungu menn takið ykkur fram í tíma og
nættið þessum og þvílikum óvana, áður en það
er um seinan. Þvi eldra íólkið og þeir, sem ráða
i þessum bæ eru samsekir, ef þeir ekki gera
ítrekaðar tilraunir til þess að afnema með öllu
þvilíka ósvinnu.
Hjúskajiur.
Hinn 11. þ. m. voru gefin saman i hjónaband:
Helga Indriðadóttir og Albert Einvarðsson á
Marbakka.
Þuriður Kjaran og Leifur Böðvarsson. Þau
verða búsett í Reykjavik.
Hinn 12. þ. m. voru gefin saman i hjónabanö:
Jónína Sveinsdóttir, Setbergi og Sverrir Bjarna-
son frá Hvammi í Skorradal.
Nýlega voru geíin saman í hjónaband:
Friðmey Jónsdóttir frá Ársól ng Oddur Ólafs-
son klæðskeranemi.
Katrín Gísladóttir írá Hjallhúsi og Guðmund-
ur Eylífsson frá Lögbergi.
Bíógestur spyr fyrir sig
og marga aðra. Hvemig stendur á því að Bíó-
hcllin neyðir gesti til að hlusta á söng fyrir
aukagjald á undan sýnineu. — Spurull.
Bióhöllin hefur tekið upp þann óvenjulega sið
að láta syngja nokkur lög á hverjum sunnu-
degi á undan sýningu. Með hliðsjón af þvi hefur
þessi kvöld verið tekið 50 aura aukagjald fyrir
mann. Þáð getur nú vart verið nokkur neyð að
hlusta á sæmilegan söng einu sinni í viku fyrir
50 aura aukagjald. Hitt er annað mál, hvort ekki
hefði verið heppilegra „að bera á borð“ fyrir
biógesti nokkrum sinnum fullkomna söngskrá
á sérsamkoimu í húsinu. Þá gat a. m. k. eng-
inr-. sagt að hann væri veiddur í gildru.
Gjöf til gagnfræðaskólans.
Júlíus Þórðarson útgerðarmaður hefur gefið
skólanum mjög vandaða skólabjöllu. Kann
skólinn gefandanum hinar beztu þakkir fyrir.
S. G.
Ávenjuleg kostakjör.
Blaðið hefur nýlega hafið bókaútgáfu, und-
r nafninu „Akranesútgáfan." Verður reynt að
gefa aöeins út góðar og gagnlegar bækur. Hef-
ur verið byrjað með hinni ágætu skáldsögu
„Sjómannalíf" eftir hið fræga enska skáld
Kiplingí i hinni viðurkenndú þýðingu Þor-
steins heitins Gíslasonar. „Sjómannalíf" hefur
verið kvikmynduð og sýnt í Reykjavík fyrir
nokkrum árum.
Þessari útgáfustarfsemi mun verða haldið á-
fram eftir því sem áræði og efnahagur leyíir.
Þai mun fyrst og fremst verða haldið sig að
útgáfu þeirra ævisagna sem blaðið mun birta
kafla úr jafnóðum og sögurnar verða til.
Kaupendum blaðsins mun verða veitt pau
sérstöku vildarkjör að gefa þeim 20% afslátt
frá bókhlöðuverði af öllum þeim bókum, sem
gefnar verða út á þessu forlagi. Aðeins beint
frá afgreiðslu blaðsins. Það mun því í mörgum
tillellum verða verulegur ávinningur að kaupa
blaðið til þess að geta notið þessara sérstöku
vildarkjara.
Eftirtaldir rausnarmcnn
hafa enn bæst í hóp stuðningsmanna blaðs-
ins með því að greiða því eftirtaldar upphæðir:
Halldór Guðm., Hafnarfirði I. og II. árg. með
100 kr. Svafar Guðm, Akureyri 1943 og 1944
50 kr. Björn J. Björnsson 50 kr. Þorgils Ing-
varsson 50 kr. Magnús Guðm., skipasm. 50 ki.
Þór. Bjarnason, Rvíl: 50 kr. Kr. Sighvatsson,
aukagreiðsla 15 kr. Sæm. Friðriksgon, auka-
greiðsla 7 kr. Ól. Lár., Keflavík I. og II. árg.
50 kr.
Hallgrímsdeild Prestafélagsins
hélt hér ársfund sinn dagana 9. og 10. okt.
s.l. Á sunnud. messaði hér í kirkjunni sr. Sig-
urður Lárusson í Stykkishólmi. Á Innra-Hólmi
sr. Björn Magnússon á Borg. en á Leirá sr.
Þorsteinn L. Jónsson, sr. Magnús Guðmunds-
son úr Ólafssvík var fyrir altari. Á laugardags-
kvöldið flutti sr. Þorsteinn L. Jónsson í
kirkjunni mjög fallegt og merkilegt erindi er
hann nefndi: „Leyfið börnunum að koma til
mín.“ Þetta erindi mun verða birt í næsta
blaði.
Aðalmál deildarinnar að þessu sinni var
Kristindómsfræðslan. Bundust prestarnir sam-
tökum um 30 stunda lágmarksundirbúning til
fermingar. í sambandi við þetta mál gerðu
þeir g fleiri samþykktir og ákvarðanir, sem
þeir þó ekki vilja gera kunnar fyrr en þeir
hafa séð nokkum árangur. Við umræðurnar
sem stóðu allan laugardaginn, kom fram ýmis-
legt frá reynslu þeirra í starfinu. Ríkti þar
mikil eindrægni og áhugi fyrir prestsstarfinu.
Það er mikil nauðsyn að búið sé þannig að
prestunum launalega, að þeir geti einvörð-
ungu gefið sig að preststarfinu. Það er líka
nauðsynlegt til þess að hægt sé að gera til
þeirra fullkomnar kröfur í þessum efnum.
Vegtfirðingar
eru orðnir margir hér í bænum. Hafa þeir
með sér félagsskap er þeir nefna Vestfirðinga-
íélagið. Það hélt ársskemmtun sína laugard.
13. nóv. s.l. með sjónleik, söng og ræðuhöldum
og upplestri.
Skemimtun þessi fór mjög vel fram og var
íélaginu til mikils sóma. Er það meira en hægt
er að segja, jafnvel um félagsskemmtanir yfir-
leitt. Hefir félagið þannig sýnt samkvæimis-
hæfni og þroska, sem vel væri að önnur félög
hér, o'g þeir sem fyrir skemmtunum standa
tækju sér til fyrirmyndar.
Efnilegur sönginaður.
Hinn ungi efnilegi söngmaður Guðimundur
Jónsson (bass-baryton) söng hér í Bíóhöllinni
12. okt. s.l. Einar Markússon, ungur maður,
annaðist undirleik af mikilli smekkvísi. Þeir
eru nú báðir famir til náms i Ameriku.
Guðmund má hiklaust telja efnilegan söng-
mann. Hann hefur allmikla rödd, sviðið vítt
og yfirleitt mjög fallegt. Ef Guðmundur leggur
sig allan fram við námið, og reglusemi helst
f hendur, má áreiðanlega mikils af honum
vænta. Blaðið óskar þessum unga Akurnesing
tíl hamingju, og vonar að hann eigi eftir að
hljóta af söng sínum mikið gagn og sóma.
(Móðir hans er Akurnesingur. en Guðmundur
er fæddur í Rvik.) Ungu menn! MuniO aö
reglusemi er listinni lífsnauOsyn, ef nokkuO á
að komast áfram og endast.
LJÚSPRENTAÐ. i UTMOPRENT 1947