Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Page 4
4 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004
Fréttir DV
Velja ekki
slysatryggingu
Innan við 40% framtelj-
enda óskuðu eftir því á síð-
asta ári að kaupa slysatrygg-
ingu á heimilum með því að
samþykkja 400 króna
greiðslu iðgjalds á skatt-
framtali samkvæmt upplýs-
ingum frá Tryggingastofnun
ríkisins. Framtalsfrestur ein-
staklinga er að renna út en
með því að merkja við reit á
skattframtalinu sem merkt-
ur er: „slysatrygging við
heimilisstörf ‘ geta framtelj-
endur keypt sér tryggingu.
Skattalækkun
íhættu
Boðaðar skattalækkanir
stjórnvalda eru í hættu. Alla-
vega myndu þær ekki sam-
ræmast boðaðri stefnu um
aðhald í peningamálum eins
og og stefnir með þróun
efnahagslífsins. Samkvæmt
tölum Hagstofunnar var
halli á fjármálum hins opin-
bera á síðasta ári 11 millj-
arðareðal,4% aflands-
framleiðslu. Bæði ríkissjóður
og sveitarfélögin voru rekin
með halla en munurinn er
sá að á meðan hallinn á fjár-
málum sveitarfélaganna
minnkar eykst halli ríkis-
sjóðs hratt á milli ára.
Átröskun
langveiki
Böm með átröskun
em nú skilgreind lang-
veik vegna geðröskunar-
innar lystarstols og for-
eldrar þeirra eiga rétt á
fjárhagsaðstoð frá Trygg-
ingastofnun ríkisins
vegna veikinda bamanna
og útgjalda í tengslum
við meðferð. Átraskanir
em alvarlegar geðraskan-
ir sem í sinni alvarlegustu
mynd leiða til dauða.
Bílainnbrot
í liðinni viku hefur tals-
vert verið um innbrot í bfla
á svæði Hafnarfjarðarlög-
reglunnar. Þannig hefur
verið tilkynnt um níu slík
innbrot frá mánudegi til
föstudags. Lögreglan í
Hafnarflrði vill hvetja íbúa
til að læsa bflum sínum og
geyma ekki verðmæti á
glámbekk. Einnig er al-
menningur beðinn um að
tilkynna gmnsamlegar
mannaferðir til lögreglu.
Anna Heiða
Pálsdóttir,
skrifstofustjóri
Fjarðaáis.
Sjómaður í Hafnarfirði stendur í baráttu við fyrrverandi eiginkonu sína í
Vestmannaeyjum fyrir héraðsdómi Suðurlands. Segir að meðlagskrafa konunnar sé
ávísun á gjaldþrot. Eiginkonan segir að meðlagskrafan sé formsatriði af hálfu
lögfræðings og ekki komi til greina að þiggja svo háa Qárhæð þótt hún sé dæmd
henni.
Kralinn um nífalt mefilag
með hremur börnum
f héraðsdómi Suðurlands er nú rekið mál Davíðs Þórs Einars-
sonar sjómanns í Hafnarfirði gegn fyrrverandi eiginkonu sinni
Maríu Pétursdóttur hárgreiðslukonu í Vestmannaeyjum. Um er
að ræða forsjármál en þau eiga þrjár dætur saman. f málinu er
gerð krafa um að Davíð greiði allt að nífalt rrieðlag með þessum
þremur börnum eða tæplega 150.000 kr. á mánuði. Davíð segir
að þetta sé ávísun á gjaldþrot hans. María segir á móti að þessi
krafa sé aðeins formsatriði af hálfu lögfræðings hennar og ekki
komi til greina að þiggja svo háa fjárhæð þótt hún verði dæmd
henni. Hún hafí reynt að fá lögfræðing sinn til að breyta þessari
kröfu og segir að einfalt meðlag með dætrunum sé nóg.
Davíð Þór er óánægður með
þann mismun sem gerður er á föður
og móður í málum sem þessum.
Hann nefnir sem dæmi að hún fái
gjafsókn í málinu en hann hafi
neyðst til að selja bflinn sinn til að
greiða lögfræðing sínum. „Hún
hefur börnin hjá sér og vill að ég taki
þau aðra hverja helgi. Þau verða að
koma með flugi og slíkt kostar mig
um 40.000 krónur á mánuði," segir
Davíð.
Valborg Snævarr lögmaður
Maríu leggur áherslu á að krafan sé
„allt að“ og að hún áskilji sér rétt til
lækkunar á kröfunni í samræmi við
tekjur föðurins. Krafan sé eingöngu
sett fram til að fá uppgefið hverjar
tekjur föðurins séu í raun.
Erfitt að komast frá vinnu
Davíð segir að hann eigi erfitt
með að taka við dætrum sínum fast
aðra hverja lrelgi vegna vinnu
sinnar. Hann er lausamaður á báti
frá Reykjavík og ef hann verður
dæmdur til að taka dætur sínar að
sér með þessum hætti verði hann að
missa af öðrum hvorum túr með
bátnum. Slíkt sé ekki gott upp á
fjárhaginn. Hann vill heldur að hann
fái að sjá um dætur sínar eftir
lauslegra plani.
Garðar Baldvinsson formaður
Félags ábyrgra feðra segir að félagið
hafi gert tillögu um það að í tilfellum
þar sem feður eigi erfitt með að
sinna umgengniskyldum sínum
gagnvart börnum verði þeim gert að
umgangast börnin 118 daga á ári.
eftir aðstæðum hverju sinni. „Það
hefur verið einblínt einum of lengi á
þessa aðra hverja helgi eins og
einhvern stóra sannleik í umgengni
feðra við börn sín segir Garðar.
Vil að hann sinni skyldum
sínum
María Pétursdóttir segir að hún
vilji einfaldlega að Davíð Þór sinni
skyldum sínum sem faðir gagnvart
dætrum þeirra. Hún segir einnig að
krafan um meðlög sé ekki frá henni
komin eins og að framan greinir
enda er henni enginn akkur í að
Davíð sé gert ókleyft að hitta dætur
sínar vegna skorts á peningum. „Ég
vil bara að hann taki þátt í fram-
færslu barna okkar eins og lög gera
ráð fyrir," segir María.
Ekki hagur barnsins
Davíð Þór segir að í þessu máli sé
María ekki að hugsa um hag barna
þeirra heldur sé málareksturinn til
kominn vegna „græðgi" hennar.
„Hún rekur hárgreiðslustofu og samt
sem áður gefur hún aðeins upp
tekjur upp á um 47.000 krónur á
mánuði," segir Davíð Þór. „Frá upp-
hafi vildi ég að við hefðum sameigin-
legt forræði með börnunum en það
hefur hún ekki viljað fallast á en gerir
kröfu í staðinn upp á nífalt meðlag."
Davíð Þór Einarsson
Meðlagskrafan erávisun á
gjaldþrot.
I love you...
í draumum sínum á Svarthöfði
sér ástmey á laun. Eins gott að segja
það og skrifa. Dorrit Moussaieff er
Svarthöfða hugleikin á þann hátt
sem jákvæðastur þykir í sam-
skiptum kynjanna. I dag stígur
Svarthöfði fram og játar ást sína á
Dorrit því honum ofbýður ýmislegt
sem forsetafrúin hefur þurft að þola
frá íjölmiðlum sem sjást ekki alltaf
fýrir þegar hún er annars vegar.
Dorrit Moussaieff hefur flest það
til að bera sem góða konu prýðir.
Ekki þarf annað en að sjá bros
Hvað liggur á?
„Ég hefþað stórfint - gæti varla haft það betra. Veðrið er
búið að vera svo yndislegt og vinnan gengurvel. Það
gengur allt vel hér þó það sé leitt að heyra siæmar fréttir
utan úr heimi."
Svarthöfði
hennar til að lifna við. Jafnvel þó það
sé aðeins á prenti. Að auki er Dorrit
heimskona sem bindur bagga sína
ekki sömu hnútum og samferða-
mennirnir hvort sem hún ferðast
með Iceland Express eða Icelandair.
Þar sem Dorrit flýgur verður flugið
ævintýri. Hún er lflcust prinsessu í
fallegri sögu þar sem allt byrjar vel
og endar enn betur.
Þá hefúr Svarthöfði alltaf verið
veikur fyrir klæðaburði hennar.
Dorrit hefur efni á að klæða sig vel
og gerir það. Ógleymanlegar eru
myndir af henni í Trabant-partíinu á
Bessastöðum í latex-vesti og stíg-
vélum í stfl. í raun æsandi fögur. Og
hún kann líka að stemma stigu við
öfgum í klæðaburði og er oftar en
ekki settleg til fara og ekki bara
forsetanum heldur allri þjóðinni til
sóma. Á íslandi hefði aldrei fundist
kona sem lyft hefði getað forseta-
embættinu yfir dægurþras og til-
gerðarlega hálfvelgju opinberrar
sýndarmennsku. Dorrit er sönn og
heil þar sem hún fer. Og Bessastaðir
og forsetinn fylgja með.
Það er von Svarthöfða að Dorrit
reki augun í þessar línur og því kýs
hann að Ijúka orðum sínum á ensku:
Dear Dorrit!
I love you very much. You 're the
queen of my dreams and the
sunshine ofmylife. Isincerely adore
yourstyle. Iknowthatyou willnever
be mine but I will dream on and
hope.
With love and best regards,
Blackhead